Vísir - 17.06.1944, Page 17

Vísir - 17.06.1944, Page 17
VISIR þjóðiiAtíðarblað 17 <---- BJARNI GUÐMUNDSSON: ISLENZK ^ - MYNDLIST finna frumlegri og eftirtektar- Eggerts Ólafssonar, og urðu verðari listiðnað með alþýðu þeir mildir vinir. Ilann iivarf manna. Sauinuð veggtjöld og síðar frá myndlistarnámi og reflar i þjóðlegum stíl liafa gekk embættisleiðina. Ssgir. rutt sér mjög til rúms sem ekki frekar af listaferli lians, veggjaskraut á síðari árum, og annað en að hann átti afkom- Vor (höggmynd eftir Einar Jónsson). Þess getur víða í fornum sög- um, að íslendingar liafi stund- að myndlist. I heiðni voru hof og hörgar myndum skreytt, að- allega skurðgoðum, sem að lík- indum hafa verið líkneski í tré skorin, máluð í litum. En í frá- sögnum af híbýlaháttum er víða að finna lýsingar á mál- verkum á veggjum og lofti, og voru þær skreytingar gerðar af Iist mikilli, eftir því 'sem sögu- mönnum segist frá. Engar minjar eru lengur til um myndlist fornmanna utan fá- ein gömul goðalíkön smá. Hins- vegar er enn til frá yngri tím- um allmikið af listiðnaði, út- skurður allskonar, glitvefnaður og saumur, prjónles, járnsmíði og silfursmíði. Ber þessi listiðn- aður því vitni, að þjóðin hefir staðið á gömlum merg og átt merkilega myndlistararfleifð. Glæsilegasta vitni fornrar ís- lenzkrar myndlistar eru lýsing- ar (illuminationir) í fornum skinnbókum. Eru það haglega dregnar myndir í upphafss(þf- um og kaflaskiptum, Jitaðar og gylltar. Það er Ijóst af þessum lýsingum, að íslenzkir bókrit- arar liafa verið mjög drátthag- ir og listfengir. Því miður er fátt eitt til af slíkum handrit- um hér á landi, en til eru ágæt- ar myndaútgáfur af nokkurum fegurstu skinnhókum íslenzlc- um, þar á meðal fagurt safn slíkra lýsinga, er Einar Munks- gaard hefir út gefið en Halldór Hermannsson prófessor safnað og raðað. Af eiginlegri myndlist, drátt- list, svartlist, málverkum og höggmyndum er fátt eitt til frá gömlum tíma, og stafar það vafalaust mest af fátækt þjóð- arinnar. Þó er til allmargt mannamynda, einlcum af em- bættis- og valdsmönnum, og eru sumar þeirra vafalítið gerðar af Islendingum. Nokkurar slílcar myndir eru til á Þjóðminja- safninu. Þær eru frumstæðar að gerð, ákaflega stílfærðar og svipaðar liver annari. En að mörgu leyti er þetta mjög eftir- tektarvert listform eins og oft er um frumstæða listtjáningu gáfaðra manna, og fer það ekki á milli mála að íslendingar búa sem þjóð yfir.mikilli myndlist- argáfu, enda mun óvíða að er það góðs viti og ber því vitni að þjóðin ann þessari merki- legu arfleifð. Islenzkir gullsmið ir hafa kunnað að laga sig eftir breyttum tímum án þess að missa sjónar á hinum þjóðlegu einkennum listiðnar sinnar, og skurðhagir menn sækja enn í dag mikið af hugmyndum sin- um í fornan tré- og hornskurð. Bertel Thorvaldsen. Goltskálk Thorvaldsson, ung- ur prestssonur fluttist til Dan- merkur til að leggja stund á tré- skurðarlist. Hann kvæiitist ágætri konu danskri og átti með henni einn son, Bertel að nafni. Gottskálk var alla ævi sína tréskeri og fékkst aðallega við að gera gallíónsmýndir á skip, er smíðuð voru í Kaup- mannahöfn. Eru enn til myndir, sem liann hefir skorið út. Son- ur lians nam tréskurðarlistina af föður sínum og þótti snemma slíkt afbrágð, að liann var lcostaður á Listaháskólann í Kaupmannahöfn til að nema höggmyndalist. Um sama leyti stundaði annar Islendingur nám í þeim skóla, Gunnlaugur Guðbrandsson Briem, náfrændi endur marga, og hefir í þeirri ætt gætt mikilla listhæfilcika. En Bertel Thorvaklsen réðist til róms suður og olli aldahvörf- um í myndhöggvaralist samtið- ar sinnar. Hann lézt i Kaup- mannahöfn fyrii- 100 árum og þótti hafa verið mesti mynd- höggvari sinnar tíðar og sann- arlegt mikilmenni. Ekki verður Thorvaldsen tal- inn til islenzkra listamanna fyrir annað en ætlerni sitt, enda þótt víst megi telja að hann hafi erft liagleik og handhragð úr sinni íslenzku föðurætt. Það verður lika að teljast happ mikið fyrir heiminn að liann skyldi alast upp með Dönum en ekki íslendingum, því að löngu eftir dauða lians áttu hinir fáu og máttlitlu fyrrirennarar ís- Ienzkrar nútínia mvndlistar eftir að lepja dauðann lir skel eða veslast upp í fátækt og liirðuleysi. En vel mega íslend- ingar minnast þess að Thor- valdsen unni jafnan föðurlandi sínu eigi siður en móðurland- inu og sýndi það á margan hátt. I Róm var hann jöfnum liönd- um kallaður „Islandese“ sem „Danese“, og fagurt og dýrmætt listaverk gaf hann kirkju afa síns í Skagafirði, en það verk, skírnarfontur úr marmara, stendur nú í dómkirkjunni í Reykjavík. Kaupmannahafnar- bær gaf Reykjavíkurbæ kopar- styttu Thorvaldsens af sjálfum honum, og frummynd Thor- valdsens af Ganymedesi er í eigu Listasafns íslands. Aðrar minjar eiga íslendingar eklti um þennan fræga landa sinn. Frá Sigurði Guðxnundssyni til Þórarins Þorlákssonar. Það er mjög vafasamt, hvort rétt er að telja Sigurð Guð- mundsson fyrsta málara íslend- inga. Fer liér sem oftar svo, að mjög erfitt er að draga marka- línuna í þessu efni, enda er þar enginn sjálfum sér nógur, og listamenn fá hugmyndir sínar og áhrif frá öðruin eldri, jafn- framt eigin frumsköpun. En hann er fyrsti málari íslenzkur, sem aflar sér fræðslu og þjálf- unar utanlands. Áður var drep- ið á hinar sérkennilegu manna- myndir, sem til eru á Þjóð- minjasafninu. Þær lýsa tals- verðri starfstækni, þrátt fyrir a stirðlega efnismeðferð og eru mjög eftirtektarverðar, enda myndu þær í háu verði ef þær gengju kaupum og sölum. Enn- fremur eru til myndir eftir ó- lærða alþýðumenn, er lýsa tals- verðri tækni og frumleika. Má meðal þeirra nefna litmyndir Sölva Helgasonar flakkara. Auk litmynda sinna teiknaði hann feiknin öll af mynztrum fyrir útsaum og þótti mikill snilling- ur að klippa út myndir í pappír, en það er n^yndlistarform, sem um það leyti tíðkast mjögóvíða. Hefir Sölvi án efa verið gáfað- ur listamaður, þótt ólærður væri. En þjóðin sá ekki annað en öfugsnúinn einhyggjumann og sérvitring, enda var ekki við því að búast að almenningur kynni að mela viðleitni lians og enn síður að styrkja hana. Sigurður Guðmundsson mál- aði fallegar myndir og smeklt- legar í liinu hefðbundna formi síns tíma. En liann liefir engin spor skilið eftir í nútíma mynd- list. Hins vegar verður hans jaf-nan minnzt sem stofnanda Þjóðminjasafnsins, og í leiksýn- ingum tók hann mjög virkan 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.