Vísir - 17.06.1944, Blaðsíða 28

Vísir - 17.06.1944, Blaðsíða 28
28 VÍSIR ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ Uppblástur. um fækkaði á þeim árum um 1517 manns. Framfarir voru þó á mörgum sviðum. Alþýðuskól- ar tóku til starfa, Landsbankinn var stofnaður og sala hófst á lifandi fénaði til Bretlands. Það var til þess að menn lögðu mik- ið kapp á að eignazt sauði og hross, en það leiddi aftur til þess, að þröngt varð í högum, hagar fóru í örtröð og land og býli í auðn, af uppblæstri og sandfold, sem alltaf færist í aukana. Flestir stóðu ráðþrota yfir uppblæstri og sandfoki fram yf- ir síðustu aldamót. Nokkrar sandfoksvarnir voru-'þó reynd- ar, en þær voru skipulagslausar og reknar á ógirtu landi, þar sem fénaður gekk yfir og eyði- lagði það, sem gert var. Helzt voru það skjólgarðar, sem að gagni komu, en sáning ázt víð- ast upp, þó að sáð væri á ó- girtu landi. ' • Séra Björn Halldórsson í Sauðlauksdal fékk árið 1757 landstjórnina til þess að skipa sóknarbændum Sauðlauksdals til skylduvinnu, til þess að gera garð til varnar sandfoki, sem skemmdi þar túnið. Bændum þótti kvöðin ekki góð og var því garðurinn af sumum nefndur „Ranglátur“. Um síðustu alda- mót sáði séra Þorvaldur Jak- obsson, sém þá var prestur þar, nokkru af fræi, sem kom upp, en kom að litlum notum vegna beitar. Sama sagan var hjá Eyj- ólfi Guðmundssyni i Hvammi í Landsveit og öðrum þeim, sem tilraunir gerðu með sand- græðslu á ógirtu landi. Þeirra sjást nú lítil merki, sem von er; þær voru af vanefnum gerð- ar og almenningurinn hafði litla trú á þeim. Það var flestra skoð- un, að sandfokið væri svo hat- ramt, að þar megnaði enginn mannlegur máttur að standa á móti. Nokkrir leiðandi menn- reyndu að hefja skipulags- bundna sandgræðslu, t.d. Svein- björn Ólafsson, Sæmundur Eyj- ólfsson og Einar Helgason, en allar tilraunir fóru forgörðum, vegna þess að enginn sand- græðslublettur var friðaður. II. „Sú kemur tið, er sárin foldar gróa, sveitirnar fyllast, akrar hylja móa, brauð veitir sonum móður- moldin frjóa, menningin vex í lundi nýrra skóga.“ H. H, Um síðustu aldamót ortu skáldin Hannes Hafstein og Ein- ar Benediktsson fögur alda- mótaljóð. Þeir sjá framtíðina í hyllingum. E. B. segir: „Oss vantar lykil hins gullna gjalds að græða upp landið frá hafi til fjalls.“ — En hann hugsar nánar og segir síðar: „Sjálft hugvitið, þekkingin hjaðnar sem blekking sé hjartað ei með, sem undir slær. Hver þjóð, sem í gæfu og gengi vill búa, á guð sinn og land sitt skal trúa.“ Hann sér og skilur, sá vitri maður, að auður og þekking eru ekki einhlít, til þess að hrinda fram nauðsynjaverkum fyrir land og þjóð, þar Jjarf viljinn að vera með í verki. Starfsvilji, sem er byggður á þekkingunni og trú guði og landinu, er hið lífræna afl, en auðurinn er and- vana tæki til framkvæmdanna, kaldur og líflaus, eins og steinn- inn. Árið 1904 varð Hannes Haf- stein ráðherra. Hann vill gera landið gott heimili fyrir mennt- aða þjóð. Hann sér í huganum sanda og auðnir gróa, blómleg býli og fagra skóga. Ilann sér iðnað og orkuver rísa upp í landinu, rafknúin farartæki og stritandi vélar, „stjórnfrjálsa þjóð, með verzlun eigin búða.“ Hannes Hafstein þekkir hina raunverulegu undirstöðu, sem umbætur og þjóðnytjastörf lands og þjóðar verða að byggj- ast á: „Það er að elska, byggja og treysta á landið.“ Það er ljóst, að sú þjóð, sem trúir á guð o.g landið og vinn- ur að framþróun lífsins í land- inu af ást til þess, eflir þrótt gróðursins, dýranna og mann- anna, starfar í samræmi við líf- ræna náttúru og skapar sér trygga og bjarta framtíð, ef á- girndin fær þar ekki griðland, — en þar sem hún ræður lönd- um, er hún rót alls ills. Þar fær ekki grasið að vaxa, né skógar að anga. Fyrsti ráðherrann á Islandi hafði mörgu að sinna. Ýms ný- mæli voru á starfsskrá hans. Sandgræðsla Islands var eitt af þeim. Stjórn Búnaðarfélags Is- lands var falið að útvega unga menn til utanfarar, til þess að kynnast sandgræðslu og skóg- rækt. Þeir voru sendir til Dan- merkur. Sá, sem þcssar línur ritar, minnist kveðjuhandtaks og heillaóska Hannesar Haf- steins og Magnúsar Helgasonar, sem var í stjórn Búnaðarfélags Islands, er farið vár í ferð þá. Orð ráðherrans voru ekl<i mörg, —■ en þau voru sögð af þeim heilindum og því hugarþeli, ást til landsins og trú á starfið, að þeim tókst að snerta hug og hjárta, og hafa þar geymst í því nær 40 ár. Ráðherrann naut aðstoðar danskra sérfræðinga, til þess að koma í framkvæmd þessum hugðarmálum sínum. Má nefna þar til dæmis prófessor C. V> Prytz, skógfr. C. E. Flensborg, „Overklittfoged“ C. F. Dahle- rup o. fl. Fyrsta fjárveiting á fjárlög- um til sandgræðslu mun hafa verið árið 1906, annaðhvort 2 eða 3000,00 kr. Síðan hefir allt- af eitthvert fé verið ætlað til hennar úr ríkissjóði, en þvi var mjög í hóf stillt. Fyrstu 10 árin, þ. e. til 1916, var það aldrei meira en 4 þús. kr., þar með tal- in laun og ferðakostnaður. Á næstu 10 árum smá hækkaði fjárveitingin upp i 15 þúsund, og árið 1926 komst fjárveiting- in upp í 23 þúsundir, og var eft- ir það milli 27 og 57 þúsund krónur, þar til árið 1943, að hún fer upp í 100 þúsund, og. nú í ár er hún 210 þúsund, að með- töldum launum. Um síðustu áramót (þ.e. 1943 —4) mun hafa verið búið að verja til sandgræðslu úr ríkis- sjóði um 950 þús. kr. — En hvað hefir verið gert? spyrja menn. Settar hafa verið sand- græðslugirðingar, um 300 km. að lengd og allt að 40 þús. ha. að flatarmáli. Sandgræðslu- svæðin eru í átta sýslum. Flest eru þau á aðal eldgosasvæðinu, sem liggur skáhalt yfir landið, norðan frá Melrakkasléttu suð- ur á Reykjanes.Mestu uppblást- urs- og sandfokssvæðin eru í Þingeyjarsýslum, V.-Skaftafells- Sandgræðslugirðing. (Sjáið gróðurmismuninn innan og utan girðingar).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.