Vísir - 17.06.1944, Blaðsíða 30
30
VÍSIR — þjóðhAtíðarblað
f 'nnnnn'p [] □ 0
P5SBS y|[|[|pS5B5HHSS
—m H~"J'' r~i rrn mr nn trn nn txn nn
BnnnhnaQu [J □ □ U U
BBBBBBHBSPP°°°°°°°pnaOBnngj]Q H CID
Hinar nýju byggingar Slippfélagsins.
Slippfélayið í Reykiavík.
Slippfélagið í Roykjavik var
stofnað á fyi'stii árum þcssarar
aldar. Alla tíð siðan hefir þetta
fyrirtæki verið sjávarútvegim
um til mikils stuðnings og má
heita að það hafi vaxið upp við
hlið hans og lagað sig eftir hon-
um siðan það var stofnað.
Um aldamótfn síðustu voru
stundaðar þorskveiðar við
Faxaflóa á sjötíu þilskipum,
sem keypt höfðu verið notuð
fyrir tiltölulega lágt verð, eink-
um frá Englandi og Skotlandi,
Skipin gengu fljótt úr sér og
var snemma hrýn nauðsyn á
því, að hægt væri að gera við
þau hér á fandi. Þetta sáu og
skildu ýmsir framsýnir menn,
er nærri útveginum stóðu, og
varð það til þess, að þeir hófust
handa á þann hátt, sem skýrt er
frá hér á eftir.
28. desember 1901 kom til
umræðu á fundi útgerðarmanna
að eignast slipp til að geta dreg-
ið skip á land. Formaður út-
gerðarmannafélagsins, Tryggvi
Gunnarsson, bar upp tillögu um
að félag skyldi nú stofnað til að
koma upp dráttarbraut, og var
það samþykkt og var þá þegar
lofað nokkrum fjárframlögum
til stofnunar félagsins. 15. marz
1902 var haldinn undirbúnings-
fundur að stofnun slíks félags.
Ákveðið var að fá menn frá
Noregi til að annast uppsetn-
ingu á slipp.
21. október 1902 var haldinn
stofnfundur Slippfélagsins. A-
kveðið var að félagið skyldi
vera hlutafélag með kr. 15000
í hlutafé og skyldi félagið heita
„Slippfélagið í Reykjavík“. Lög
félagsins voru samþykkt og
fyrsta stjórn kosin og hlutu
kosningu: Tryggvi Gunnarsson,
bankastjóri, Jes Zimsen, kaup-
maður, Ásgeir Sigurðsson kaup-
maður.
Tryggvi Gunnarsson var for-
maður félagsstjórnarinnar frá
byrjun til 1917, er hann dó. Jes
Zimsen og Ásgcir Sigurðsson
sátu í stjórninni til 1930.
Árið 1902 var hafin bygging á
dráttarbraut á Hlíðarhúsasandi,
eftir fyrirsögn hins norska
manns, er stjórnin hafði ráðið.
Maðurinn reyndist illa og allt
varð dýrara en ráð var fyrir
gert. Lenti félagið þegar í byrj-
un i fjárþröng. Fékk það þá 4
Jjús. kr. styrk úr „Varasjóði
sparisjóðs Reykjavikur“, til að
fullgera dráttarbraut.
Árið 1903 var ráðinn annar
narskurmaður, O. Ellingsen, til
Slippfélagsins, og taldi hann
Slippinn þurfa endurbóta við,
enda mun hann hafa verið mjög
ófullkominn.
Sama ár sendi félagið bæna-
skrá til Alþingis um 10 þús. kr.
styrk til að koma upp „Patent
slipp“. Var féð veitt.
1904 var hlutafé félagsins
aukið, í þeim tilgangi, að kaupa
nýjan slipp frá Englandi.
Sama ár var slippur keyptur
í Englandi. Var slippurinn síðan
byggður og skip tekið upp á
hann það ár. Var hann stærsta
þess háttar mannvirki hér á
landi um 28 ára bil, eða til 1932,
er Slippfélagið byggði dráttar-
braut fyrir togara. Þessi Slippur
gat tekið skip allt að 200 smá-
lestir að þyngd. Um það bil sem
slippurinn var byggður, munu
hafa verið hér um 60—70 ís-
lenzkir kútterar. Var þvi mjög
mikil þörf fyrir þetta lyrirtæki,
enda fékk það þegar nóg að
starfa við viðhald og viðgerðir
á skipum. Rekstur fyrirtækisins
gekk vel allt til ársins 1920, því
að auk upptöku skipa og við-
gerða á þeim rak félagið mikla
verzlun með timbur og ýmsan
útbúnað til skipa o. fl. Þó að
Slippfélagið væri stærsta iðn-
fyrirtæki landsins í sinni grein
um árabil, byggði það á þessu
tímabili ekki skip að nýju.
Á árunum 1912—18 fækkaði
kútterunum jafnt og þétt og i
lok stríðsins voru þeir horfnir
úr íslenzkri eign. I stað þeirra
komu togarar, en þeir voru of
stórir fyrir dráttarbraut íelags-
ins. Á fundi Slippfélagsins 1914
minntist Tryggvi Gunnarsson á
þörfina fyrir að koma upp
dráttarbraut, er tekið gæti á
land togara. Nærri því árlega
var um þetta mál rætt á fund-
um félagsins, en aldrei varð úr
framkvæmdum. Um eitt skeið
var um það rætt, að erlent fé-
lag keypti eignir Slippfélagsins
og reisti hér skipasmíðastöð. En
úr því varð ekki. Afkoma fé-
lagsins versnaði því fljótt eftir
stríðið og 1931 var félagið kom-
ið í fjárþröng, svo að ekki leit
út fyrir annað en gjaldþrot. Var
þá hafizt handa af nokkrum
framtakssömum mönnum, er
um það leyti höfðu key])t hluti
í félaginu, um að byggja drátt-
arbrautir, er gætu tekið upp
stærstu togara og koma upp
skipaviðgerðar- og skipasmíða-
stöð, er fullnægði þörfum lands-
ins.
Árið 1932 fékk félagið lán hjá
Hafnarsjóði Reykjavíkur og
Skipaútgerð ríkisins í ]>ví skyni,
að byggjá slipp fyrir togara. Þá
var hlutaféð aukið mjög og
gamla hlutaféð fært niður.
Keyptir voru tvcir dráttarvagn-
ar með vindum fyrir 400 og 800
smálesta skip.
Minni dráttarbrautin var svo
byggð um haustið og fyrsti tog-
arinn tekinn á land 15. des.
1932.
1933 byggði félagið aðra
dráttarbraut fyrir 800 smálesta
skip og fékk til þess lán hjá er-
lendu félagi. Var þá svo komið,
að hægt var að taka hér á land
allan togaraflotann, strand-
ferðaskipin, varðskipin og
minnstu millilandaskipin.
1 heinu sambandi við bygg-
ingu þessarar dráttarbrautar
var 1932 stálsmiðjan stofnuð,
sem annaðist plötuviðgerðir
skipa. Var þá svo komið, að
hægt var að gera hér við og
flokka öll skip, allt að 800 smá-
lestir að stærð.
Þau 11 ár, sem liðin eru síðan
þessar dráttárbrautir voru gerð-
ar, hafa yfir 1200 skip af tog-
ara-stærð og stærri verið tekin
á land og framkvæmdar á þeim
stærri og minni viðgerðir. Auk
þess hefir vcrið gert við mörg
minni skip. Það má fullyrða,
að það hefir verið útgerð lands-
manna ómetanlegur hagnaður,
að dráttarbrautir þessar voru
byggðar, ekki sízt nú síðan
stríðið hófst og skipin fá ekki
framkvæmdar neinar teljandi
viðgerðir í Englandi. Líklegt er,
að meirihluti togaraflotans væri
nú ósjófær, ef dráttarbrautir
Slippfélagsins væru ekki til.
Oft á ári hcfir það komið fyr-
ir, að skip fullfermd af ísfiski
hafa bilað, brotið skrúfu eða
orðið lek og verið tekin í slipp
og gert við þau á nokkrum
klukkustundum. Áður varð í
þessu tilfelli að losa skipin og
auk þess kostnaðar og tafar, er
það tók, ónýttist fiskurinn oft
að mestu eða varð verðlítill.
Daníel Þorsteinsson skipa-
smíðameistari tók við fram-
kvæmdastjórn af O. Ellingsen
1915 og hafði þann starfa á
hendi þar til Sigurður Jónsson
verkfræðingur, núverandi for-
stjóri, tók við stjórn.
Stjórn Slippfélagsins skipa
nú : Hjalti Jónsson, formaður,
Kristján Siggeii’sson kaupm.,
Geir G. Zoéga vegamálastjóri og
Valgeir Björnsson hafnarstjóri.