Vísir - 17.06.1944, Qupperneq 39
VÍSIR
ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ
39
Saiiiviiiiinftcl. bifreiða§tjora
HBETFILL
Þar til bifreiðastöðin Hreyf-
ill tók til starfa þ. 11. nóv. síð-
astliðinn, var þáð miklum örð-
ugleikum bundið fyrir almenn-
ing hér í bænum, að hafa full-
komin not af atvinnu-bifreið-
um til fólksflutninga, með því
skipulagi, sem verið hafði þá
um nokkurn tíma. Voru þessi
mál þá í hinum mesta ólestri,
svo að til vandræða horfði.
Atvinnubifreiðarstjórar mynd-
uðu þá með sér samvinnufélag,
með það fyrir augum, að-bæta
úr þessum ágöllum, því þeim
var ljóst, að þetta gat ekki leng-
ur svo til gengið. Var stofn-
fundurinn haldinn hér í bæn-
um þ. 11. nóv. 1943 og voru
stofnendur 53 að tölu, allt kunn-
ir og ieyndir bifreiðarstjórar.
Bifreiðarstjórarnir keyptu
bifreiðastöðina Geysi, en þar
eignuðust þeir öruggan framtíð-
arstað fyrir stöðina, sem er við
Arnarhólstún.
Stöðin byrjaði með 65 bifreið-
ar, en þeim f jölgaði mjög skjótt,
svo að á þremur mánuðum voru
þær orðnar 110 að tölu, og er
það heildartala þeirra nú, eins
og sakir standa.
Til þess að tryggja það, að
bifreiðar væru ávallt til taks,
þegar stöðin er opin, var sú
regla tekin upp strax og telcið
var til starfa, að láta 35 bif-
reiðar mæta til vinnu á hverjum
morgni, og skiptast bifreiðar-
stjórarnir á um þessar morgun-
vaktir. Var og skipulögð vinn-
an á öðrum timum sólarhrings-
ins til samræmis við þá reynslu,
sem fengin var og fæst í fram-
tíðinni af rekstri stöðvarinnar,
með afnotaþörf almennings fyr-
ir augum.
Eftir því sem bifreiðum fé-
lagsins fjölgaði, jókst einnig að
mun meðlimafjöldinn, svo sem
gefur að skilja, og eni þeir nú
131 að tölu. Stjórn félagsins,
sem nú er og kosin var á stofn-
fundinum, er þannig skipuð:
Bergsteinn Guðjónsson er for-
maður félagsstjórnarinnar og
framkvæmdast j óri, Ing j aldur
Isaksson er varaformaður, Ingv-
ar Sigurðsson er gjaldkeri, Þor-
grímur Kristinsson ritari og
Tryggvi Kristjánsson með-
stjórnandi.
Með stofnun þessa samvinnu-
félags var vissulega stigið langt
spor í þá átt, að auka. velgengni
atvinnubílstjóra hér i bænum og
tryggja þeim hagkvæmari rekst-
ur við atvinnuna, enda hafa bif-
reiðarstjórar sett sér' það að
markmiði, að fólk geti ávallt og
hvenær sem er fengið bifreiðar
stöðvarinnar til afnota. Má með
sanni segja, að hér hafi vel tek-
izt að sameina hagsmuni not-
enda og eigenda bifreiðanna.
Félagar í samvinnufélaginu
Hreyfill geta aðeins orðið þeir,
sem eru í bifreiðastjórafélaginu
Hreyfill hér í bæ, en Bergsteinn
Guðjónsson hefir um tveggja
ára skeið verið formaður þess
félagsskapar, svo að það var alls
engin tilviljun, að hann var
gerður að framkvæmdarHjóra
samvinnufélagsins, þegar það
tók til starfa. Má fullyrða, að
bifreiðastjórar hafi ekki getað
vandað betur til valsins í fram-
kvæmdarstjórastöðuna, en þeg-
ar þeir kusu Bergstein til þess
starfa, svo hæfur og ágætur
maður er hann.
Þegar bifreiðarstjórar ganga
í þefta samvinnufélag, þurfa
þeir að greiða kr. 100.00 í inn-
tökugjald og síðan kr. 150.00
stöðvargjald mánaðarlega úr
því. Er sama stöðvargjald nú
greitt á öllum bifreiðastöðvum
í bænum.
A daginn eru tveir afgreiðslu-
menn starfandi á stöðinni og
hafa þeir eins og að líkum læt-
ur ærið nóg að starfa, þvi oft
eru afgreiddar 130—140 ferðir
á einni einustu klukkustund.
Bifrciðastöðin Hreyfill er nú
langstærsta bifreiðastöð á land-
inu og um leið sú fullkomnasta.
Hefir hún á að skipa hinum
elztu og reyndustu bifreiðar-
stjórum, sem eru þaulkunnugir
vegum og landi. Bifreiðarnar
eru allar af nýjustu gerð, út-
búnar með nútíma þægindum,
svo sem miðstöðvarhitun og út-
varpstækjum. Er lagt kapp á að
hafa aðeins minni bifreiðarnar
á þessari stöð, þ. e. fimm- og
sjömanna.
Samvinnufélagið Hreyfill hef-
ir þegar komið sér upp benzín-
sölu við Faxagötu og hefir í
hyggju strax og gott tækifæri
gefst til að koma sér upp bif-
reiðaverkstæði og má búast við
því, að þegar fram í sæki verði
það stærsta og fullkonmasta
verkstæði landsins á þessu sviði,
þar sem hvorttveggja í senn,
verður gert við bifreiðar og
seldir í þær allir hugsanlegir
varahlutir.
Á því leikur enginn vafi, að
almenniugur hér í bæ hefir af
heilum hug fagnað þeirri á-
kvörðun atvinnubifreiðarstjóra,
að taka þá rögg á sig að stofna
samvinnufélag i sambandi við
bifreiðaakstur í bænum, og
munu margir hafa viljað, að
fyrr hefði orðið.
Kemur þetta til af því, að fólk
var oft og einatt í hinum mesta
vanda statt, þegar það nauðsyn-
lega þurlti á bifreið að halda,
en hún var hvergi fáanleg,
hversu mikið sem í húfi var.
Áð visu voru ekki mikið fleiri
bifreiðar í notkun á bifreiða-
stöðvunum i heild, i þann tima,
þegar „Hreyfill“ var ekki tekinn
til starfa, heldur en nú, en
reyndin var samt sú, að bif-
reiðafjöldinn notaðist ekki eins
vel og vera skyldi og vinnu-
skiptingunni var ekki nógu hag-
anlega fyrir komið á hverri ein-
stakri bifreiðastöð, þó vafalaust
allt hafi verið gert í þeim efn-
um, sem mögulegt var.
Þá er það og staðreynd, að í
flestum tilfelluin leggja menn
meira að sér við vinnuna, þeg-
ar þeir vinna fyrir sjálfa sig,
heldur en þegar þeir vinna á
vegum annarra. Með þessum
orðum er alls ekki verið að bera
bifreiðastjórum yfirleitt á brýn,
að þeir hafi á nokkurn hátt
unnið illa eða ver hjá öðrum
bifreiðastöðvum, en á sinni eig-
in — heldur einungis bent á þá
gullvægu setningu, sem hefir
sannast hvar og hvenær sem er,
fyrr á timum engu síður en nú,
að „hver er sjálfum sér næstur“.
Bifreiðar „Hreyfils“ við stöðina hjá Arnarhólstúni.