Vísir - 17.06.1944, Blaðsíða 40

Vísir - 17.06.1944, Blaðsíða 40
40 VlSIR ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ Þróun sveitarmálefna á íslandi. Eftir Jónas Guðmundsson. i. Sveitarstjórn þjóðveldistímans. Því hefir verið við brugðið, hversu mikil meistarasmíð hún hafi verið á ýmsa lund, hin fyrsta stjórnarskipan Islend- inga. Þeir settu hana, svo sem kunnugt er, með einhuga sam- tökum sín í milli, ótilneyddir af ytri aðstæðum, en höfðu þó áður kynnt sér löggjöf næsta nágranna síns, Norðmanna, sem vitað er með vissu, og að líkind- um fleiri þjóða nærlægra, s. s. Ira og Skota, þó ekkert liggi nú fyrir um það. Hinu er miklu sjaldnar á loft haldið, að þessir sömu forfeður vorir, eða jafnvel feður þeirra og afar — sjálfir landnáms- mennirnir e. t. v. — komu á hér á landi fullkomnustu skipun sveitarstjórnarmála, sem þá þekktist, hyggðri á kosningum, og tóku upp mjög fullkomið skipulag, — mælt á þeirra tíma mælikvarða, — á tveim ])ýðing- armestu þáttum sveitarmálefn- anna: fátækraframfærzlu og vá- tryggingu á húsum og fénaði. Hvaðan Islendingar hinir fornu hafa fengið hugmyndina um stofnun þessara sveitarfélaga, sem þeir kölluðu þegar í upphafi „hreppa“, eins og þau heita vel- flest enn í dag, veit enginn. Um það eru uppi að sjálfsögðu margar og miklar getgátur, en sleppt verður hér að minnast á þær. Hitt skal aðeins á drepið, að allar líkur eru til þess, að hreppaskipulagið sé eldra en sjálft Alþingi og í því sé raun- verulega að finna fyrsta vísir- inn að því, hversu skynsamlega tókst til á margan hátt um stofnun Alþingis, skipulag þess og dómasljórn. En á sveitarfé- lögunum og Alþingi var þegar í upphafi einn megin munur. Hann var sá, að sveitarfélögin sáu sér strax fyrir sterkri fram- kvæmdastjórn, 5 manna nefnd, sem hafði allmikil völd í sveit- armálefnum, en Alþingi sá sjálfu sér aldrei fyrir neinni slíkri stjórn allan þjóðveldis- tímann, og vilja margir kenna því, að svo fór sem raun varð á 1262, er sjálfsforræði vort glat- aðist í hendur erlendum kon- ungi. En allan tímann síðan á landnáms- eða söguöld hafa hrepparnir haldizt og lengst af með líku sniði og verksviði sem í öndverðu. Þeirra saga er því orðin löng og merkileg og verð- ur minnst af henni sagt hér. — Áður er á það drepið, að í önd- verðu fóru fram reglulegar kosningar til sveitarstjórna. Slíkar kosningar fóru ekki fram til Alþingis á þjóðveldistíman- um. Goðarnir voru hinir sjálf- kjörnu ráðamenn á Alþingi. — Þessi frum-kosningarréttur Is- lendinga var að sjálfsögðu all- mjög takmarkaður*. Ekki áttu jiann rétt aðrir en þeir, sem landeigendur voru, en fyrir ])á alla var hann jafn, hvort sem landeign var lítil eða mikil. Þá var ]iað og mjög merkilcgt á- kvæði, að enginn var rétt kjör- inn í sveitarstjórn ef einhver þeirra, sem kosningarrétt átti, mælti gegn kosningu hans. — Sýnist vart hægt að trvggja minnihluta meiri rétt en með þesáu ákvæði er gert. Annað mjög merkilegt atriði í hinni fornu skipan Islendinga á þessum málum er hreppsdóm- urinn. Hlutverk hans var það, að kveða upp úrskurði út af framfærslumálum, ef einhver þóttist til dæmis vanhaldinn um framfærslueyrir. Var þetta gerð- ardómur skipaður 6 mönnum og tilnefndi sóknaraðili og varn- araðili sína 3 mennina hvor. Crskurði þessa dóms varð ekki áfrýjað, og yfirleitt má segja það um sveitarstjórnina alla á þjóðveldistímanum, að eftir því sem nú verður bezt séð var hún algjörlega óháð landsstjórninni — Alþingi — að öðru leyti en því, að til þess þurfti sérstakt samþykki að hreppur héldist, ef íbúar þar urðu mjög fáir. Máttu ekki færri en 20 bændur vera. i lire])pi, nema þetta samþykki kæmi til. Það er ekki fyr en mörgum öldum síðar, sem nokk- uð svipað skipuleg þessu kemst á hjá öðrum þjóðum, sem við þekkjum forna sögu frá. Má af því hezt sjá, hve mjög forfeður vorir hafa verið á undan öðr- um á ])essum málum. Þar var hyggt á almennum kosningar- rétti, þó hann eftir þeirra tíma viðhorfi hlyti að vera takmark- aður við alfrjálsa menn, og þar var leitazt við að tryggja svo vel rétt þeirra, sem búast mátti við að helzt yrðu órétti beittir, sem frekast var hægt að hugsa sér. Eru það ekki, þegar á allt er litið, einmitt þessi tvö megin- sjónarmið, sem nú er fyrir bar- izt af lýðræðisþjóðum heimsins í hinni miklu heimsstyrjöld? II. Sveitarfélögin og hnignunartímabilið. _ Ekki þarf lengi að leita til þess að sjá, að hin kalda hönd hins erlenda einveldis náði einn- ig til sveitarfélaganna. Þó var sjálfstæði þeirra miklu lengur virt en sjálfstæði Alþingis. Sveitarstjórnin sjálf hélst þó með litlum breytingum frá því sem verið hafði allt fram til 1781, en þá er nálega allt vald í sveitarmálefnum fengið í hendur umboðsmönnum konungs, sýslumönnunum. Vafalaust hefir sjálf hnign- unin átt drýgstan þáttinn i þeirri ráðstöfun, því tæplega var eftir miklu að slægjast fyrir konung með þeirri ráðstöfun. Fátæktin og vesaldómurinn, sem varð hér svo takmarkalaus á 17. og 18. öld, hefir vafalaust ruglað öll hin gömlu grundvall- arákvæði fyrir stjórn sveitar- málefna, svo þau hafa að mestu orðið óframkvæmanleg. Land- eignir komust mjög á fárra hendur, menntun almennings hrakaði, flakk, betl og hvers- konar vandræðaástand jókst stórlega, svo mjög erfitt hefir verið að fá til kjörna 5 menn í hverjum hreppi, jafnvel þó hreppar væru stækkaðir, og ])ví stærri sem hrepparnir urðu, því erfiðara var um allt samstarf hreppsnefndarmanna, vegna samgönguleysis þeirra tima. Niðurstaðan varð því sú að lokum, að hætt var að kjósa hreppsnefndarmennina, sem frá öndverðu höfðu verið kallaðir „hreppstjórar“,en í staðinnskip- aði sýslumaður einn eða tvo menn'í hverjum hrep])i til þess að gegna sveitarstjórnarstörf- um, og voru þeir áfram nefnd- ir þessu nafni. Hélst þetta fvrir- komulag fram til 1872, er rofa tók til í málefnum þjóðarinnar á ný og cndurrcisnartímabil ])að hófst, sem enn stendur yfir og nú er að ná í merkilegasta áfangastað sinn, með endur- heimt alls valds inn í landið og stofnun nýs íslenzks ])jóðveldis. Reykjavík.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.