Vísir - 17.06.1944, Blaðsíða 44
44
VÍSIR — Þ J ÓÐHÁTÍÐ ARBLAÐ
lifnaðarháttum — og ég vil
segja — menningu landsmanna
í framtíðinni.
Atvinnumál.
Hér hefi ég drepið á nokkur
mál, er sýna hvernig sveitarfé-
lögin hafa orðið brautryðjend-
ur hinna stórkostlegustu fram-
fara. Þau hafa kennt íbúum sín-
um, að með sameiginlegu átaki
og með því að taka á sig sam-
eiginlegar byrðar, er hægt að
lyfta hinum ótrúlegustu grettis-
tökum og ná hinum ákjósan-
legasta árangri.
Smágrein þessi leyfir ekki að
mikið fleira sé nefnt, en ekki
má þó með öllu sleppa að minn-
ast á tilraunir sveitarfélaganna
til þess að tryggja atvinnulíf
íbúa sinna með beinum aðgerð-
um í þeim efnum, og til að
skapa þeim vistleg híbýli. Mörg
sveitarfélaganna hafa á síðustu
árum lagt út í að tryggja at-
vinnulíf staða sinna á ýmsan
hátt, svo sem með útgerð, iðn-
aði, hraðfrystihúsabyggingum
o. m. fl.
Stærstu tilraunirnar um at-
vinnurekstur hafa gert kaup-
staðirnir Isafjörður og Hafnar-
fjörður, þó fjöldi smærri staða
hafi einnig reynt ýmislegt í þá
átt. En flest eru þetta ennþá
byrjunarspor, er sýna þó að vel
má athuga, hvort það er ekki
einmitt með aðstoð og atbeina
sveitarfélaganna, sem tryggja
má atvinnulíf þjóðarinnar, en
það verður það viðfangsefni,
sem Islendingar, eins og aðrar
þjóðir, verða að glíma við þeg-
ar í stað og núverandi ófriði
lýkur. Þau lítt skipulögðu og
oftast vanmetnu, en stundum
beinlínis ofsóttu átök eða til-
raunir, sem gerðar bafa verið í
þessum efnum af sveitarfélög-
unum, þykir mér þó ekki ólík-
legar til þess að verða að veru-
legu leyti sú undirstaða, sem
byggt verður á þegar þar að
kemur.
Byggíngamál.
Hin lélegu húsakynni, sem
aðkomnir fátæklingar hrófluðu
upp yfir sig og sína á lóðum
kaupstaða og kauptúna voru
ekki líkleg til að geta enzt til
frambúðar. Allt frá söguöld
hefir sá háttur verið á bygging-
armálum Islendinga, að hver
kynslóð hefir orðið að byggja
yfir sig, efni húsanna hefir ver-
ið svo endingarlitið. En við til-
komu kaupstaðanna, fyrst með
timburhús sín járnvarin og sið-
ar með steinhúsin, hafa bygg-
ingamál allra landsmanna kom-
izt inn á alveg nýjar brautir.
Þetta er þó ekki sveitarstjórn-
um né sveitarfélögum sérstak-
lega að þakka, heldur bæja- og
þorpamynduninni sjálfri og
framtaki einstaklinga par. En
aðalvandamálið er enn að
mestu óleyst og það er hvernig
hægt sé að tryggja öllum íbú-
um bæjanna og kauptúnanna
hollar og góðar framtíðaríbúðir.
Hér hafa sveitarfélögin sér-
staklega þó kaupstaðirnir —
lagt inn á nýja og merkilega
braut, þar sem er^ hinir svn-
nefndu verkamannabústaðir og
fyrirkomulagið á því, hvernig
menn geta eignazt slíkar íbúð-
ir, án þess að íþyngja um of
fjárhag sínum. Allt er þetta enn
á byrjunarstigi, enda mjög
skipulagslítið, en framtíðar-
lausn liúsnæðismálanna, bæði í
sveitum og kaupstöðum, mun
ekki lengi dragast héðan af og
þá er líklegt, að sú reynsla, sem
fengizt hefir í þessari grein af
verkamannabústöðum kaup-
staðanna komi í góðar þarfir.
Hitaveitan.
Þá skal að lokum aðeins
minnzt á það fyrirtækið, sem
allra einstæðast verður að telja
af öllum viðfangsefnum ís-
lenzkra sveitarfélaga fyrr og
síðar og sem jafnframt er hið
stærsta þeirra og dýrasta. Það
er hitaveitan í Reykjavík. Alger
ógerningur er að spá nokkru
um hvílíkri gerbyltingu það
fyrirtæki veldur hér sunnan-
lands sérstaklega, og nú þegar
er farið að athuga möguleik-
ana á notkun jarðhitans víðar.
Er það enn ein af mörgum
sönnunum þess, hvernig það
einmitt eru sveitarfélögin, sem
ryðja brautina til vaxandi sam-
starfs til almenningsheilla og
framfara.
IV.
Fjármál sveitarfélaganna.
Það mun vart teljast viðeig-
andi, að ekki sé fám orðum
minnzt á fjármál sveitarfélag-
anna, áður en línum þessum
lýkur. En ætti að ræða þau að
ráði, mundi til þess þurfa langa
grein, svo hér verður að stikla
á stóru.
Allt frá upphafi hafa sveitar-
félögunum verið ætlaðar frem-
ur takmarkaðar tckjur til starl'-
semi sinnar. I fvrstu höfðu þau
heldur vart nema einu máli að
sinna, sem hein útgjöld hafði i
för með sér, fátækraframfærsl-
unni, og enn er ]>að svo, að sá
liður er stærsti útgjaldaliður
jjeirra flestra.
Með vaxandi skilningi á því,
hversu mikilvægt, ])jóðfélags-
legt hlutverk sveitarfélögin
inna af hendi, hefir þetta þó
n.okkuð breytzt, sérstaklega bin
síðustu' árin. Ennþá er þó aðal-
tekjustofn allra sveitarfélaga
aðeins cinn, þ. e. beinu skattur
á tekjur manna og eignir út-
svörin illræmdu. Með þeim
verða sveitarfélögin að starfa,
og þeim verður þó að stilla í
hóf, ef ekki á ver að fara fyrir
þeim, sem skattabyrðina bera,
og þar með sveitarfélaginu
sjálfu.
Ctsvörin hafa alltaf verið að
vaxa að krónutölu og munu
hafa verið s.l. ár um 100 millj-
ónir króna á öllu landinu, ])ó
fullnaðar skýrslur liggi ekki
fyrir um það enn. Er slíkt mik-
ið fé, enda hafa þau margt að
borga.
Fram til 1929 mátti telja fjár-
hag sveitarfélaganna fremur
góðan víðast hvar. En í „krepp-
unni“ frá 1929- 1936 hrakaði
fjárhag sveitarfélaganna stór-
lega og á þau hlóðust miklar
skuldir. Aðaltekjustofninn
litsvörin brást þá ár eftir ár,
enda urðu þá fram að fara eins-
konar gjaldþrotaskipti bjá
mörgum sveitarfélögum og
öðrum varð að veita stórlán
með ríkisábyrgð til þess að
þeim yrði ekki gcngið fyrir van-
skil. Var þetta gert með svo-
nef ndum „Kreppulánas j óði
bæjar- og sveitarfélaga“ og var-
ið um 3 milljónum króna til
þessara fyrirgreiðslna. Mörg
sveit'arfélög voru þá algerlega
gjaldþrota á venjulegan mæli-
kvarða.
En eftir 1937—38 fór nokkuð
að rofa íil, en þó breyttist ekki
til verulegs batnaðar fyrr en
1940 og hefir siðan orðið gjör-
breyting á hjá nálega öllum
sveitarfélögum landsins. Sum,
sem áður voru á heljarþröm,
eru nú stórauðug á okkar mæli-
kvarða, og öll hafa þau bætt
hag sinn verulega, eftir því sem
séð verður.
Ilin mikla atvinna og bætt
afkoma allra stétta hefir auk
þess orðið til þess, að lækka fá-
tækraframfærsluna til muna,
en hún var og er þyngsta fjár-
hagsbyrði sveitarfélaganna. —
Fjölmörg sveitarfélög hafa auk
])ess fengið nýja tekjustofna,
— s. s. fasteignaskatt — og
fyrirtæki sveitarfélaganna hafa
skilað arði mörg hver, sem áð-
ur ýmist börðust í bökkum eða
voru rekin með tapi, sem þá
lenti á sveitarsjóði.
Nú, við tímamótin í Islands-
sögunni, er fjárhagur flestra
sveitarfélaga á Islandi betri en
hann hefir nokkuru sinni áður
verið í sögu þjóðarinnar.
V.
Gömlu sveitarfélögin.
Hér hefir þá verið gefið noklc-
urt yfirlit um þróunarsögu ís-
lenzkra sveitarmálefna. Þetta
litía yfirlit sýnir glögglega hver
Norðfjörður.