Vísir - 17.06.1944, Qupperneq 46

Vísir - 17.06.1944, Qupperneq 46
46 VÍSIR — ÞJÓÐHÁTÍÐARBLAÐ REYKJAVÍKUR APÓTEK. Afgreiðslusalur Rcykjavíkurapótcks. Árið 1760 verður löngum tal- ið merldsár i sögu íslenzkra heilbrigðismála, enda var Bjarni Pálsson það ár skipaður landlæknir á Islandi. En jafn- framt var honum gert að skyldu að reka lyfjabúð á heimili sínu, að vísu gegn sérstakri þóknun. Með stofnun þessarar lyfjabúð- ar hefst saga elztu lyfjab’úðar landsins, Reykjavíkur Apóteks, og er lyfjabúðin þar með líka auðvitað elzta starfandi fyrir- tæki þessa lands, vantar aðeins 16 ár á 200 ára aldur. Reykjavíkur Apótek hefir því algera sérstöðu, ekki einungis innan heilbrigðismála landsins, heldur einnig í verzlunarsög- unni, því að apótekið var á þeim tíma eina verzlunarfyrir- tæki, sem Islendingur rak, því að eins og kunnugt er, var land- ið þá enn í viðjum verzlunar- einokunar Dana, sem var eigi aflétt fyrr en löngu síðar. Bjarni Pálsson landlæknir sat í Nesi við Seltjörn. Þar rak hann lyfjabúðina i 10 ár, unz aðstoðarmaður hans,- Björn Jónsson, tók við rekstri hennar. Björn vildi fá leyfi til að flytja lyfjabúðina til Reykjavíkur, en þess var synjað. Rak hann lyf ja- búðina því áfram í Nesi til 1799, er hann andaðist. Næsti apótek- ari varð Magnús Ormsson, sexri tók við lyf jabúðinni af Birni, en hagn rak hana aðeins í 2 ár. Árið 1801 tók Guðbrandur Vigfússon við lyfjabúðinni, og um sömu mundir fékkst loksins Ieyfi til að flytja hana til Reykjavíkur. Þó fór svo, að Guðbrandur sat í Nesi jafnan og rak lyfjabúðina þar í 21 ár. Mun hann hafa verið orðinn heimavanur í Nesi, því að við lyfjabúðina hafði hann starfað þar alla tíð frá 1788. Að Guð- brandi látnum, 1823, tók Odd- ur Thorarensen við lyfjabúð- inni. Hann rak hana áfram í Nesi í 10 ár, eða fram til 1833, og þá var hún loks flutt til Reykjavíkur. Oddur lét byggja gamla apótekshúsið við Austur- völl, þar sem nú er Thorvald- sensstræti 6. I því húsi var apó- tekið rekið í næstum hundrað ár, eða þar til núverandi eig- andi, Þorsteinn Sch. Thorsteins- son, keypti húseígnina Austur- stræti 16 og flutti apótekið þangað í febrúar 1930. Oddur Thorarensen rak apó- tekið aðeins skamma stund eftir að það fluttist til Reykjavikur, því að 1836 seldi hann það J. G. Möller, en fluttist sjálfur til Ak- ureyrar. En með þessari sölu hefst raunverulega nýtt tímabil í sögu apóteksins, því að upp frá þessu liefst „danska tima- bilið“ í sögu þess, og stend- ur það i 83 ár, eða til 1919, þegar Þorsteinn Sch. Thor- steinsson kaupir apótekið af P. O. Christensen lyfsala. Á þessu tímabili voru lyfsalar þessir: J. G. Möller 1836—50, Randrup lyfsali 1850—77, Krúg- er 1877-90, E. H. Tvede 1890 —98, Olsen 1898—99, Michael Lund 1899—1911 og P. O. Christensen 1911—1919. Það getur verið fróðlegt að athuga, hversu apótekið hefir stigið í verði með árunum. Sagt er að þegar Oddur Thoraren- sen, sem var hinn fyrsti lyfsali, sem rak fyrirtækið sem eigin eign, seldi Möller, hafi hann tek- ið 80 dali fyrir lyfsöluleyfið, en húseignina seldi hann á 10.000 d. Árið 1877 var lyfjabúðin (húseign og réttindi) seld á 50.000 kr„ 1890 á 85.000 kr„ 1898 á 115.000 kr„ ári seinna á 120.000 kr. og 1911 á 180.000 kr„ en nú síðast á 300 þús. kr. Um núverandi verð stofnunár- innar er fátt vitað og verður eigi, fyrr en hún verður aftur seld. En Jiað má telja stærsta stökkið í framþróun apóteksins, þegar J>að var flutt úr gamla húsinu við Austurvöll í húsið á horni Pósthússstrætis og Aust- urstrætis, Jxar sem það hefir hafzt við i 14 ár og á væntan- lega eftir að staldra lengi við. Forstöðumaður apóteksins hafði lengi ætlað sér að afla fyrirtækinu rúmbetri húsa- kynna, en verulega gott tæki- færi bauðst ekki, fyrr en hann gat fest kaup á þessu myndar- legasta stórhýsi bæjarins, sem þá var. Var þá tekið til óspilltra mál- anna að búa húsið undir flutn- ing lyfjabúðarinnar. Neðsta hæðin var öll tekin undir apó- teksrekstur og einnig allur kjall- ari og viðbygging. Húsnæðið, sem næst lá gatnamótum á sjálfu horni hússins, var tekið undir sjálfa lyfjabúðina og snyrtivörudeild hennar. Var þar á hinn smekklegasla og haganT legasta hátt komið fyrir af- greiðsluborðum og öllum þeim ótölulega fjölda af skúffum og hyllum, sem í lyfjabúð þurfa -að vera. Er Jxeim, sem Jjetta rit- ar, ennþá minnisstætt, hversu tíðindamönnum varð starsýnt á hin nýju húsakynni, þegar þau voru fyrst sýnd opinberlega. Húsnæðið frá snyrti- og hjúkrunarvörudeildinni og með- fram Pósthússtræti var fyrst í stað leigt öðrum, og var ]>ar m. a. fyrst rekinn Hressingarskál- inn, hið góðkunna veitingahús. Siðar hafði Kolasalan þar skrif- stofur. En nú hefir rekstur lyfjabúðarinnar fyrir löngu tek- ið allt það húsnæði undir sig, og mun ekki af veita. Það er einkum snyrti- og hjúkrunarvörudeildin, sem grætt hefir á hinu aukna hús- næði. Þegar apótekið var flutt í hið nýja húsnæði var það ráð tekið að skilja þessa deild frá sjálfri lyfjabúðinni, enda giltu um l'lestar vörur hennar sömu ákvæði og almenna verzlun, og mátti til dæmis ekki selja þau utan Jxess tíma, er sölubúðir voru opnar. Var það þvi til ó- þæginda- að hafa þær á boð- stólum innan um lyfjavörur, en hinni nýju deild var hægt að loka á sama tíma og öðrum verzlunum. Deild þessi var litil fyrst í stað, en óx brátt og margfaldaðist, og veitir henni nú síður en svo af hinu aukna húsnæði, enda eru þar á boð- stólum allar helztu og þekkt- ustu fegrunar- og snyrtivörur, þar á meðal ýmis heimsfræg merki, sem deildin hefir einka- sölu á. Það er því engin furða, þótt konur á öllum aldri geri sér tíðfarið í þessa smekklegu sölubúð. Myndin hér að ofan sýnir af- afgreiðslusal lyfjabúðarinnar. Á austurvegg hans getur að líta skrá yfir alla lyfsala þá, er apó- tekið hafa rekið, allt frá Bjarna Pálssyni til Þorsteins Sch. Thorsteinssonar. Myndin er tek- in úr eftirlitsbók apóteksins, því bindi, er hófst, er apóteldð var flutt í sitt nýja hús. En eldri bindi þeirrar eftirlitsbókar eru fróðlegur lestur og merkilegar heimildir. Þau eru vel komin í höndum Þorsteins lyfsala, sem auk annarra áhugamála hefir alveg sérstakt yndi af bókum alveg sérstakt yndi af bókum, fornum og nýjum, og er eigandi að einhverju myndarlegasta enikabókasafni þessa lands. Þorsteinn lyfsali hefir nú rek- ið apótekið í nærfellt 25 ár af sínum alkunna myndarskap. Hann er hættur að afgreiða í lyfjabúðinni eins og hann gerði áðuí fyr, en gæfu hefir hann borið til að afla sér starfs- manna, sem haldið hafa á lofti því góða orði, sem apótekið hafði aflað sér. Hefir hann því getað sinnt ýmsum störfum öðrum en rekstri lyfjabúðar- innar. En hann mun eigi vilj- ándi láta af lyfsölu fyrr en árið 1960, þegar Reykjavíkur Apótek getur fagnað 200 ára af- mæli sínu og um leið minnzt merkilegs og sérstæðs tímabils í sögu íslenzkra heilbrigðismála — og sögu Islands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Vísir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.