Vísir - 17.06.1944, Side 61

Vísir - 17.06.1944, Side 61
VÍSIR ÞJiÓÐHÁTlÐARBLAÐ 61 Davíð Óla fsson: \ Sjávarútvegurinn 1874-1944 Stutt yfirlit. Nítjánda öldin var vakpinga- timabil í sögu íslenzku þjóðar- innar. Margra alda þrotlaus kúgun og hörmuleg lífsskilyrði höfðu ekki megnað að lama þjóðina til fulls. Þyturinn af frelsishreyfingum Evrópu barst til landsins og þjóðin tók að vakna og finna til máttar síns. Henni fæddust glæsilegir for- ingjar, sem börðust fyrir frelsi á öllum sviðum, þjóðinni til handa. Einn hinn fyrsti og þýðing- armesti árangur þessarar frels- isbaráttu var, er verzlunin var gefin frjáls með öllu árið 1854. Með því var skapað eitt veiga- mesta skilyrðið til eflingar þeim atvinnuvegi og þá um leið öðr- um atvinnuvegum eltki síður. Leið ^igi á löngu þar til árang- ur þessarar ráðstöfunar fór að koma í ljós. íslendingar tóku nú sjálfir að stunda verzlun, þó í smáum stíl væri, og í stað þess að hinir dönsku kaupmenn höfðu flutt fjármagn það, er þeir höfðu upp úr verzlun sinni á Islandi, til Danmerkur, varð fjármagn hinna islenzku kaup- manna að mestu kyrrt í land- inu og nutu aðrir atvinnuvegir hrátt góðs af því, einkum þó útvegurinn. Enn einn áfangi á braut frels- isbaráttunnar vár, er Islend- ingar fengu sína fyrstu stjórn- arskrá árið 1874. Kom það skýrt í Ijós síðar, að þessi atburður hafði víðtæka þýðingu fyrir alla efnahagsstarfsemi í land- inu. Er tímabil það, sem liðið er frá 1874, mesta framfaratíma- bil í sögu þjóðarinnar. Vart munu framfarirnar nokkurs staðar hafa verið stórfelldari en einmitt í sjávarútveginum, og skal nú leitazt við að sýna í fáum dráttum þróun þá, sem orðið hefir. Fiskiskipastóllinn. Það, sem hmdraði mest alla atvinnustarfsemi í landinu, var lengi vel fátækt landsmanna og hið mjög svo takniarkaða fjár- magn, sem þeir gátu ráðið yfir. Nokkur bót var ráðin á þessu með stofnun Landshankans ár- ið 1885, en einnig kom allmikið fjármagn lir verzluninni í sjáv- arútveginn, eftir því, sem Is- lendingar juku sinn hluta í verzlunarstarfseminni. En sam- fara þessu átti sér einnig stað önnur þróun, sem hafði mikla þýðingu fyrir sjávarútveginn. Gufuaflið var að halda innreið sína í fiskveiðarnar. Á áttunda tug aldarinnar voru fyrst gerð- ar tilraunir i Bretlandi með gufuvélar í fiskiskipum, en það var ekki fyrr en siðustu tutt- ugu ár aldarinnar, að gufuaflið var þannig almennt tekið í þjónustu fiskveiðanna þar í landi. Þetta hafði það í för með sér, að Bretar vildu losa sig við seglskipin, sem nú voru orðin úrelt, við komu gufuvél- arinnar. Baúðst Islendingum þarna ágætt tækifæri til að afla sér skipa, sem hæfðu að ýmsu leyti vel þeim aðstæðum, sem hér voru þá ríkjandi, þar sem þau voru ekki dýrari en svo, að hið takmarkaða fjármagn, sem fyrir hendi var, fékk þar notið sín. Fram til þess tíma höfðu fisk- veiðar verið stundaðar hér nær eingöngu á áraskipum. Þilskip höfðu að vísu þekkzt frá því seint á 18. öld, en bæði voru þau fá og smá. En tala þeirra óx hröðum skrefum síðustu tvo tugi 19. aldarinnar. Árið 1871 voru þau talin 63 á öllu land- inu, en voru um aldamótin orð- in 104. Flest urzu þessi skip ár- ið 1906 og voru þá 169 að tölu. En þessi fyrsta þilskipaútgerð Islendinga í stærri stil var að- eins upphafið að því, er koma átti. Brátt fór að líða að því, að landsmenn hefðu svo mikil fjárráð, að þeir gætu farið að hugsa til kaupa á stærri og betri skipum, og þá fyrst og fremst gufuskipum, og nokkru siðar vélskipum, en þau tóku nú að ryðja sér til rúms. Má sjá á I. mynd hver þróunin hefir orðið í þessu tilliti á tímabilinu 1897— 1943. Snemma á tíunda tug nítj- ándu aldar hófu Englendingar botnvörpuveiðar hér við land. Islenzkum fiskimönnum þótti þessi nýju veiðitæki æði stór- tæk og litu þau yfirleitt óhýru auga. Brátt kom þó að því, að framsýnir menn sáu fram á, að Islendingar mættu eigi láta við svo búið standa, en nauðsynlegt væri að þeir öfluðu sér skipa til botnvörpuveiða, en létu eigi út- lendinga eina um notkun þessa stórtæka veiðitækis hér við land. Árið 1899 var fyrst hafin togaraútgerð frá landinu, en nær eingöngu með dönsku og hrezku fjármagni. Þessi fyrsti vísir til togaraútgerðar á Islandi varð mjög skammlífur, enda gekk útgerðin af ýmsum ástæð- um illa. Liðu nú nokkur ár þar til nýjar tilraunir voru hafnar og nú voru það Islendingar sjálfir, sem áttu skipin. Auk þess, sem allmikið fjár- mágn kom frá þilskipaútgerð- inni, rýmkaðist mjög mikið á þessu sviði, er Islandshanki var stofnaður árið 1903. Enn frem- ur var það mönnum hvatning lil nýrra og stærri átaka, er stjórnin var flutt inn í landið árið 1904. Kom þá fram það, sem hefir sýnt sig hæði fyrr og síðar, að með vaxandi stjórnar- farslegu frelsi þjóðarinnar, hef- ir dugur hennar til fram- kvæmda vaxið og l'ramfarirnar aukizt, og svo mun enn verða. Árið 1904 var fyrsti togarinn keyptur til landsins. Var það gamalt skip. En árið 1907 kom fyrsti togarinn til landsins, sem byggður var fyrir islenzkt fé- lag. Eftir það fjölgar togurun- um hér á landi æði ört, fram undir heimsstyrjöldina fyrri. I styrjöldinni, árið 1917, minnk- aði togaraflotinn um meir en helming, að rúmlestatölu, er 10 skip voru seld til Frakklands. Kemur þetta fram á árinu 1918, er rúmlestatala togaraflotans var ekki nema rúmlega 2000 á móti rúmlega 5000 áður en sal- an fór fram. Þegar að styrjöld- inni lokinni hófst endurnýjun á flotanum og fjöldi nýrra sldpa hættist í hópinn hin næstu ár. Ilélt sú aukning því nær óslitið áfram næsta áratuginn. Upp frá því hefir togaraflotinn að heila má stöðugt verið að ganga sam- an. Ilin gömlu skip hafa smátl og smátt týnt tölunni, en ný skip ekki hætzt í hópinn, sve teljandi sé. Einkum hefir þessi þróun niður á við verið mjög Rúmlestatala fiskiskipastólsins 1897—1943. (Heimildir þær, sem til eru um rúmlestatölu fiskiskipa- stólsins, eru ekki með öllu öruggar, svo að sleekkjur munu vera einhverjar, en þó eigi svo stórvægi- legar, að nokkrn verulegu skakki um heildarþróun þá, sem myndin sýnir.) 16
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.