Vísir - 17.06.1944, Side 85

Vísir - 17.06.1944, Side 85
VÍSIR — ÞJÓfc .ÁTÍÐARBLAÐ i! 85 Egill Vilhjálmsson h.f „ALLT Á SAMA STAÐ". Mynd af fyrirtækinu. Stór fólksflutningabíll í smíðum 1939. Fyrirtækið Egill Vilhjálms- son h.f. er eitt þekktasta verzl- unarfyrirtæki þessa bæjar, enda eitt hið stærsta. I sinni grein er það hið langstærsta hér á landi. Fyrirtækið var stofnað 1930 af Agli Vilhjálmssyni. Hann er einn af fyrstu stofnendum og aðalhluthöfum í Bifreiðastöð Reykjavíkur, sem stofnuð var árið 1921. Mun Egill hafa verið einn af fyrstu bifreiðarstjórum, sem óku bifreið í þessum bæ, enda er ökusldrteini hans núm- er 3. En Agli nægði ekki að vera einungis ökumaður. Hann skildi strax hvaða þýðingu bif- reiðarnar mundu hafa fyrir Is- lendinga í framtiðinni og nauð- syn væri á að bifreiðainnflutn- ingur til landsins ykist að mikl- um mun og að vandað yrði til þeirra tegunda, sem fluttar væru inn, til að ahnenningur fengi trú á þessum flutninga- tækjum. Ýmsar þjóðir voru þá farnar að framleiða bifreiðar, en Egill vissi að nauðsynlegt var að flytja inn tegundir, sem byggðar væru með notkun í fjallalandi, svipuð Islandi, fyrir augum. Italir höfðu um þessar mundir hafið framleiðslu á bif- reiðategund, sem var talin end- ingargóð og vel við hæfi þeirra samgönguskilyrða, sem eru í þeirra fjöllótta landi. Á þessari tegund, er nefndist Fiat og framleidd var i Torio, hóf Eg- ill innflutning 1924 og voru það fyrstu stóru vagnarnir, sem hér voru í förum og tóku 14 manns í sæti. Þannig liðu nokk- ur ár. Bifreiðaframleiðslan varð stöðugt fullkomnari frá ári til árs í hinum einstöku löndum, sérstaklega fleygði henni fram með risaskrefum í Bandaríkjum Norður-Ameríku. Á þessum ár- um fór Egill Vilhjálmsson vest- ur um haf til að kynna sér rekstur fullkominna viðgerðar- stöðva hjá Bandaríkjamönnum, og eftir að hann kom heim, eða árið 1927, hóf hann innflutning á bifreiðum frá Ameríku og hef- ir alltaf verið umboðsmaður Studebaker-bifreiða þaðan frá þeim tíma. Húsnæði fyrirtækisins. Jafnframt því, sem notkun bifreiða og bifreiðainnflutning- ur óx til landsins, dafnaði fyrir- tæki Egils og árið 1930 var svo - komið, að hann gat hvergi feng- ið leigt nógu stórt húsnæði fyr- ir það. Hann réðist þá í að byggja stórt hús yfir fyrirtækið á Grettisgötu 16. En það varð strax of lítið. Tveimur árum síð- ar, eða árið 1932, varð Egill að byggja nýja byggingu yfir fyr- irtækið, vegna þess að fyrsta byggingin var orðin alltof lítil. I þetta sinn var byggt stórhýsi á horninu á Laugavegi og Rauð- arárstíg. Er þetta hið mesta stórhýsi og áreiðanlega hið stærsta sinnar tegundar hér á landi. Er gólfflötur þess um 3 þúsund fermetrar samanlagt. — Jafnframt því, að byggja þetta stórhýsi, seldi fyrirtækið bygg- inguna við Grettisgötu. Síðan 1932 hefir stöðugt verið aukið við bygginguna við Rauðarár- stíg. Meðal annars var stórt yf- irbyggingarverkstæði byggt þar 1938 og 1939 var reist þar smurningshús fyrir bifreiðar. Þrátt fyrir allar þessar bygg- ingar, sem fyrirtækið hefir yfir að ráða, er húsnæði þess nú þegar of lítið og er á prjónunvun að tryggja sér yfirráð og eign- arrétt á allstóru lóðasvæði á- föstu við byggingar fyrirtækis- ins við Rauðarárstíg. Mun gólf- flötur bygginganna skipta tug- um þúsunda fermetra, þegar þær eru fullgerðar. Starfsemin fyrr og síðar. Það hefir verið stefna þessa fyrirtækis frá því fyrsta, að leit- ast við að hafa á boðstólum sem flestar þær tegundir af vara- og viðhaldshlutum til bifreiða, sem kostur hefir verið á að fá inn- flutt til landsins. 1 öndverðu gerði fyrirtækið líka að kjör- orði sínu m. a.: „Allt á sama stað“. Má gera ráð fyrir að þessi viðleitni, ásamt óumdeil- anlegri vinnuvöndun fyrirtækis- ins frá því fyrsta, eigi sinn mikla þátt í vinsældum þess meðal þeirra, sem þurft hafa að njóta þjónustu þess fyrr og síðar. Verzlun með bifreiðar og bifreiðahluti. Það leiðir af sjálfu sér, að starfsemi fyrirtækisins hefir frá öndverðu verið afar fjölþætt. 1 fyrsta lagi hefir það rekið mjög umsvifamikla verzlun með bif- reiðar og varahluti í bifreiðar. Er sú deild liin elzta og stærsta innan fyrirtækisins. Þá hefir fyrirtækið annazt bifreiðayfir- byggingar og var eitt af því fyrsta að hefja slíka starfsemi hér. Hefir það séð um yfirbygg- ingar á langflestum bifreiðum, sem nú eru notaðar í langferðir úti um land, og einnig fjölda bifreiða, sem eru notaðar í styttri ferðir. Bifreiðaviðgerðir og málning. Einn af starfsþáttum fyrir- tækisins og einn sá elzti, er við- gerð bifreiða og málning. Hefir fyrirtækið jafnan haft á að sldpa færustu mönnúm í þess- um efnum og jafnan haft mildu fleiri beiðnir mn bifreiðavið- gerðir en unnt hefir verið að komast yfir að sinna, þótt reynt hafi verið að greiða úr þannig vandræðum eftir beztu getu af hálfu fyrirtækisins. Ennfremur hefir smurningsstöð og benzín- sala verið rekin á vegum fyrir- tækisins um langt skeið. Er ben- zínsala þess með því umfangs- mesta, sem þekkist á landinu í þeim efnum. Þá annaðist fyrir- tækið samsetningu á yfir hundr- að bifreiðum, sem fluttar voru inn ósamse.ttar frá Ameríku til landsins. Reynist sú vinna afar vel og telur framkvæmdastjóri fyrirtækisins að vel geti lcomið til mála að flytja inn fólks- flutningsbifreiðar þannig ósam- settar og setja þær saman hér heima fyrir minna verð en að kaupa þær fullgerðar erlendis. Fyrirtækinu breytt I hlutafélag. 1 marzmánuði 1939 var fyrir- tækinu breytt í lilutafélag. Þangað til hafði Egill Vilhjálms- son verið eigandi þess og fram- kvæmdastjóri. Hann hefir einn- ig verið framkvæmdastjóri þess síðan því var breytt í hlutafélag. Fyrirtækið veitir nú um 100 manns atvinnu að staðaldri og er í stöðugum vexti eins og fyrr er sagt. Þegar styrjöldinni lýk- ur og auðveldara verður með ýmsar athafnir á ný mun fyrir- tækið enn auka starfsemi sína með nýjum byggingum og fleiri starfsgreinum. Má því vænta þess, að sú margþætta þjónusta, sem það hefir látið viðskipta- vinum sínum í té fram að þessu, njóti sizt af öllu minni vinsælda en verið hefir. 22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Vísir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.