Morgunblaðið - 05.05.1999, Page 4

Morgunblaðið - 05.05.1999, Page 4
4 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Bændur í uppsveitum Árnessýslu ósáttir við kröfur óbyggðanefndar Sönnunarbyrð- inni snúið við Bændur jafnsettir ríkisvaldinu, segir formaður ó bvggðanefndar BÆNDUR á jörðum í uppsveitum Árnessýslu, sem land eiga að afrétt- inum, eru ósáttir við að þuifa að lýsa landakröfum fyrir óbyggðanefnd og telja að með því sé sönnunarbyrð- inni snúið við. Kristján Torfason, formaður óbyggðanefndar, segir að þessi framgangsmáti sé í samræmi við ákvæði laganna og bændur séu jafnsettir ríkisvaldinu í þessum efn- um, sem einnig þurfi að lýsa kröfum sínum. Margeú- Ingólfsson, formaður hreppsráðs Biskupstungnahrepps, segir að bændur séu mjög ósáttir við það að óbyggðanefnd fari fram á að eigendur efstu jarða og hreppnum, sem sé eigandi að afréttinum, sé gert að leggja í heilmikinn kostnað til þess að sanna eign sína á landinu í stað þess að óbyggðanefnd geri ákveðnar kröfur og bændur verji sig. Sönnunarbyrðinni sé snúið við. Allt í einu þurfí bændur að sækja eignarrétt á lawndi sínu til þess að hann haldist. Þeir þui-fí að fá sér lög- fræðinga til að lýsa kröfum sínum, en kröfur bænda séu ekki aðrar en þær að fá að eiga lönd sín áfram sem þeir séu þinglýstir eigendur að. Þeim fínnist það öfugsnúið að þurfa að sækja rétt sinn með þessum hætti. Óbyggðanefnd auglýsti í Lögbirt- ingablaðinu 5. mars síðastliðinn eftir kröfum bænda á öllum bæjum í upp- sveitum Arnessýslu, sem eiga land að hálendinu og er gefínn þriggja mánaða frestur til þess. Um er að ræða þrjá aðila í Þingvallasveit, 13 í Grímsnes- og Grafningshreppi, 19 í Laugardalshreppi, 22 í Biskups- tungnahreppi, 8 í Hrunamanna- hreppi og 14 í Gnúpverjahreppi. Nefndin byrjar starf sitt í Árnes- sýslu, en aðrar sýslur landsins munu fylgja í kjölfarið. Kristján Torfason, formaður óbyggðanefndar, segir að sam- kvæmt lögunum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóð- lendna og afrétta sé gert ráð fyrir því að menn lýsi kröfum sínum. Hvað þetta snertir séu bændur jafn- settir ríkisvaldinu sem einnig þurfi að lýsa sínum kröfum. Nefndinni sé ætlað að skera úr ágreiningi um eignarmörk milli ríkisins og ein- stakra bænda eða jarðeigenda. Til þess verði að koma fram hvað menn telji sig eiga þannig að hægt sé að taka afstöðu til þess hvort farið sé með rétt mál eða ekki. Alveg það sama eigi við um fjármálaráðuneytið sem fari með þessa hagsmunagæslu af hálfu ríkisins. Kristján sagði aðspurður hvort ekki væri um hreinar og klárar eignaheimildir að ræða í þessum efnum í mörgum tilfellum að um gæti verið að ræða svokölluð landa- merkjabref sem flestöll hefðu verið samin á áranum 1880-90. í sumum tilvikum væri vafamál hvaða örnefni væri miðað við og annað þess háttar. Þá væri samkvæmt landamerkjalög- unum gert ráð fyrir að þeir sem ættu aðliggjandi land samþykktu landamerkjalínuna, en enginn hefði verið til þess að samþykkja línuna upp til fjalla. Það væri sú lína sem óbyggðanefnd væri uppálagt að fínna. Hann sagði að upphaflega hefði verið gert ráð fýrir að kröfur bænda yrðu hnitasettar, en þeir hefðu séð að það yrði erfiðleikum bundið og mikill kostnaður því samfara fyrir bændur og þess vegna hefði verið ákveðið að þeir skiluðu sínum kröf- um dregnum inn á kort, þar sem til- greind væru þau kennileiti sem mörkin væra miðuð við. Krían komin í ósinn KRIAN er komin í ós Blöndu og er hún að sögn kunnugra frekar snemma á ferðínni í ár, en til hennar sást 3. maí. í huga margra er koma kríunnar end- anleg staðfesting á því að vorið sé komið og eins og viðrað hef- ur að undanförnu er á því eng- inn vafí. Flestir farfuglar eru komnir í Húnaþing og blómstr- ar ástin í náttúrunni sem aldrei fyrr og ef fram heldur sem horfír kemst margur fuglinn á legg með hækkandi sól. Það er mál manna að bæði hafí fjöl- breytni fuglategunda aukist og fjöldinn hafí sjaldan verið meiri hin allra síðustu ár. Glaðbeittur Húnvetningur hafði á orði að fuglunum fjölgaði á landsbyggð- inni þrátt fyrir fólksflóttann á suðvesturhornið. Ríkið sýknað af skaðabötakröfu Franklíns Steiners ÍSLENSKA ríkið var sýknað af einnar milljónar króna skaðabóta- kröfu Franklíns Kristins Steiners í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Krafðist stefnandi bóta vegna ólögmætrar handtöku og ólögmætr- ar líkamsleitar og leitar í bifreið, svo og ólögmæts og ástæðulauss harð- ræðis við framkvæmd handtökunnar að kvöldi hins 3. október 1997. Fallist á álit ríkissaksóknara Stefnandi hélt því fram að hand- takan hefði farið fram á grófan og harðneskjulegan hátt enda þótt stefnandi hefði ekki veitt neina and- spyi’nu og raunar lagt sig allan fram um að sýna lögreglumönnunum fyllstu kurteisi. Hafí stefnandi verið með þriggja ára gamlan son sinn í bifreiðinni. Hafi barnið orðið skelf- ingu lostið við aðfarir lögreglumanna en þeir hafi ekki sýnt því neina nær- gætni og hafí þeir virst ætla að skilja það eftir umhirðulaust á götunni. Svo heppilega hafí viljað til að kona, sem stefnandi þekkir, tók bamið að sér á heimili sitt hjá vettvangi hand- tökunnar. Þótt dómari féllist á álit ríkissak- sóknara sem kom fram í bréfí hans hinn 10. ágúst, að lögreglunni hafí ekki verið heimilt að handtaka stefn- anda í þetta sinn með visan til 1. mgr. 97. gr laga nr. 19/1991 komst dómari að þeirri niðurstöðu að á hitt bæri að líta, að stefnandi væri marg- dæmdur fíkniefnasali og haií ekki viljað upplýsa fvrir rétti af hverju hann hefði framfæri sitt. í læknisvottorði sem lagt var fram í málinu af hálfu stefnanda, sagði m.a. að roði um úlnliði stefnanda gæti samrýmst minni háttar blæð- ingu en áverkamir hefðu ekki þarfn- ast meðferðar. Þeir lögreglumenn sem sáu um handtökuna og leit á honum sögðu að stefnandi hefði ekki verið beittui- neinum hrottaskap. Af þessu var ályktað að athafnir lög- reglunnar hefðu ekki verið harðari en gengur og gerist við handtöku fíkniefnasala og nauðsynlegai' eru til öryggis. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Verðfall á æðardún Ekki séð fyrir endann á verðlækkun „FYRIR síðustu sölu fékk ég 37 þúsund krónur á hvert kíló en það var um 60 þúsund þegar það var sem hæst,“ segir Jónas Helgason, æðarbóndi og stjórnarmaður í Æð- arræktarfélagi Islands. Undanfarið hefur borið á verðfalli á dún, sem sumir vilja kalla verðhrun. Verð á dún er sveiflukennt, en Sigtryggur Rósmar Eyþórsson, formaður Fé- lags æðardúnsútflytjenda, telur verðfallið nú einkum stafa af því að hópur útflytjenda hafí verið of fljótur á sér að bjóða lægra verð, auk þess sem kreppan í Asíu hafí haft einhver áhrif. „Þetta er þriðja verðfallið á þeim tuttugu árum sem ég hef verið við dúnsölu," segir Sigtryggur. Dún- verð komst í hámark fyrir rúmu ári og segir Sigtryggur að verðið hafí verið komið í sögulegt hámark og því ljóst að það héldist ekki að ei- lífu. „Eg hafði hins vegar vonast til að það héldist lengur en raun varð á. Við höfum ekki gert upp við bændur fyrir lægra verð en 45 þús- und krónur á kíló og höfum því ekki getað selt, en aðrir útflytjend- ur hafa greitt lægra verð til bænda.“ Sigtryggur sagðist vona að hreyfíng kæmist á söluna ekki seinna en í haust en þá taka sæng- urframleiðendur að undirbúa sig fyrir jólasöluna sem er vertíð sængursala. Ársframleiðsla af dún á íslandi er venjulega um 3 þúsund kíló á ári en í fyrra vora aðeins flutt út 2.100 kíló sem að sögn Sigtryggs stafar af því að kreppunnar tók að gæta síðari hluta ársins. Samdrátturinn nam því um 30 prósentum. Nú í upphafi dúntekjuvertíðar eru enn eftir óseld í landinu um 900 kfló. Ekki era þó allir, sem sitja uppi með óseldan dún, heldur álíta sig hafa selt dún á verði sem mark- aðurinn geti sætt sig við. 400 jarðir með æðarvarp Um þriðjungur útflutningsins fer til Japans og álíka mikið til Þýskalands. Japansmarkaður er mikilvægastur því þýsku kaupend- urnir selja á Japansmarkað. Dúnn er munaðarvara og þar með við- kvæmur fyrir aðstæðum á mark- aðssvæðunum. “í góðu ári kemst dúntekjan í 70-80 kíló hjá mér,“ segir Jónas, sem að mestu byggir afkomu sína á dúntekju í Æðey. „Eg er aðeins með sýnishorn af búskap þess ut- an.“ Þegar allt er talið eru um 400 jarðir með eitthvað æðarvarp en sumar þeirra eru í eigu fleiri en eins aðila og dúntekjan mis- mikil. Til að sleppa við verðsveifiur segir Jónas að æskilegt sé að koma á fastara verði. Um það séu við- ræður í gangi og segist hann vona að um þetta náist samningar við erlenda kaupendur. Aðeins fáir stórir aðilar í heim- inum versla með dún. Þeir hafa með sér sölusamtök, International Down & Feather Bureau, IDFB. Islensku sölusamtökin voru stofn- uð 1997, er IDFB héldu hér árs- fund sinn og starfa þau innan Sam- taka verslunarinnar. Alls fást um tíu íslenskir aðilar við útflutning æðardúns. Fimm þeirra eru í sölu- samtökunum. SAN Francisco-ballett- inn undir stjórn Helga Tómassonar sýnir upp- færslu Helga á Svana- vatninu á Listahátíð í Reykjavík í maí árið 2000. Hingaðkoma ball- ettsins er samstarfs- verkefni Reykjavíkur - menningarborgar Evr- ópu og Listahátíðar. Um sjötíu manna hópur kemur hingað til lands frá San Francisco, þar af rúm- lega fimmtíu dansarar. Fimm sýningar eru ráðgerðar á ballettin- um í Borgarleikhúsinu, dagana 26.-28. maí 2000. Viðburðurinn er einn af hápunktum menningarborgar- ársins og einn sá stærsti, ef ekki sá allra stærsti á Listahátíð, að sögn Svanhildar Konráðsdóttur, kynn- ingarstjóra menningar- borgarinnar. Hún segir að hér sé á ferð eitt af þeim verkefnum sem Listahátíð hefði að öllu jöfnu ekki getað staðið í, þar sem það sé dýrt og umfangsmikið, en með fjárstuðningi menningarborgarinnar reynist unnt að gera drauminn að veruleika. Ballettinn Svanavatn- ið við tónlist Tsja- kovskijs var frumflutt- ur í Bolsjoi leikhúsinu í Moskvu árið 1877. Nokkrir þekktir dans- höfundar hafa koinið við sögu hans síðan, en uppfærsla Helga Tóm- assonar á Svanavatn- inu, sem frumsýnd var í San Francisco árið 1988, er ein allra vinsælasta uppfærsla San Francisco-ballettsins. San Francisco-ballettinn á Listahátíð í Reykjavík 2000 Sýnir Svanavatnið í Borgarleikhúsinu Helgi Tómasson, listrænn stjórnandi San Francisco- ballettsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.