Morgunblaðið - 05.05.1999, Page 31

Morgunblaðið - 05.05.1999, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ ERLENT MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 31 Var árásunum ætlað að hjálpa Milosevic? London. The Daily Telegraph. Reuters SERBAR með mynd af Ieiðtoganum. Milosevic hefur verið kallaður Slátr- arinn á Balkanskaga, nýr Hitler og striðsglæpamaður en þó telja sumir, að hann sé jafnvel skárri en þjóðemisöfgamennimir í kringum hann. MARKMIÐIN Talið var að Milosevic einn gæti samið um Kosovo og það átti að auðvelda honum með mjög takmörkuðum að- gerðum af hálfu NATO. ÞEGAR NATO hóf loftárásir á Júgóslavíu voru markmið banda- lagsins skýr og afmörkuð. Tilgang- urinn með þeim var ekki að tryggja sjálfstæði Kosovo eða steypa af stóli Slobodan Milosevic, manninum, sem oft hefur verið kallaður Slátrarinn á Balkanskaga, nýr Hitler eða stríðs- glæpamaðurinn. Hann var þvert á móti að styrkja stöðu hans meðal Serba. Bandaríkjastjórn með Madeleine Albright utanríkisráðheira í broddi fylkingar hélt því fram, að aðeins Milosevic gæti beitt sér fyrir lausn á Kosovo-deilunni. Serbneska stjórn- arandstaðan væri í raun enn harðari á því en hann að halda Kosovo hvað sem það kostaði. Til að gera Milos- evic kleift að fallast á Rambouillet- samninginn yrði hann að hafa þá af- sökun, að ekki væri annarra kosta völ, og loftárásirnar áttu að gefa honum hana. Fá og lítilvæg skotmörk Þessi stefna, að Kosovo skyldi fá sjálfstjórn en ekki sjálfstæði; hafa sitt eigið dómskerfi en ekki utan- ríkisþjónustu, mótaði allan stríðs- rekstur NATO framanaf. í fyrsta lagi skyldi hvorki þjálfa né vopna liðsmenn Frelsishers Kosovo og í öðru skyldi takmarka loftárásirnar við fá sérstaklega valin skotmörk. Tilgangurinn var ekki að vinna mikið tjón, heldur að fá Milosevic að samningaborðinu. Það var ekki um það rætt að ráðast á valdamið- stöðvar forsetans, hvað þá hann sjálfan. I fyrstu árásahrinunni voru skot- möridn innan við 50 og flest fremur lítilvæg, t.d. loftvamastöðvar á af- skekktum stöðum. Þá var líka al- gengt, að árásarferðum væri frestað vegna skýjafars en ástæðan var sú, að það stóð ekki til að eyðileggja serbnesku hernaðarvélina, heldur að fá Milosevic til að semja. MUosevic neitaði hins vegar að grípa þetta tækifæri, sem NATO hafði lagt honum upp í hendur. í stað þess að fallast á samningaleið- ina sendi hann sérsveitir sínar inn í Kosovo með það fyrir augum að reka sem fyrst alla Albani burt úr héraðinu. Á móti „Bosníu-Iausninni“? Þessi viðbrögð Milosevic gjör- breyttu markmiðum NATO. Árásir vora hafnar á valdamiðstöðvar for- setans, á heimili hans, sjónvarpsstöð og höfuðstöðvar Sósíalistaflokksins. Það var þó ekki gert vegna þess, að leiðtogar NATO-ríkjanna hefðu skyndilega uppgötvað, að hann væri sekur um þjóðarmorð. Ailir, sem þekkja til á Balkanskaga, hafa lengi vitað, að Milosevic er sekur um fjöldamorð. Framferði hans í Kosovo er hins vegar næsta lítilfjör- legt í samanburði við morðæðið, sem hann kom af stað í Bosníu. Þar að auki bendir ýmislegt tU, að hann hafi neitað að verða við kröfum mestu öfgamannanna um að „Bosn- íu-lausnin“ skyldi notuð í Kosovo. Það er að segja, að allir Albanir í héraðinu skyldu drepnir en ekki bara reknir burt. Árásirnar á valdamiðstöðvar Milosevic stöfuðu af því, að hann brást ekki við þeim hætti, sem hann átti að gera. Vestrænum leiðtogum hættir stundum til að láta sér lynda samskipti við menn eins og Milos- evic og Saddam Hussein en útmála þá síðan sem sjálfan kölska hætti þeir að makka rétt. Raunar telja margir, að í serbnesku forystusveit- inni sé Milosevic einna „skástur“, flestir þjóðernisöfgamennirnir í kringum hann séu enn skelfilegri en hann. Kosovo skipt? Vegna alls þessa er mikil óvissa um framhaldið. Einn möguleiki er, að Kosovo verði gert sjálfstætt en þá þyrfti líka landher NATO-ríkj- anna að leggja héraðið undir sig. Þykir það heldur ólíklegt. Annar kostur og sennilegri er, að Milosevic fallist á málamiðlun. Sprengjuhríðin mun hugsanlega fá hann til að leita á náðir Rússa og heimila þeim að semja við NATO. Þeir samningar gætu falið í sér, að Kosovo yrði skipt. Serbar fengju auðug norður- héruðin en suðurhlutinn yrði alþjóð- legt verndarsvæði undir stjórn her- liðs frá NATO-ríkjunum, Rússlandi og óháðum ríkjum. Lausn af þessu tagi væri vissu- lega nokkur sigur fyrir Milosevic en það breytir engu um það, að margir leiðtogar NATO-ríkjanna vonast eftir henni. Hún gæti auðveldað bandalaginu að komast frá þessu með nokkurri reisn. m / aJLAi , - . , , i^mÆk ■■■* _><i/£>jf£jjj_r,.lj£3_>.fj£j JJUj^JÍ . . k \ æ - fctiSBBkWtWk HAAA 'H HHIi IIÍiTi fníl r- T , auk JJjyJJJJjsJjZL/1 jjJilliur1 mmMjJjJ Þau skípa 3 efstu sætin á tista fíokkstns á vestfjörðum. 1. sæti Guðjon Amar Kristjánsson, skipstjóri og forseti Farmanna-og fiskimannasambands ísl. 2. sæti Pétur BJamason, forstöðumaður skólaskrifstofu \/estfjarða. 3. sæti Berg/jót Halldórsdóttlr, kennari og í stjórn Kennarasambands Vestfjarða. ^Tryggjum atvinnufrelsi___ Allt sjávarfang að landi JfuII nýting auðlindarinnar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.