Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 05.05.1999, Blaðsíða 36
36 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ Gallerí Lista- kot kynnir nýja meðlimi NÚ stendur yfir kynning á nýjum meðlimum á 2. hæð í Galleríi Lista- koti, þeim Kristínu Blöndal og Ingi- björgu Hauksdóttur. Kristín og Ingibjörg útskinfuðust báðar úr MHÍ árið 1992 og hafa haldið einkasýningar og samsýning- ar áður. Gallerí Listakot, Laugavegi 70, er opið alla virka daga frá kl. 12-18 og laugardaga frá kl. 11-16. Sýningin stendur til 6. maí. -------------- Síðasti lestur vetrarins í Gerðarsafni RITLISTARHÓPUR Kópavogs lýk- ur vetrarstarfi sínu á morgun, fimmtudag. Pá mun Kópavogsskáld- ið Steinþór Jóhannsson lesa úr nýrri ljóðabók sinni í kaffistofu Gerðar- safns. Bókin heitir Eftirhermur og er hún sjötta ljóðabók skáldsins. Dagskráin stendur frá kl. 17-18 og er aðgangur ókeypis. Svíþjdð. Morgfimblaðið. UPPFÆRSLA Benedikts Erlings- sonar á Sumargestum eftir Maxim Gorkí vekur athygli í Svíþjóð. Svip- mikið drama í skerjagarðinum; Þétt dramatík; Sterkt um lífsþreytta baðdjöfla. Þannig hljóða yfirskriftir þar sem sænskir leiklistar- gangrýnendur fjalla um uppfærsl- una. Sýningin er lokaverkefni tólf nemenda við leiklistarháskólann í Málmey og í blaðadómum má lesa lof bæði um sýninguna í heild og frammistöðu hinna ungu leikara. Benedikt er ekki aðeins leikstjóri sýningarinnar, einnig leikmyndin er hans hugverk. Um er að ræða þriggja tíma verk á Teater Fontanen, leikgerð sem byggist á annarri lengri leikgerð eftir leik- stjórann Peter Stein og leikritahöf- undinn Botho Strauss. Það sem meðal annars vekur at- hygli er hve sýningin reynist nú- tímaleg með þeim áherslum sem vaxa fram í uppfærslu Benedikts. „Svolítið einfaldað, verður hún á stundum eins konar rússneskt Lars Norén-drama“, skrifar Johan Pers- son, menningarpenni í Trelleborg. „Benedikt Erlingsson, þrítugur leikari, handritshöfundur og leik- stjóri frá Islandi hefur sett upp sýn- inguna með frjórri hugkvæmni og LISTIR Benedikt Erlingsson leikstýrir í Málmey „Svipmikið drama í skerja- garðinum“ glöggskyggni. Hún ber með sér um- hyggju fyrir smáatrið- um, sem ég met mikils og gott flæði, nema þá helst í fyrsta þætti sem bersýnilega hefur valdið hugarangri ef dæma má af dagbók- arblöðum sem líta má í forsalnum." Á þá leið skrifar leiklistargagn- rýnandinn Guje Matt- isson og áherslan að hennar dómi liggur í spumingunni stóru: Hvernig ber okkur að lifa? Af sviðinu og opnun Benedikt Erlingsson verksins gefur hún eftirfarandi lýsingu: „Sviðið er staðsett íyrir miðju og lítur út eins og trébryggja umlukin bláu vatni. Við ákafa tónlist „synda“ leikararnir (í baðfötum dæmigerð- um fyrir tímann) fram hjá áhorfendum og út aftur áður en þeir safnast saman með körfur og teppi á ströndinni fyrir utan sumarhús Baskov- hjónanna.“ Ulf Persson hjá Skánska Dagblaðinu er hvað grimmastur gagnrýnenda, þykir sviðsmyndin m.a. gefa tak- markaða möguleika á dramatískri sviðslýsingu og áhrifai'ík byrjun lofa meiru en efnt er. Hann á erfitt með að sætta sig við að leikararnir eru ekki eldri en þeir eru og líta ekki einu sinni út fyrir að vera það. Að hans mati næst þó engu að síður skerpan, djúpið og hinn dramatíski þéttleiki eftir hlé syo unun verður á að horfa og hlýða. I niðurlaginu seg- ir hann þó að „þrátt fyrir atuga- semdirnar eru Sumargestir býsna áhugaverð sýning." Aðrir eru því hrifnari bæði af leikmyndinni og því hvernig leik- stjórinn laðar fram sannfæringar- kraft í 95 ára gamalt leikrit með hinum ungum leikurum nálægt nýj- um aldamótum. Bo Lundin hjá Kvállsposten skrifar: „Sem betur fer er hvergi að finna grápúðraða hárkollu, engan vattmaga né heldur málaða hrukku /.../ Hinn íslenski leikstjóri lætur aldursmuninn sem liggur i hlutverkunum hreinlega eiga sig og við áhorfendur tökum með þökkum á móti sterkri sýningu gæddri æskuþrótti, sýningu um miðaldra lífsleiða og veika óró íyrir byltingu.“ Sýningin er leikin nánast daglega á Teater Fontanen í Málmey til og með 11. maí næstkomandi. Morgunblaðið/Rax MENNINGARHUS Grænlands í Katuaq. Myndin var tekin vid opnunina í febrtíar 1997. Islensk menningar- kynning á Grænlandi ÍSLENSKIR menningardagar hefj- ast í Katuaq, menningarhúsi Græn- lands, í dag, miðvikudag og stendur í þrjá daga. Þar verður m.a. kynnt tónlist, myndlist, bókmenntir, brúðuleikhús, kvikmyndir og matar- gerð. . Frú Vigdís Finnbogadóttir heldur hátíðarræðu og opnar íslandsdag- ana en hún situr í alþjóðlegri nefnd til styrktar Katuaq-menningarhús- inu. Margir listamenn taka þátt í ís- landsdögunum sem hefjast með sýn- ingu á málverkum eftir Erró, sem Eiríkur Þorláksson, forstöðumaður Kjarvalsstaða, valdi og hefur umsjón með. Tvær aðrar sýningar verða einnig opnaðar; ljósmyndasýning sem sýnir Reykjavík fyrr og nú og söguleg sýning frá landnámi Islands til fullveldis, sem Eggert Þór Bem- harðsson sagnfræðingur setti saman og skrifaði skýringartexta, sem snú- ið hefur verið á grænlensku. íslensk tónlist verður flutt af Tríói Reykjavíkur en það skipa Peter Maté, Guðný Guðmundsdóttir og Gunnar Kvaran. Sólrún Bragadóttir söngkona og Þórarinn Stefánsson pí- anóleikari flytja íslensk sönglög. Tónlistarfólkið kemur einnig fram á tónleikum með íslenskri tónlist á fimmtudagskvöldið. Náttúra íslands Ari Trausti Guðmundsson jarð- eðlisfræðingur heldur fyrirlestur um náttúru íslands og eldvirkni og hann heimsækir líka skóla og fræðir nemendur um Island. Þórunn Sigurðardóttir, stjórn- andi Reykjavík menningarborg Evrópu, flytur kveðju frá Reykja- vík. Tónlistarmennimir Egill Ólafs- son, Björn Thoroddsen, Ásgeir Óskarsson og Gunnar Hrafnsson verða sérstakir fulltrúar Reykjavík- ur menningarborgar á þessum Is- landsdögum. Þeir flytja tónlistar- dagskrána Heimsreisa Höllu, sem er byggð á íslenska þjóðlaginu Ljósið kemur langt og mjótt. Þeir félagar spila með grænlenskum tón- listarmönnum á lokahátíðinni, fóstudaginn 7. maí. Hallveig Thorlacius verður með sýningar á Sögusvuntunni fyrir börn. Þrjár íslenskar kvikmyndir verða sýndar; Börn náttúrunnar, Popp í Reykjavík og Benjamín dúfa. Islenskar bókmenntir Islenskum bókmenntum verða gerð skil með fyrirlestri Kristínar Bragadóttur, forstöðumanni þjóð- deildar Landsbókasafns - Háskóla- bókasafns, um miðaldabókmenntir sem sækja sögusvið sitt til Græn- lands. Einnig verður sýning á hand- ritum, bókum og landakortum sem tengjast fyrirlestrinum og eru í eigu Landsbókasafns - Háskólabóka- safns. íslenskur matur, sem Guðmund- ur Ragnarsson matreiðslumaður sér um að framreiða, verður á boðstólum ásamt grænlenskum réttum. Gjöf til nýrrar menningarstofnunar Þegar Katuaq var opnað í mars- mánuði 1997, ákvað stjórn Norræna hússins í Reykjavík að færa hinni nýju menningarstofnun að gjöf dag- skrá þar sem íslensk menning á breiðum grunni yrði kynnt ná- grönnunum í vestri. Riitta Heinámaa, forstjóri Norræna húss- ins, fékk þetta verkefni í hendur þegar hún tók til starfa í ársbyrjun 1998. Undirbúningur hefur staðið yfir í nokkra mánuði í samstarfi við marga aðila, m.a. Kjarvalsstaði, Reykjavík menningarborg 2000, Landsbókasafn íslands - Háskóla- bókasafn og fleiri. Skipuð var undir- búningsnefnd og áttu sæti í henni Vigdís Finnbogadóttir, Sveinn Ein- arsson og Riitta Heinamaa og var Málfríður Finnbogadóttir ráðin verkefnisstjóri. Jan Klovstad, forstjóri Katuaq, og Juakka Lyberth hafa undirbúið Islandsdagana í Grænlandi í sam- vinnu við Norræna húsið. Mennta- málaráðuneyti íslands hefur veitt styrk til Islandskynningarinnar. Auk þess hafa Eimskip, Teater og dans i Norden, Napa, Gronlandsfly og fleiri aðilar veitt styrki. Upplýsingamiðstöð myndlistar Starf forstöðu- maims laust til umsóknar STARF forstöðumanns Upplýs- ingamiðstöðvar myndlistar hefur verið auglýst laust til umsóknar. Hlutverk Upplýsingamiðstöðvar- innar er tvíþætt, að sögn Hrafnhild- ar Þorgeirsdóttur, fráfarandi for- stöðumanns. Annars vegar upp- bygging og rekstur gagnagrunns um íslenska myndlistarmenn og verk þeirra og hins vegar upplýs- ingamiðlum fyrir myndlistarmenn um styrki, skóla, störf, alþjóðlegt samstarf o.fl. Á síðastliðnum þremur árum hef- ur verið unnið að því að byggja upp gagnagrunn um íslenska myndlist- armenn og í nóvember sl. var opn- aður vefur á Netinu þar sem þær upplýsingar voru gerðar aðgengi- legar almenningi. Gagnagi'unninn er að finna á vefslóðinni http://www.umm.is. Þar eru nú komnar inn upplýsingar um nærri 300 núlifandi íslenska myndlistar- menn og sýnishorn af verkum þeirra. Næsta verkefni er að sögn Hrafnhildar að að taka inn verk eft- ir látna myndlistarmenn og upplýs- ingar um þá og er hafið samstarf við erfingja og höfundarréttarhafa í því sambandi. Hún segir að viðtökur við vefnum hafi verið mjög góðar og hann mikið notaður. Markmið Upplýsingamiðstöðvar myndlistar er að hægt sé að skoða á einum stað kynningarefni um alla íslenska myndhöfunda og að halda áfram að safna efni í myndverka- banka um íslenska myndlist. Vænst er samstarfs við söfn og aðra alila sem eiga myndefni, svo hægt sé að samnýta vinnu við skönnun mynda og skráningu efnis. Hrafnhildur segir markmiðið að koma öllu þessu efni í einn miðlægan gagnagi'unn aðgengilegan almenningi með fjöl- breyttum leitaraðgangi. Umsóknarfrestur um starf for- stöðumanns rennur út á morgun, 6. maí. I auglýsingunni segir að æski- legt sé að umsækjendur hafi mennt- un í bókasafns- og upplýsingafræði, hafi tök á beitingu upplýsingatækni og almennum skrifstofustörfum. Að auki er þess krafist að umsækjend- ur hafi gott vald á íslenskri tungu og þekkingu á íslenskri myndlist og myndlistarsögu. Myndlistarnámskeið fyrir börn og unglinga í JÚNÍMÁNUÐI mun Myndlista- skólinn í Reykjavík bjóða upp á stutt námskeið fyrir börn og ung- linga, þar sem fengist verður við margvísleg viðfangsefni sem snerta náttúru og menningu. I fyrravor bauð skólinn bömum og unglingum að taka þátt í nám- skeiði, sem haldið var í samvinnu við listahátíð í Reykjavík og unnu börnin þá undir áhrifum frá menn- ingu Afríku- og Asíuþjóða og lauk námskeiðinu með því að börnin krít- uðu litskrúðugar myndir undir ber- um himni á hafnarbakka Reykjavík- urhafnar. Að þessu sinni verður unnið með margvísleg efni, hefðbundin sem óhefðbundin, þjóðleg sem alþjóðleg. Náttúra næsta nágrennis verður innblástur námskeiðanna en inn fléttast umhverfi og menning fjar- lægra staða. Sérhæft myndlistar- bókasafn skólans verður opið fyrir þátttakendur, segir í fréttatilkynn- ingu. Leiðbeinendur námskeiðanna eru reyndir myndlistarmenn og kennar- ar barnadeilda skólans. Frá 17. maí til 4. júní mun skólinn einnig bjóða upp á styttri kvöld- námskeið fyrir 16 ára og eldri, byi'j- endur sem lengra komna. Kennt verður þrisvar í viku, í þrjár vikur. Um er að ræða módelteikningu, vatnslitun, portrettmálun, keramik- rennslu og listasögu. Kennarar verða Ingólfur Örn Ai'narson, Valgerður Bergsdóttir, Svanborg Matthíasdóttir, Þorri Hr- ingsson, Guðbjörg Káradóttir, Aðal- steinn Ingólfsson og Eggert Pét- ursson. Öll námskeiðin fara fram í hús- næði skólans á Hringbraut 121, JL- húsi, 2. hæð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.