Morgunblaðið - 05.05.1999, Side 46

Morgunblaðið - 05.05.1999, Side 46
46 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AFNAM SKATTAMISRÉTTIS TIMI ER fyrir löngu kominn til að afnema það misrétti í skattalögum, að persónufrádráttur einstaklinga í hjónabandi er ekki að fullu millifæranlegur. Nú er aðeins 80% persónuafsláttar þess hjóna, sem minni hefur tekj- urnar, millifæranlegur til frádráttar. Þetta ákvæði bitnar fyrst og fremst á fjölskyldum, þar sem annað hjóna hefur ekki nægar tekjur til að nýta sér persónufrádráttinn að fullu. Hafí hjónin bæði nógu háar tekjur fær hvort fyrir sig að sjálfsögðu fullan frádrátt. Því má ætla, að þetta ákvæði bitni fyrst og fremst á fjölskyldum, sem minnstar hafa tekjurnar. Slíkt er óviðunandi. Margsinnis hefur komið fram, m.a. hjá kirkjunnar þjónum, að staða hjóna- bandsins er svo veik, að fólk skilur stundum til að bæta stöðu sína fjárhagslega með tilliti til skattamála og bóta- kerfísins. Það telst varla fjölskylduvænt umhverfí. Davíð Oddsson forsætisráðherra lýsti því yfir á kosn- ingafundi á Eskifírði nýlega að stefna beri að því að gera skattfrádrátt hjóna millifæranlegan að fullu. Þessi yfir- lýsing forsætisráðherra er fagnaðarefni og gefur vonir um, að þetta skattalega misrétti, sem sum hjón búa við, heyri brátt sögunni til. KAUPFÉLAG ÞINGEYINGA OGKEA KAUPFÉLAG Þingeyinga og Kaupfélag Eyfírðinga hafa ákveðið að sameina matvöruverzlun sína í rekstri Matbæjar ehf. Jafnframt segja forystumenn félag- anna að þetta sé fyrsta skrefíð í átt að frekara samstarfi og er stefnt að samruna kaupfélaganna síðar. Rekstur Matbæjar ehf. mun verða í höndum KEA. Það er ánægjulegt, að kaupfélögin hafí kjark til að gera nauðsynlegar breytingar á rekstrarfyrirkomulagi sínu. Sameining þeirra mun áreiðanlega koma viðskiptavinum þeirra til góða. Með sameiginlegum innkaupum nást hag- kvæmari innkaup, sem lækka munu verðlag í kaupfélags- verzlunum. Þessi ákvörðun hefur áreiðanlega verið erfíð fyrir stjórnendur Kaupfélags Þingeyinga, sem á sér merkilega sögulega fortíð og þá ekki síður fyrir marga félagsmenn í Kaupfélagi Þingeyinga. Það er hins vegar hægt að rækta tengslin við fortíðina án þess að verða fangi hennar. Merkileg saga má ekki verða gamalgrónum fyrirtækjum fjötur um fót. Forráðamenn Kaupfélags Þingeyinga hafa horfzt í augu við þennan veruleika og hafa tekið rétta ákvörðun með þessu samstarfi og væntanlegri sameiningu. RETTLÆTISKENND FÓLKS ISAMTALI við Morgunblaðið í gær gengur Halldór As- grímsson, formaður Framsóknarflokksins, lengra til móts við sjónarmið gagnrýnenda óbreytts kvótakerfís en hann hefur áður gert. Hann segir m.a.: „Við getum hins vegar ekki litið fram hjá því að mörgum svíður það, þegar aðilar fara út úr greininni með hundruð milljóna króna í hagnað. Það særir réttlætiskennd fólks. Ég get ekki ann- að en viðurkennt að þetta er galli. Ég hafði aldrei gert mér grein fyrir því að veiðiheimildirnar yrðu verðlagðar svo gífurlega hátt sem raun ber vitni. Það hefur því farið fram mikil umræða um þetta innan Framsóknarflokks- ins.“ Og formaður Framsóknarflokksins segir ennfremur: „Ég tel líka að það geti alveg komið til greina að sjávarút- vegurinn taki meiri þátt í sameiginlegum kostnaði þjóðar- innar, m.a. með því að ríkið selji einhvern hluta af veiði- heimildunum en það verður að gerast með þeim hætti, að sjávarútvegurinn geti staðið undir því.“ Morgunblaðið fagnar þessum ummælum Halldórs Ás- grímssonar. Flóttamannabúðirnar í Makei BELE Gashi, sjötugar fjölskyldufaöir, liggur fyrir framan tjaldið þar sem hann og hans fólk hefst við í Blace-flótta Kosovo. Gashi er sjötugur. Margir karlmenn úr fjölskyldu hans urðu eftir í Kosovo; serbneski herin aðskildi fóll Hypjið ykkur til Alli anfu - NATO getur varið ykkur þar Tugir þúsunda Albana frá Kosovo eru nú í flóttamannabúðum í grennd við Skopje, höf- uðborg Makedóníu. Skapti Hallgrímsson blaðamaður og Sverrir Vilhelmsson ljós- myndari fóru í tvennar búðir í gær til að kynna sér ástandið og ræða við fólk sem hrakist hefur að heiman og hefur ekki hugmynd um hvað bíður þess. ERFITT er að ímynda sér líf í flóttamannabúðum áður en fólk uppliflr það sjálft að koma á slíkan stað. En þegar sú stund rann upp í gær var samt einhvem veginn eins og ástandið væri ögn skárra en maður reiknaði með, einhverra hluta vegna. Vissulega eru aðstæður hálf ömur- legar, en ef til vill virðast þær jafn sæmilegar og raun ber vitni vegna þess að fólk reynir flest að bera sig vel; reynir að láta aðstæður ekki slá sig út af laginu. Blace eru fyrstu búðimar við landamæri Makedóníu og Kosovo og þar hafa sumir flótta- mannanna viðkomu; dveija þá í þrjá til fjóra daga þar til haldið er annað. Öðmm er ekið rakleitt í aðrar búðir. Meðan Morgunblaðsmenn stöldmðu við í Blace í gær var þar löng röð af langferðabifreiðum, fullum fólks sem nýkomið var að handan, og leiðin lá að Cegrane, nýjustu búðunum sem em í rúmlega klukkustundar fjar- lægð. Það sem blasir við gestum í Blace- búðum er eymd og fátækt. Komið hefur verið upp tjöldum, þar sem eru teppi og dýnur, fólk situr og reykir eða talar saman, vafrar um. Hefur ekkert við að vera í raun nema að draga andann. Og foreldr- amir að hugsa um bömin sín vita- skuld. Mikið er af þeim, en sum urðu eftir, að sögn sumra feðra og mæðra. Fjölskyldur splundmðust líka. Ser- bneskir hermenn skildu karlmenn frá eiginkonum og bömum á leið þeirra frá heimabæjum til Makedón- íu. Hvað bíður okkar? Eftir að hafa dvalið þar um stund halda gestimir frá Islandi á brott, en „íbúamir" komast hvergi. Verða að bíða og sjá hverju fram vindur. Framtíðin er óljós; fyrir sumum sem við hittum á eflaust að liggja að fara úr landi - jafnvel til Islands - en aðr- ir eiga eftir að búa við svipaðar að- stæður næstu vikumar. Jafnvel VETON Lika, sem er átta ára gamall, mánuði. Hver veit? Fólk vonar það besta, en segist í raun ekki einu sinni geta leyft sér að huga að framtíðinni strax. En greinilega er vilji flestra sá sami: að komast aftur heim til Kosovo. En ekki er hægt að segja að sérstök bjartsýni fylgi þegar þeir upplýsa það. Þeir Þeir. Þetta orð hefur greinilega al- veg sérstaka merkingu í munni Al- bananna frá Kosovo í flóttamanna- búðunum hér í Makedóníu. „Þeir“ era Serbar; yfírleitt lögreglan og herinn en þannig nefndu þeir einnig oft almenning, fyrrverandi nágranna sem gengu í lið með yfirvaldinu, að

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.