Morgunblaðið - 05.05.1999, Page 55

Morgunblaðið - 05.05.1999, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 55, Ekki steinn yfir steini VEGNA deilna sem risið hafa um kjör líf- eyrisþega og afskipta hagfræðings Þjóð- hagsstofnunar af þeim, er óhjákvæmilegt að gera nokkrar athuga- semdir. Þar sem 9 af hverj- um 10 krónum sem ríkið reiðir af hendi til lífeyi'isþega saman- standa af grunnlífeyri og tekjutryggingu hafa samtök þeirra ekki talið vit í öðru en miða við þróun þessara tveggja megin bóta- flokka. Við útreikning á kaupmætti bóta hefur Ti-ygg- ingastofnun ríkisins ekki heldur hugkvæmst að beita annarri við- miðun, eins og glöggt má sjá í Staðtölum Almannatrygginga. Af þeim töflum sem birtar eru í skýrslu forsætisráðherra um kjör öiyi’kja má ljóst vera að það hentar stjórnvöldum illa að ræða þróun grunnlífeyris og tekjutryggingar í ljósi þróunar launavísitölu, að ekki sé talað um þróun lágmarkslauna. Þess vegna er nú reynt að grípa í það hálmstrá að miða við óskertar hámarksbætur, sem innan við 3% lífeyrisþega njóta, og halda því fram að kaupmáttur þeirra hafi hækkað um 22% eða jafnvel „fjórð- ung“, eins og haldið er fram í einni kosningaauglýsingu. Þetta er því miður alrangt, og kemur þar tvennt til. I fyrsta lagi er ekki tekið með í reikninginn að nú á allra siðustu ámm era þeir sem ekkert hafa nema bætur al- mannatrygginga í fyrsta sinn að greiða tekjuskatt til ríkisins, svo nemur næiri 40 þúsundum króna á ársgrundvelli. I öðra lagi er þetta fólk nú í fyrsta sinn að greiða af- notagjöld til RÚV. Að teknu tilliti til hvoi’s tveggja nær kaup- máttaraukning há- marksbóta ekki helm- ingi þeirra 22% sem daglega er nú haldið fram í fjölmiðlum. Þetta hefur Hagdeild ASÍ staðfest. I bréfi hagfræðings Þjóðhagsstofnunar, sem nú hefur verið birt í Morgunblaðinu, er dregið í efa að rétt- mætt sé að reikna með afnotagjaldi til RÚV og vísað til þess að lífeyrisþegar á dvalar- og hjúkranarheimilum fái niðurfellingu á afnotagjöldum. Þetta er að vísu rétt að hluta, en hagfræðingurinn lætur þess ógetið Velferð Er þetta kannski ein af þeim vísindalegu niður- stöðum, spyr Garðar Sverrisson, sem hag- fræðingar Þjóðhags- stofnunar hafa komist að í rannsóknum sínum á kjörum lífeyrisþega? að stór hluti þess fólks sem hér um ræðir er á svokölluðum vasapen- ingum sem ná ekki 17 þúsund krónum á mánuði. Til allrar ham- ingju er það nú svo að langflestir lífeyrisþega búa heima hjá sér, og tilheyri þeir þeim fámenna hópi Garðar Sverrisson sem nýtur óskertra hámarksbóta þurfa þeir vitaskuld að greiða 80% af umræddum afnotagjöldum. Þetta gæti Þjóðhagsstofnun fengið að vita með því einu að slá á þráð- inn til innheimtudeildar RÚV. Asamt aðstoðarmanni forsætis- ráðherra hefur hagfræðingur Þjóðhagsstofnunar skýrt þann mikla mun sem er á útgjöldum til öryrkja hérlendis og á Norður- löndunum með vísan til lágs hlut- falls þeirra og hárra greiðslna úr lífeyrissjóðum. Með einfóldum samanburði á tveim töflum í skýrslu forsætisráðherra, Töflu 4 og Töflu 3, getur hver maður séð að þótt tekið sé fullt tillit til hvors tveggja vantar verulega mikið upp á að greiðslur til öryrkja standist samanburð við það sem gengur og geríst á hinum Norðurlöndunum. Þá er óhjákvæmilegt að vekja athygli á því að til grandvallar hagstæðum samanburði við hin Norðurlöndin miðar forsætisráð- herra við að í „dæmigerðu tilviki" fái íslenski öryi-kinn 87 þúsund krónur á mánuði í greiðslur úr líf- eyrissjóði (sjá bls. 15 í skýrslu for- sætisráðherra). Svo óheppilega vill hins vegar til að á öðrum stað í skýrslu forsætisráðherrans (í svari við spurningu 7 á bls. 8) má glöggt sjá að úr lífeyrissjóðum fá öryrkj- ar að meðaltali aðeins fimmtung þeirrar upphæðar sem forsætis- ráðherrann styðst við. I skýrslu hans og málflutningi stendur m.ö.o. ekki steinn yfir steini. Eg get vel skilið þá erfiðu stöðu sem hagfræðingar forsætisráð- herra eru í þessa dagana. En eru þeir ekki komnir ofurlítið út fyrir sína fræðigrein þegar þeir benda forsvarsmönnum lífeyrisþega á að hófsamur málflutningur muni skila þeim betri árangri en upphrópanir og gífmyrði? Eða er þetta kannski ein af þeim vísindalegu niðurstöð- um sem hagfræðingar Þjóðhags- stofnunar hafa komist að í rann- sóknum sínum á kjöram lífeyris- þega? Höfundur er varafommður Oryrkjaban dalagsins. Athyglisverð skrif eldri borgara ÉG VONA að ég megi vitna í athyglis- verða grein í morgun- blaðinu 1. apríl sl. Greinina skrifar Bjarni Bragi Jónsson, fv. hagfræðingur og aðstoðarbankastjóri Seðlabankans, kominn á efth’laun. Ég skora á sem flesta að lesa þessa grein, hún er sú blákalda staðreynd sem blasir við ef ég skil hana rétt. Það er alveg hægt að segja það strax að til þess að búast við bestu kjörum sem öryrkjar og aldraðir hafa talað um á næstunni og með réttu er að styrkja enn betur þá flokka sem nú fara með völdin. Sjálfstæðisflokkurinn er sá flokkur sem fer með völdin og fólk getur treyst. Sjálfstæðisflokkur- inn hefur skapað hér stöðugi’a stjómarfar en þekkst hefur hjá öðrum flokkum, minna má á við- reisnarstjórnina 1959-1971 og stjórnir Davíðs Oddssonar sem verið hafa við völd stöðugt frá 1991-1999. Skipflð hefur verið nefnd aldraðra og stjórnvalda til að yfirfara og bæta kjör þessara hópa. Af hálfu aldraðra hafa valist tveir valinkunnir menn, þeir Olaf- ur Ólafsson, fv. landlæknir sem nú er formaður Félags eldri borgara, og Benedikt Davíðsson, fv. forseti Alþýðusambands Islands. Þeir vita hverjum er best að treysta þar sem þeir segja að þetta lofi góðu um frekari ár- angur eftir að grunn- lífeyrir var hækkaður um áramót, og núna um 7% 1. mars, þetta er að sjálfsögðu ekki lokatakmark heldur fyrsti áfangi til betri og jafnari kjara. En fólk sem tilheyrir eldri kynslóðinni og öryrkjum veit að vinstri flokkarnir bera enn fram sömu blekkingarnar að þeir geti lagað kjör þess- ara hópa með einu pennastriki. Þeir halda enn að fólk trúi því að vinstri öflin „öll klofin og sundur- leit“ geti gert allt fyrir alla. Þegar þeir höfðu tækifæri til að velja í prófkjöri í öraggt sæti ágætis mann Arnór Pétursson fyrir Ör- yrkjabandalagið var honum um- svifalaust hafnað af einstakri valdagræðgi gömlu vinstri fulltrú- anna sem engu hafa komið fram. Þegar þeir hafa fengið tækifæri hafa kjör þessara hópa alltaf versnað. Ef fólk kannski efast enn um að þetta sé blekking hjá samfylking- unni höfum við borgarstjórn R- listans sem viðmiðun, skatta- hækkun þeirra er fáheyi’ð á þess- um stöðugleikatíma. Ég veit að aldraðir og öryi’kjar gera sér þetta ljóst, við höfum reynslu af sex vinstri stjórnum. Hvað hafa þær fært okkur annað en verð- bólgu og skatta með skuldum Karl Ormsson Kosningar Hvað hafa vinstri flokk- arnir fært okkur annað, segir Karl Ormsson, en verðbólgu og aukna skatta. heimilanna og tilheyrandi gjald- þrotum? Ekkert, akkúrat ekkert. Tökum annað dæmi; þessu fólki er ómögulegt að komast í þá að- stöðu, að þurfa að standa við lof- orð sín. Þess vegna getur það lof- að öllum öllu. Rifjum upp hvað Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri sagði þegar hún var búin að ná völdum. Hún sagði ein- faldlega (það sem allir vissu): Þið vitið að borgarstjóri hefur engin áhrif á launahækkanir, það er á valdi sérstakrar launanefndar. Samt hafði hún á fundi á Holiday Inn lofað sérstaklega þeim er minna máttu sín launahækkun fyrir kosningar og sagði að það væri skömm að Reykjavík skuli greiða slík lúsarlaun sem borgin greiddi. Nei, það er sérstök ástæða til að vara fólk alvarlega við þessum vinstri öflum sem lof- að hafa hagsæld sem kostar að mati reikningsglöggra manna tugi milljarða króna sem einmitt bitn- ar verst á þeim er minnst mega sín. Ef við eflum Sjálfstæðisflokk- inn til enn frekari valda hefur hann sýnt að bestu kjörin hefur fólk þegar hann er við völd. Þetta segir okkur sagan, lærum af mis- tökum vinstri aflanna. Höfundur er fyrrverandi deildarfulltrúi. Enn af ruglinu í Blöndal HALLDÓR Blöndal bregst við viðtali sem við mig var tekið og birt í Morgunblaðinu á dögunum um málefni Kísiliðjunnar í Mý- vatnssveit. Engu get ég að líkindum bætt við þá frægð að endemum sem Halldór Blöndal hefur getið sér í landinu með um- mælum sínum um lög- heimili vísindamanna. Hér er vísað til þeirrar speki að öllu máli skipti að vísindamenn búi á réttum stöðum á landinu til að niður- stöður rannsókna þeirra verði svona en ekki hinsegin. Hinu nenni ég ekki, að láta Halldór Blöndal fara með staðlausa stafi um viðhorf mín eða staðreyndir mála. Því skal eftirfarandi tekið fram: Kísiliðjan Nenni ég ekki, segir Steingrímur J. Sigfússon, að láta Halldór Blöndal fara með staðlausa stafi um viðhorf mín eða staðreyndir mála. 1. Rannsóknarstöðin við Mývatn er með lögheimili við Mývatn, nán- ar tiltekið á Skútustöðum. Ekki í Reykjavík, eins og Halldór Blöndal virðist vera að reyna að láta menn halda. 2. Fju’ir stöðina vinna hins vegar vísindamenn frá ýmsum rannsókn- arstofnunum sem staðsettar eru víða um land, vissulega flestar í Reykjavík. Vísindamennirnh- dvelja hins vegar eðli málsins samkvæmt langdvölum á Skútu- stöðum og við Mývatn. Þar er oft mikið um- leikis, einkum á sumr- in, og talsverð umsvif því fylgjandi. 3. Eg hef tekið fram, ég held í öllum viðtölum sem við mig hafa verið tekin vegna umræðna um þessi mál, að ég er að sjálf- sögðu hlynntur því að efla rannsóknir á sviði náttúruvísinda norðan heiða. Gildir það jafnt um Háskólann á Akur- eyri sem um rannsóknir við Mý- vatn sjálft. Ég tel reyndar að stór- efla megi og stórefla þurfi rann- sóknir á hinni stórbrotnu náttúru Mývatns, Laxár og nærliggjandi svæða. Gera má miklu meira úr þeim möguleikum sem svæðið býð- ur upp á og laða þangað í stór- auknum mæli bæði innlenda og er- lenda vísindamenn, nemendur í náttúravísindum og svo framvegis. 4. Tilraunir Halldórs Blöndals og þeirra annarra sem að undan- förnu hafa reynt að stimpla mig sem andstæðing byggðar og mannlífs í Mývatnssveit eru dæmdar til að mistakast. Þingey- ingar, og Mývetningar af öllum mönnum, eru ekki líklegir til að gengisfella menn fyrir að vera sjálfum sér samkvæmir og standa í lappirnar með sínar skoðanir, hvort sem þeir era þeim að öllu leyti sammála eða ekki. 5. Viðhorf mín til framtíðar Kísil- iðjunnar hef ég þegar skýrt all- rækilega á síðum Morgunblaðsins. Það hyggst ég einnig gera á fundi með heimamönnum á næstunni. Höfundur er alþingismaður fyrir Norðurlandskjördæmi eystra og formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs. Steingrímur J. Sigfússon SMAAUGLYSINGAR FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 18 s 180558 = I.O.O.F. 7 s 180050581/2 = 9.O. Hnllvnignrstíg 1 • sími 561 4B30 Dagsferð 9. maf Sunnudaginn 9. maí. Frá BSÍ kl. 10.30. Gengið frá Gullfossi að Brúarhlöðum. Fyrsti áfangi í raðgöngu sem helguð er kon- ungskomunni árið 1907. Næstu dagsferðir Föstudaginn 14. maí. Frá BSI kl. 20.00. Kvöldganga á Búrfell í Grímsnesi. ATH. breyttan brott- faratima. Sunnudaginn 16. maí. Frá BSÍ kl. 10.30. Farið á Njáluslóðir og gengið á Þríhyrning. Spennandi ferðir um Hvíta- sunnuna 21.—24. mai. Hvítasunnuferð á Eiríksjökul. Spennandi hvíta- sunnuferð. Boðið upp á fjall- göngur og léttar skoðunarferðir. Ferð fyrir alla. 21,—24 maí. Hvítasunnuferð f Bása. Gönguferðir, varðeldur og góð stemmning. Tjaldstæðin op- in og gott pláss í skálum. Sumar með Útivist Á dagskrá sumarsins er fjöldi ferða. Upplýsingar og þátttöku- tilkynningar á skrifstofu Útivistar. Á meðal ferða má nefna: Fimm- vörðuháls, Laugavegurinn, Horn- strandir, Sveinstindur — Eldgjá, skíðaferð yfir Vatnajökul, jeppa- ferðir o.fl. Fáið ferðaáætlun á skrifstofu Útivistar. Afgreiðslu- tími á skrifstofu er á milli kl. 10.00 og 17.00 ót maí en 9.00—17.00 júní—september. Ferðir eru kynntar á heima- sfðu: centrum.is/utivist. I.O.O.F. 9 = 180558V2 = 9.O. Hörgshlíð 12. Boðun fagnaðarerindisins. Bænastund í kvöld kl. 20.00. REGLA MUSTERISRIDDARA RM Hekla 5-5 - MT VS _ SAMBAND ÍSLENZKFiA Vj KRISTNIBOÐSFÉLAGA Háaleitisbraut 58. Kristniboðsflokkur KFUK heldur sína árlegu fjáröflunarsamkomu í kvöld kl. 20.30. Þar verður frá- sögn af kristniboðsstarfinu, Kanga-kvartettinn syngur, sr. íris Kristjánsdóttir flytur hugleiðingu. Auk þess verður happdrætti og kökusala. Allir hjartanlega velkomnir. Nefndin. DULSPEKI Rafbylgjumælingar Rafbylgjur geta valdið ýmsum sjúkdómum sem erfitt er að lækna, einnig hrotum, svefntrufl- unum, ryki og ló. Ókeypis skoðun á Reykjavikursvæðinu til 15. maí. Simar 581 1008 og 898 8808.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.