Morgunblaðið - 05.05.1999, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 05.05.1999, Qupperneq 60
60 MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Við trúum þér ekki, treyst- um þér ekki, við kjésum þig ekki, hr. forsætisráðherra FYRIR skömmu lauk landsfundi sjálfstæðis- manna, þar sem óskyldustu málefni voru til umfjöllunar eins og lög gera ráð fyrir. Stemningin gat -^ekki verið betri né ánægjan með ályktanir og hástemmdar yfirlýs- ingar um „árangur fyr- ir alla“. Nýtt slagorð, sem á eílaust að leysa gömlu og gatslitnu slagorðin „stétt með stétt“ eða „flokkm- allra stétta“ af hólmi. Ekki var stemningin lakari á landsfundi flokksins árið 1996, þegar ályktun um málefni aldraðra var samin, en í henni stendur orðrétt: „Að koma í veg fyr- ir tvísköttun og skerðingu lífeyris." ,Að tryggja að ellilífeyrisþegum sé ekki mismunað í sköttum miðað við aðra þegna þessa lands.“ Á þetta hefur reyndar einn frambjóðandi flokksins í Reykjaneskjördæmi, Þorgerður Gunnarsdóttir, bent. Það er ekki ofmælt að við aldraðir séum orðnir býsna langeygðir eftir efnd- unum. Var árangurinn þarna sem skyldi? Og hver verða örlög nýjustu ályktunar um málefni okkar, hafnar hún kannski líka í ruslafotunni? Mörg fögur loforð settu svip sinn á þessa samkomu. Endurskoðuð skyldu t.d. lög um fiskveiðistjórnun, ^en ekki eitt einasta orð um brott- kast, framsal veiðiheimilda og allt það blöskranlega kvótabrask sem viðgengist hefur lengi, já, alltof lengi. Hér væri ef til vill ekki úr vegi að minna á hin fleygu orð for- mannsins: „Skoðað verði hvort gera þurfi ...“ þ.e.a.s. eitthvað í þessu mikla máli, sem varðar þjóðarhag. Já, fagurt galaði fuglinn sá! Jarðgöngum er lofað bæði fyrir vestan og norðan, menningarhöllum í hvert krummaskuð, en handa hverjum með leyfi að spyrja? Handa atvinnuleysingjum, sem eiga ekki fyrir aðgangseyri? Þótt at- vinnulíf sjávarþorpanna sé lagt í rúst skal menningin samt sem áður ^fá að blómstra þar. Hvað varðar þá ~*um heimildir frá fjárveitingavald- inu. Þá hverja? „Nú blekkingar- meistarana, sem eru í óða önn að stinga dægilegum dúsum upp í kjós- endur. En nú er komið babb í bát- inn. Formaðurinn (ásamt helstu for- kólfum flokksins) er þegar búinn að lofa svo miklu upp í ermina að ekki verður með nokkru móti komist hjá að víkka hana og það talsvert. Dilbert á Netinu Halldór Þorsteinsson Á landsfundi sjálf- stæðismanna í Laugar- dalshöllinni sagði Páll Gíslason, fyrrverandi formaður Félags eldri borgara, m.a. að margt fullorðið fólk væri þeirrar skoðunar að flokkurinn hefði svikið það. Með þessum orð- um vildi hann loksins reyna að hvetja flokk- inn sinn til að gera bragarbót eða eitthvað sem bragð væri að. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins af landsfundinum spurði Helga Guðrún Jónas- dóttir forsætisráðherra hvort hann hefði ekki áhyggjur af því að konur, aldraðir og öiyrkjar kysu síður Sjálfstæðisflokkinn en aðra og Velferð Prósentuhækkanir eru þess eðlis, segir Hall- dór Þorsteinsson, að lagfæra minnst kjör þeirra verst stöddu í ís- lensku þjóðfélagi. kvaðst Davíð deila með konunni áhyggjum sínum af þessum þáttum og bætti síðar við: „Eg tel okkur þá hafa að minnsta kosti verið klaufa- leg að ná til þessa fólks, því við höf- um allar forsendur til þess, eins og við höfðum hér forðum tíð.“ Og hann lauk svari sínu á þessa leið: „Við þurfum að haga störfum okkar þannig að þeir sjái ástæðu til að treysta okkur," o.s.fi-v. Eftir þess- um orðum að dæma játar hann að hafa verið klaufi. Já, loksins rann upp fyrir honum ljós. Loksins hitti hann naglann á höfuðið. Fyrir okk- ur aldraða og öryrkja var þetta gjörsamlega óþörf játning af hálfu forsætisráðherra vegna þess að við vorum fyrir langa löngu búin að átta okkur á því að hann væri í einu orði sagt klaufi, ekki reyndar bara klaufi varðandi okkur aldraða held- ur líka ýmsa aðra aðila. Forsætisráðherra vor og formað- ur Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson, daufheyrist jafnan við öll- um óskum aldraðra og öryrkja um lagfæringu á kjörum sínum, en það er hins vegar ekki ofsagt að það gangi kraftaverki næst hversu heyrn hans batnar jafnskjótt og al- þingiskosningar nálgast. Hver veit nema að hann fengi fulla heyrn ef brugðiið yrði á það ráð að kjósa til Alþingis ár hvert. Prósentuhækkanir eru þess eðlis að lagfæra minnst kjör þeirra verst stöddu í íslensku þjóðfélagi sem býr þó við margrómað góðæri. Er ekki fyrir löngu orðið tímabært að vísa svona prósentureikningi út í hafs- auga og láta krónurnar tala í stað- inn? Fagrihjalli 10 — parhús 187 fm á tveimur aðalhæðum ásamt bílskúr. Þrjú svefnherb., sjónvarps- herb. á palli yfir stofu, sérsmíðuð eld- húsinnrétting úr gegnheilum rótar- spóni. Gegnheilt kirsuberjaparket, korkur á svefnherb., glæsilegir skápar í herb. Eignin verður laus í nóv.—des. 1999. Verð 16,8 millj. Opið hús í dag frá kl. 16.00—21.00. Svava og Sigurður sýna. Fasteignasalan Eignaborg, sími 564 1500, fax 554 2030. Með sinni skeleggu baráttu og snjalla málflutningi hafa öryi-kjar unnið stórvirki, sem gæti orðið öðr- um til eftirbreytni. Þeir hafa svo sannarlega unnið heimavinnuna sína, meira en sagt verður um suma. Forsætisráðherra og þá greinir t.d. verulega á um ýmis málefni, en einna helst um kjör þeirra síðarnefndu, sem Davíð Oddsson hikar ekki við að fullyrða að séu svo góð, að þeir megi vel við una. Þau séu í raun og sanni betri en víðast hvar í öðrum löndum. Ör- yrkjar sýna aftur á móti svart á hvítu með raunverulegum og óve- fengjanlegum tölum og línuritum að forsætisráðherra vor fari með staðlausa stafi. Væri nú ekki ráð fyrir öryrkja sem hafa svona snjalla reikningshausa innan sinna raða að bjóðast til að taka Davíð í nokkra tíma í reikningi og það vitanlega al- veg endurgjaldlaust. Þótt hann muni nú sennilega vera aflögufær væri það höfðinglegt og sjálfsagt að bjóða honum ókeypis tilsögn. 7% hækkun á grunnlífeyri tiygg- ingarbóta er ekki gerð af tómri góðmennsku og einlægum umbóta- vilja heldur af einskærum ótta við fylgistap og það er mergurinn málsins. Þeir menn sem telja Davíð Odds- son vera mikilhæfan þjóðarleiðtoga hljóta að vera ákaflega glám- skyggnir. Lýðum ætti að vera fyrir löngu ljóst að hann er lítið annað og merkilegra en handbendi sægreif- anna svo og forréttinda- og kjarað- alsins, sem vill gína yfir öllu á kostnað almennings í landinu. Að lokum langar mig til að nefna þrjá menn, sem tróna hæst á mín- um óvinsældalista, en þeir eru í réttri röð: Davíð Oddsson, Kristján Ragnarsson og Þórarinn V. Þórar- insson. P.s. í fyrirsögninni nota ég 1. persónu fornafnið við í flt. og á ég þar við sjálfan mig, vini mína og samherja. Höfundur er skókistjóri Máhishóhi Halldórs. Sjálfbær þréun FRA TIMUM iðn- byltingarinnar hefur tækniþróun og vax- andi borgarmenning leitt til þess að fólk í hinum vestræna heimi ver æ meiri tími í manngerðu umhverfi og um leið hafa tengsl við náttúruna rofnað. Öll tilvera okkar byggist eftir sem áður á gæðum náttúrunnar, bæði lífríki lands og sjávar ásamt loft- hjúpnum. Með örri tækniþróun og stór- Þuríður tækari vélum hefur Backman okkur tekist að ofnýta auðlindirnar og spilla svo náttúr- unni að mannkynið er farið að líða fyrir. Þessi þróun er farin að hafa áhrif á hitastig jarðar og veðurfar, hefur eitrað fyrir mönnum og dýr- um og ógnar nú tilveru okkar ef ekki verður farið að með gát. Bilið milli ríkra og fátækra, bæði manna og þjóða, eykst stöðugt. Aðeins lít- ill hluti mannkynsins nýtur hag- vaxtar og betri lífsskilyrða á með- an stærsti hlutinn lifir við kröpp kjör og skamma ævi. Sjálfbær þróun Ef við ætlum börnum okkar að eiga svipaða möguleika og við höf- um noti verðum við að vera þátt- takendur í að snúa þróuninni við með því að sameina áframhaldandi vöxt auðs og velferðar annars veg- ar og verndun gæða jarðar hins vegar. Þetta er hægt með því að stuðla að sjálfbæru samfélagi hvað varðar umhverfi og lífsskilyrði fólks. Við getum tryggt daglegar þarfir okkar án þess að ganga á möguleika komandi kynslóða til að fullnægja sínum þörfum. Hugtakið sjálfbær þróun felur í sér tak- markanir sem miðast við nútíma tækni, félagslegt kerfi og mögu- leika lífhvolfsins til að vinna úr þeim áhrifum, sem verða af um- svifum manna. En bæði tækni og félagslega þróun er hægt að end- urbæta og stýra betur og þannig getum við rutt brautina fyrir nýtt tímabil græns hagvaxtar. Sjálfbær þróun er að lifa af vöxtunum, en láta höfuðstólinn vera. Fátækt er alltaf af hinu illa, sjálfbær þró- un er nauðsynleg til að allir geti uppfyllt sínar grundvallarþarfir og hafi jafna möguleika á betra lífi. Þeir sem lifa í allsnægtum verða að laga sig að lífsstil sem tekur tillit til vistkerf- isins, til dæmis i orku- notkun. Auðlindirnar eru takmarkaðar og allir menn eiga sama rétt á að njóta þeirra, hvar sem þeir búa á jörðinni. Því er mikil- vægt að fjólksfjölgun- in í heiminum haldist í hendur við möguleika vistkei'fisins. Pólitískur vilji Sjálfbær þróun er verkefni dags- iris í dag og framtíðarinnar. Verk- efnið kallar á samstöðu og sam- Kosningar Sjálfbær þróun er að lifa af vöxtunum, segir Þuríður Backman, en láta höfuðstólinn vera. vinnu allra ríkja heims, ríkis- stjórna, sveitarfélaga, félagasam- taka og einstaklinga. Sjálfbær þró- un er aðgerð sem er langt frá því að vera einfóld í framkvæmd, en stendur og fellm- með pólitískum vilja. Vinstrihreyfingin - grænt fram- boð setur fram áherslur vinstri- stefnunnar um félagslegt réttlæti og jöfnuð, friðarhugsjón ásamt ákveðinni umhverfisverndarstefnu. Þetta er grunnur og upphaf að breytingum til sjálfbærrar þróunar samfélagsins og þátttöku okkar í átaki til betra lífs fyi'ir okkur og aðra jarðarbúa á nýju árþúsundi. Höfundur er 1. niaður á lista Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs á Austurlandi. Framtíðin er dýrmæt SEM þátttakendur í alþjóðahagkerfinu lútum við ákveðnum efnahagslegum lög- málum sem ekki verð- ur vikist undan ætlum við okkur að halda í við þróunina. Tilvist okkar í síharðnandi samkeppni á alþjóð- legum mörkuðum byggist á samkeppn- ishæfum útflutnings- iðnaði, traustum efna- hagslegum undirstöð- um og virkjun mannauðsins. Hag- sæld og framtíð Is- lands veltur á því hvernig við mótum stefnuna hverjum við treystum best til þess. Mannauður og efnahagslegur stöðugleiki Utflutningur hefur vaxið gríðar- lega á síðustu áram og fjölbreytni hans aukist. Stoðtæki, hugbúnaður og lyf eru dæmi um útflutnings- greinar sem oi'ðið hafa til eða tekið fjörkipp. Fyi'irtæki á þessum svið- um hafa eins og önnur íslensk fyr- irtæki notið hins frjóa íslenska efnahagsumhverfis síðustu ára. Lág verðbólga, stöðugleiki á vinnu- markaði, lægri skattar og aukið frelsi í alþjóðaviðskiptum hafa lagst á eitt að skapa áður óþekkt Andrés Andrésson og sóknarfæri. Vitneskja fyrirtækja um að ekki verði horfið af núver- andi braut er ekki síður mikilvægt viðgangi ís- lensks atvinnulífs. Stjómarstefna sem er fjandsamleg atvinnulíf- inu og ógnar efnahags- legum ávinningi síðustu ára mun ekki eingöngu hræða erlenda fjárfesta frá þvi að fjárfesta á ís- landi, heldur hrekja ís- lensk fyrirtæki úr landi. Mannauðurinn sem við Islendingar búum að mun engu skipta ef ekki eru fyrir hendi hagstæð efnahagsleg skil- yrði. Aukin fjárfesting í menntun og rannsóknum á íslandi munu nýtast öðram þjóðum ef við búum ekki fólki og fyrirtækjum lífvænleg skilyrði. Loforð vinstrimanna um aukin framlög til menntamála eru því markleysa í ljósi fjandsamlegr- ar afstöðu þeirra gagnvart atvinnu- lífinu. Margra milljarða króna aukning framlaga til menntamála og rannsókna á síðasta kjörtímabili er hins vegar fjárfesting inn í nýja öld. Við emm íbúar alheimsþorpsins Orðið alþjóðavæðing er ekki öll- um stjórnmálamönnum jafn tamt í Kosningar Vinstrimenn skilja ekki segir Andrés Andrés- --------7------------- son, að Island er, þátt- takandi í alþjóðahag- kerfinu og lýtur lög- málum þess. munni. Þeir tala sumir eins og ís- land sé útnári sem tíminn leggi ekki leið sína til þegar staðreyndin er sú að Island er í hringiðu breyt- inga sem eiga sér stað úti um allan heim. Tækniframfarir og þróun í efnahags- og atvinnumálum hafa skapað breytta heimsmynd. Al- heimsþorpið er að verða að veru- leika og nú þegar tengjast fyrir- tæki og einstaklingar órjúfanleg- um böndum í flóknu samskipta- kerfi. Landamæri eru orðin hug- læg og hið sama má segja um fjar- lægðir. Islendingar hafa ekki efni á því að treysta stjórnmálamönnum sem einblína bara á vandamálin í neikvæðum tón en horfa framhjá sóknarfærunum, framtíðin er of dýrmæt. Höfundur stundar nám í stjórunuíla- fræði við HÍ.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.