Morgunblaðið - 05.05.1999, Síða 69

Morgunblaðið - 05.05.1999, Síða 69
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 5. MAÍ 1999 69 ANDREA DAVÍÐSDÓTTIR + Andrea Davíðs- dóttir fæddist á Ambjargarlæk í Þverárhlíðarhreppi í Mýrasýslu hinn 9. nóvember 1916. Hún Iést á Sjúkra- húsi Akraness hinn 24. apríl 1999. For- eldrar hennar vora Davíð Þorsteinsson frá Ambjargarlæk, f. 22.9. 1877, d. 1.10. 1967 og Guðrún Er- lendsdóttir frá St- urlureykjum í Reyk- holtsdal, f. 3.6.1887, d. 14.6. 1968. Systkini Andreu voru: Guðrún, f. 6.10. 1914, d. 18.10. 1995 og Aðalsteinn, f. 4.4. 1919, d. 11.9. 1990. Hinn 9. maí 1935 giftist Andrea Sveini Jóns- syni, f. 9. október 1910 d. 9. nóv- ember 1977. Dóttir þeirra er Hrafnhildur Sveinsdóttir, f. 28. maí 1936, gift Sigurði Magnús- syni f. 2. mars 1933 og eiga þau sex syni. Andrea og Sveinn skildu. Hinn 20. september 1942 giftist Andrea eftirlifandi eigin- manni sinum, Magnúsi Kristni Kristjánssyni, frá Hreðavatni í Norðurárdalshreppi, f. 28. júm' 1916. Foreldrar hans voru Kri- stján Eggert Gestsson frá Tungu í Hörðudal í Dalasýslu, f. 21.12.1880, d. 22.9. 1949 og Sig- urlaug Daníelsdóttir frá Stór- gröf í Stafholtstungum í Mýra- sýslu, f. 7.2. 1877, d. 8.2. 1974. Börn Andreu og Magnúsar eru: 1) Þorsteinn, f. 6. apríl 1943 og á hann eina dóttur. Barnsmóðir hans er Björk Emilsdóttir, f. 2. september 1954. 2) Magnús, f. 13. nóvember 1944 í sambúð með Björgu Ólafsdóttur, f. 13. maí 1959. Magnús var kvæntur Inger Oddfríði Trausta- dóttur, f. 13. janúar 1951 og eiga þau fímm börn. Þau skildu. 3) Sigurlaug, f. 10. júlí 1947, gift Skúla Bergmann Hákonarsyni, f. 13. janúar 1940 og eiga þau þrjú böra. 4) Guð- björg, f. 4. nóvember 1952, gift Hreini Heiðari Árnasyni, f. 31. mars 1949, d. 24. september 1972. Þau eignuðust eina dóttur. Guðbjörg á einnig dóttur með Ingólfí Kristni Þorsteinssyni, f. 7. október 1956. 5) Davíð, f. 31. mars 1956, kvæntur Margréti Guðjónsdóttur, f. 7. janúar 1962 og eiga þau þrjú böra. Andrea og Magnús bjuggu fyrstu tvö hjúskaparár sín á Árnbjargarlæk en búskap hófu þau á Hreðavatni árið 1944. Þau keyptu síðan jörðina Norðtungu í Þverárhlíðarhreppi árið 1948 og bjuggu þau þar alla sína bú- skapartíð. Utför Andreu fer fram frá Borgarneskirkju í dag og hefst athöfhin klukkan 14. Jarðsett verður í Norðtungu- kirkjugarði. Nú þegar tengdamóðir mín Adda í Norðtungu eins og hún var oftast kölluð er horfín á braut koma ótal minningar upp í hug- ann. Mér var það ljóst frá fyrstu kynnum að hún hafði mikla per- sónu að geyma, hún var víðlesin, skemmtileg og orðheppin svo eftir var tekið. Adda var hrókur alls fagnaðar hvar sem hún kom, enda oft fengin til að semja og flytja skemmtiefni á samkomum í hreppnum og víðar. Það var siður til sveita að semja allt skemmti- efni heima fyrir og þá var gott fyr- ir lítinn hrepp að eiga einstakling með slíka hæfíleika. Þrátt fyrir að Adda væri lengst af með mjög stórt heimili gaf hún sér tíma til lestrar og annarra hugðarefna. Al- gengt var að það væru fímm til sex krakkar í sveit í Norðtungu á sumrin, auk þess átti heimilislaust eldra fólk alltaf athvarf hjá þeim hjónum. Gestagangur var alltaf mikill í Norðtungu, enda fékk eng- inn að fara hjá garði nema þiggja veitingar. Adda var einfaldlega þannig, hún hugsaði fyrst og fremst um að þjóna öðrum, hún vildi að öllum liði vel. Nú þegar þú kveður Adda mín er að koma sá tími sem þér var mjög kær, grös að grænka, lömb að fæðast og heyannir nálgast. Þú varst mjög áhugasöm um að heyskapur gengi sem best og mikil og góð hey næð- ust í hlöðu. Þá munaði um hvern einstakling, jafnvel vinnukonan var send í útiverk. Þú stóðst ein eftir með barnabörnin og sást um að allir fengju nóg að borða. Það var mikið lán fyrir okkur hjónin að fá tækifæri til að ala upp börnin okkar þrjú í næsta nágrenni við Þig. Þau nutu þess að hafa ömmu svo nærri, ömmu sem alltaf var til- búin að segja þeim sögur eða fara með kvæði. Þess minnast þau enn í dag og eru þakklát fyrir. Það var oft glatt á hjalla í Norðtungu þeg- ar þú varst í essinu þínu, þá var erfitt að sjá hver var yngstur í hópnum. Adda mín, nú þegar komið er að leiðarlokum vil ég ásamt fjölskyldu minni þakka þér fyrir allar þær yndislegu stundir sem við áttum með þér, stundir sem ekki gleymast. Megi góður guð vísa þér til sætis á góðum stað þar sem þér verður þjónað, þú átt það skilið. Skúli Hákonarson. Elskuleg amma okkar. Með kærri þökk fyrir umhyggj- una, gleðina, viskuna og vináttuna. Umfram allt viljum við þakka þau forréttindi að fá að alast upp í ná- lægð við þig og afa. Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfír allt. Hnigin er sól í sjó. Sof þú í blíðri ró. Við höfum vakað nóg. Værðar þú njóta skalt Þei, þei og ró. Þögn breiðist yfir allt. (Jóhann Jónsson.) Ragnheiður, Magnús og Guðmundur Andri. Nú er hún elsku amma dáin. Þegar mamma hringdi í okkur laugardaginn 24. apríl og sagði okkur þessa sorgarfregn urðum við hálf dofnar. Amma dáin. Okkur fannst þetta svo skrítið, hún sem alltaf hafði verið til staðar frá þvi að við fæddumst. Það er skrítið að hugsa til þess að eiga ekki von á hringingu frá henni eða að eiga ekki eftir að hitta þessa glaðlegu og yndislegu konu aftur. Það eru margar góðar minningar sem við eigum um hana ömmu. Önnur okk- ar ólst upp í Norðtungu til þriggja ára aldurs. Við bjuggum í Borgar- nesi en upp í Norðtungu var farið all flestar helgar og óhætt er að segja að flest öllum sumrum hafi verið eytt í sveitinni. Þetta var ómetanlegur tími. Það var svo margt sem hún amma kenndi okk- ur og fræddi okkur um. Hugsunin um það að fara upp í Borgarnes og hitta ekki ömmu er svo skrítin, svo tóm. Elsku amma, það var svo gaman að sitja hjá þér í eldhúsinu og tala við þig, þú sást alltaf björtu hliðamar á öllu og oft gerðir þú góðlátlegt grín að sjálfri þér. Alltaf tókst þú á móti okkur með opinn faðm, það var svo yndislegt að heilsa þér með þínu hlýja faðmlagi. Elsku amma, við söknum þín og þinna samverustunda sárt. Við vilj- um þakka þér fyrir allt það sem þú veittir okkur í gegnum tíðina. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. GekkstþúmeðGuði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku afi, megi góður guð veita þér styrk á þessari sorgarstundu. Heiða Björg og Maren. Nú er blessuð Adda æskuvin- kona mín látin, síðust bama merk- ishjónanna Davíðs Þorsteinssonar og Guðrúnar Erlendsdóttur á höf- uðbólinu Ambjargarlæk í Þverár- hlíð. Þær systur Guðrún og Andrea vom meðal bestu æskuvina minna á löngu liðinni tíð. Ævi þeirra ber upp á einhverja þær mestu breyt- ingar sem gerst hafa frá landnáms- tíð. Þær systur og Aðalsteinn, sem var yngstur, hafa fæðst í torfbæ, að vísu myndarlegum, en þó ekki mik- ið frábmgðnum því sem þá gerðist í sveitum landsins. En þessi systkini áttu eftir að alast upp á einhverju glæsilegasta heimili sem til var á Islandi rétt eftir 1920.Hinn mikli fjáraflamaður og vitmaður, Davíð Þorsteinsson, reisti íbúðarhús sitt líklega kringum 1921 eða tvö, sem í augum þeirrar tíðar var líkara höll, með yfír 20 íveruherbergjum fyrir eina fjölskyldu sem víst var aldrei færri en 13-20 manns. Guðrún Er- lendsdóttir húsfreyja hafði allt sem til þurfti að reka slíkt heimili með þeim glæsibrag og myndarskap, sem hlaut almannalof. Bygging þessa húss var svo einstæð á þeirri tíð að nútímamenn geta tæplega skilið þá undmn sem bygging þessi vakti: Um 1916, þá 8 ára, fór ég með móður minni í heimsókn til föðursystur minnar, Þorgerðar Oddsdóttur, og manns hennar, Magnúsar Péturssonar að Lækjar- koti í Þverárhlíð, næsta bæ utan við Arnbj argarlæk. Þá vom alls staðar torfbæir og þeir ekla merkilegar vistaverur í augum nútíma fólks. Á einstaka stað vom komin timbur- hús, ég man ekki eftir steinhúsi, þótt það geti hafa verið á Steinum og í Svignaskarði. Átta ámm seinna fór ég þessa sömu leið. Þá vom ein- hver hús víst komin hér og þar, en mest var talað um Ambjargarlækj- arhúsið. Það þótti hreinasta undur. Þá vom þær systur Guðrún og Andrea orðnar efnilegir unglingar og ég man eftir Aðalsteini sem litl- um fallegum dreng í bláum frakka með stráhatt, líklega ferðbúinn eitt- hvað. Á þessu höfðingsheimili uxu þær systur upp og urðu fallegar stúlkur, miklir hestamenn eins og Guðrún móðir þeirra, kátar og skemmtilegar. Heimilið var að sjálfsögðu miðstöð sveitarinnar. Þar var gestkvæmt enda Davíð bóndi að sjálfsögðu hreppstjóri, valdamaður í sínu umhverfí. Þessi fjölskylda var afar vinsæl og mikils metin af öllum sínum nágrönnum. Bömin áttu eftir að sitja hvert sitt höfuðból, Guðrún á Gmnd í Skorra- dal, Andrea í Norðtungu og Aðal- steinn á föðurleifð sinni, Ambjarg- arlæk. Ég hitti þær systur síðast sem aldraðar konur og kom þá í ljós hve þær líktust hvor í sína ætt- ina, Guðrún líktist móður sinni en Andrea föður sínum. Ég get skrifað langt mál um minningar frá þessu mikla heimili Ambjargarlæk, en kæmst er mér minningin um þær systur báðar sem ég sé fyrir mér frá löngu liðnum tíma, glæsilegar, glaðar og kátar í stómm vinahópi. Og ég kveð Öddu mína elskulega, sem ég býst við að hitta bráðum á landi lifenda, með öllum okkar gömlu vinum. Aðstandendum votta ég innilega samúð. Sigurveig Guðmundsdóttir. + Elsku móðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG SVANDÍS JÓHANNESDÓTTIR frá Patreksfirði, Eyrargötu 40, Eyrarbakka, verður jarðsett frá Eyrarbakkakirkju föstu- daginn 7. maí kl. 15.00. Svanfríður Jóhanna Stefánsdóttir, Guðbjörg Svandís Gísladóttir, Anton Antonsson, Jón Ingi Gíslason, Hildur Rós Guðbjargardóttir, Sigurður Antonsson. t Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GUÐBJÖRG RÓSA GUÐJÓNSDÓTTIR, Skúlagötu 40, lést á heimili sínu að kvöldi mánudagsins 3. maí. Siguriaug Guðmundsdóttir, Jón Valgeir Guðmundsson, Guðjón H. Guðmundsson, Valgerður Hauksdóttir, Anna Guðmundsdóttir Bjornstál,Ulf Bjornstál, Lára Guðmundsdóttir, Jón Albert Sigurbjörnsson, Þuriður Bryndfs Guðmundsdóttir, Heimir Guðbjörnsson, barnabörn og barnabarnabörn. + Ástkær systir mín, GUÐRÚN INGÓLFSDÓTTIR frá Fornusöndum, síðast til heimilis á Kirkjuhvoli, Hvolsvelli, lést á Sjúkrahúsi Suðurlands, Selfossi, mánu- daginn 3. maí. Jarðarförin auglýst síðar. Fyrir hönd systkinanna, Torfí Ingólfsson. + Ástkær móðir okkar, ANNA JÓNA ÞÓRÐARDÓTTIR hjúkrunarfræðingur, Seilugranda 6, lést á heimili sínu að kvöldi mánudagsins 3. maí. Börn hinnar látnu. + Elskuleg frænka okkar, INGUNN KRISTJANA ÞORKELSDÓTTIR, Seljavegi 7, Reykjavík, lést þriðjudaginn 4. maí. Fyrir hönd aðstandenda, Ásta Þórsdóttir, Stella Stefándsdóttir. + Systir mín, SESSELJA EINARSDÓTTIR BJARNASON frá ísafirði, lést í Danmörku sunnudaginn 2. maí. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Þórunn Einarsdóttir. + Ástkær fósturfaðir minn, KRISTJÁN PÁLSSON bifreiðastjóri, Lönguhlíð 18, Bíldudal, verður jarðsunginn frá Bíldudalskirkju föstudaginn 7. maí kl.14.00. Sigrún Ellen Einarsdóttir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.