Skírnir - 01.01.1873, Side 70
70
FRAKKLAND.
atkvæSi sitt heiraa hjá sjer eSa þar sem hann er staddur, en
Jrarfi ekki a8 koma á kjörstaSinn. Mundu Jsá allir kjósendur
greiSa atkvæSi, og er hverjum manni auSsætt, aS meS Jjví móti
yrSi miklu meira aS marka kosningar en áSur, er varla komu
aSrir á kjörfundi en óróaseggirnir eSa J>eir, sem þingmannsefniS
keypti til þess; hinir unnu þaS sjaldnast til, aS fara frá vinnu
sinni og ef til vill langan veg á kjörstaSinn, meS því aS þeir
Ijetu sig litlu skipta, hvernig kosningin færi. Ekki er nefndin
heldur mjög mótfallin þessum tillögum Thiers. En svo kemur aS
reglunum um, hve mikil ráS hvort eigi aS hafa fyrir sig, forseti
og þingiS; þaS er mergurinn málsins og þar á Thiers von á snarp-
ri glímu viS nefndina og síSan þingiS. Hann vill fá aS koma
á þing og taka til máls þar þegar h onu m þykir þörf á eSa ráSa-
neyti hans, en nefndin vill aS þingiS ráSi því, og hugsar sjer
aS bola hann hurt frá öllum afskiptum af aSgjörSum þingsins.
En hann mun heldur kjósa aS skila af sjer völdum, en aS láta
þoka sjer þverfótar í þessari grein. Enn greinir hann og á
viS nefndina um, hve langan tima forseta skuli látiS heimilt aS
fresta útkomu laga, er þingiS hefur fallizt á (suspensivt Veto).
Loks vill hann láta nefndina og síSan þingiS setja reglur um,
hvernig hagaS skuli stjórn meSan standi á nýjum kosningum, eptir
aS þessu þingi er slitiS; en nefndin segir allan dag til stefnu til
þess; þaS sje langur tími þangaS til enn. En suma grunar, aS
hann muni ekki verSa svo langur, ef Thiers má ráSa. þó er
þaS ekki svo aS skilja, aS neinn gruni hann um ofbeldisráS viS
þingiS, eSa aS hann muni fara eins og Napóleon þriSji; hann er
of ráSvandur til þess, enda tók hann þvert fyrir slíkt í vetur
fyrir jólin, er á hríSinni stóS viS einvaldsmenn, og voru þó eflaust
margir þess eggjandi þá (þar á meSal hiS mikla LundúnablaS,
Times). Hann hefur von um aS verSa búinn aS koma af sjer
þjóSverjum áSur áriS er liSiS, en þá á þingiS aS hætta störfum
sínum eptir því sem til var ætlazt er því var stefnt saman íBordeaux;
en þaS mun ætla sjer aS þrauka viS völd fram yfir þann tíma,
eSa meSan því er látiS þaS haldast uppi. — Hvernig þessi bar-
átta fer, er bágt aS vita, en vonandi, aS þeir verSi hlutskarpari,