Skírnir - 01.01.1873, Page 84
84
FRAKK[,AND.
fulltrúaj?ing þjóSarinnar, eSa breytir einræbisstjórn sinni í þing-
bundna stjórn (í jan. 1870); en þaS var ura seinan. Reyndar
leit þá svo út meS fyrstu, sem allt ætlaSi aS fara vel aS stöfn-
um, og um voriS eptir galt lýSurinn jákvæSi viS hinni nýju stjórn-
arskipun og tjáSi meS þvi enn af nýju keisara hollustu sína; en
þá kom þaS þó upp, aS ekki var alstaSar heilt undir fótum
keisarastjórnarinnar: í öllum hinum stærri borgum urSu neikvæSin
ofaná, og í hernum gengu nær 50 þúsundum atkvæSa móti keis-
ara. Mun hann þá hafa þótzt sjá, aS sjer mundi eigi annaS
hlýSa en freista hamingjunnar í hernaSi, og afla sjer og ættmönnum
sínum aptur vinsælda meS ágætum sigurvinningum. þaS er öllum
kunnugt, til hverra tíSinda þaS óhapparáS dró. Sjálfsagt hefur
Napóleoni keisara komiS óvart ósigurinn fyrir Prússum, þótt ekki
væri honum aS vísu ókunnugt um vanbúnaS hersins; hann hefur
treyst hreysti Frakka ekki miSur en aSrir. YiS ófarirnar hjá
Sedan hrundi keisarastjórnin um sjálfa sig. Napóleon mundi helzt
hafa kosiS aS falla viS Sedan, úr því sem þá var komiS; en svo
lánsamur varS hann ekki. Annan septbr. gekk hann á vald sigur-
vegara sínum, Yilhjálmi konungi, og var síSan færSur austur á
þýzkaland, í höll þá er heitir á VilhjálmshæS. þaSan leitaSi hann
eptir ófriSinn enn sem aS fornu fari hælis á Englandi, og átti
þar síSan bústaS í þorpi einu litlu skammt frá Lundúnum, er
Chislehurst heitir. þaS er kunnugt, aS fariS var aS bera á heilsu-
brest hjá Napóleon keisara hin síSustu stjórnarár hans. í her-
förinni versnaSi honura meiniS (þaS var þvagsteinn), og lauk svo
aS þaS dró hann til bana.
Sjaldan hafa veriS lagSir jafn-ólíkir dómar á nokkurn mann
og á Napóleon þriSja. Sumir vísa honum á bekk meS mestu skör-
ungum mannkynssögunnar, aSrir kalla hann veriS hafa bæSi litil-
menni og niBing hinn versta, og í þann flokk láta nú margir dragast
þeirra er áSur báru lof hans fjöllum ofar, eSa þegiB höfSu af honum
mestu velgjörBir; en þeir voru margir; því aB um þaS ber flestum
saman, aB hann leysti nálega hvers manns vandræSi, er til hans
leituSu um fjárstyrk eSa annaS liSsinni. Hann var og allra manna
vinfastastur og mjög ástúSlegur ættingjum sínum. Á stjórnmennsku