Skírnir - 01.01.1873, Qupperneq 114
114
TYRKJAVELDl.
stjórnenda. þó þótti GySingum ekki eigandi undir trvggS Rúm-
ena eptirleiBis, og tóku sig margir saman um aS flytja búferlum
til Yesturheims. Er mælt, aS farið hafi þangað nær 40
þúsundum.
G r i k k I a n tl.
Á stjórnarfari þar í landi er enn sami óstöSvunar-bragur og
aS undanförnu. Gengur varla á öSru en þingslitum og ráS-
herraskiptum , og hirSum vjer eigi aS hcrma nákvæmlega allar
þær botnveltur. Eptir stjórnarskrá Grikkja eru þingmenn kosnir til
fjögra ára, en meir en tvö ár í senn hafa þeir aldrei enzt þann
tíma, er Georg er búinn aS vera þar konungur (síSan 1864); er
eigi aS búast viS aS þetta lagist fyr en stórmennum Grikkja lærist
aS sinna betur gagnsmunum ættjarSar sinnar en svo, aS vera í
sífelldum eltingaleik um ráSherrasætin. I febr. helgaSi konungur
enn eitt nýkosiS þing; hinu hafSi veriS slitiS fyrir jólin. SagSi
hann í ræSu sinni, aS nú væri stigamönnum gjöreytt í öllu land-
inu, og væri stjórnin nú aS semja viS soldán um aS banna þeim
hæliS i hans landareign (grenndarhjeruSunum, Makedóníu og
þessalíu).
Ekki varS neitt af, aS Laurionþrætan væri lögS í gerS
(smbr. 15 bls.), en nú er hún þó loksins á enda kljáS, meS þeim
liætti, aS hlutafjelagiS frakkneska ogítalska, er eignaSi sjer nám-
urnar, hefur sleppt þeim viS auSugan peningasala grískan, er
Zingros heitir, fyrir hálfa ■ þrettándu miljón drakma (rúmar 4
milj. dala). þótti þaS drengilegt bragS af Zingros, aS leysa land
sitt þannig undan vandræSum.
Spiridion Trikupis, einn af köppum Grikkja í frelsisstríBinu
viS Tyrki forSum daga, andaBist í vetur í hárri elli. Hann var
og einn í bráSabirgSastjórn þeirra 1826, og stýrBi síBan opt
ráSaneyti konúngs. Um eitt skipti var hann erindreki Grikkja í
Lundúnum. þá reit hann uppreistarsögu þeirra, og er sú bók
mjög nafntoguS. Trikupis var göfugmenni hiS mesta, og unni
manna mest ættjörS sinni.