Skírnir - 01.01.1915, Blaðsíða 157
Æskuminningar.
157
Vel bjart var í herberginu, og sló klukkan 6 á meðan eg
vakt.i. Eg sneri mér fram í rúminu og horfði til hurðar.
Sá eg þá að dyrnar opnuðust og inn kom hávaxin kona,
nokkuð við aldur.
Hún var sveipuð hvítu líni, nema fæturnir og andlit-
ið var bert. Hárið var dökt og féll niður um herðarnar
laust. Andlitið var fölt og horað. Hún gekk með kross-
lögðum höndum innar eftir gólfinu að rúminu og lagðist til
fóta yflr fæturnar á fóstra mínum og mér. Þunga fann
eg engan, en sá hana skýrt. Svo stóð hún upp, gekk
fram eftir gólflnu þar til hún var komin fram á það mitt;
þar nam hún staðar, leit um öxl sér og starði fast á mig.
Og það augnaráð man eg alla æfi — það var svo mikill
dauði í því. Svo gekk hún út úr herberginu, og hurðin
féll aftur á eftir henni.
A meðan þessu fór fram, gat eg ekkert hreyft mig
og ekkert sagt, heldur starblíndi altaf á hana. En þeg-
ar hún fór út úr herberginu, fór þetta farg af mér. Eg
vakti fóstra minn og sagði honum frá sýninni. Hann
gerði lítið úr henni og sagði mér að fara að sofa, en ekki
varð mér svefnsamt úr því. Um morguninn áður en
fólk fór á fætur, kom bóndi þessi, er áður er getið um,
að finna fóstra minn. Honum var boðið inn, og settist
hann á rúmið hjá fóstra mínum, nákvæmlega þar sem
konan hafði setið.
Seinna um daginn lýsti eg konunni fyrir manni, er
á heimilinu var; sagði hann lýsinguna bera alveg saman
við konu manns þessa að öðru en því, að mér sýndust
augun dekkri en þau höfðu verið.
Eitt atvik er frá þessum tíma, sem eg man eins og
það hefði gerst í gær.
Það var að vorlagi, lóan var nýkomin, eg var að
leika mér úti á túni. Stór lóuhópur kom fljúgandi og
settist skamt frá mér. Alt í einu var eins og hvíslað
væri að mér: »Taktu upp stein og reyndu að hitta ein-
hverja lóuna«. Eg greip upp stein og henti í lóuhópinn.
Allar flugu upp nema ein. Hún baðaði út vængjunum en