Skírnir - 01.01.1915, Side 196
196
Ritfregnir.
anna, er bjargaö úr fönn eftir marga daga. »S/nin« og »Völvan«
eru um íslenzka fyrirburði. »Hættuleg næturvarðstöð« gerist er-
lendis, þótt völvan só einnig látin segja bana.
Frumsamdar á þyzku eru : »Unglambið« (bls. 87—101), snot-
urt sögukorn um alíslenzkt efni: sauðburðinn og árásir krumma
á ungviðið, »Slysalegt veðmál« (bls. 133—151) erlends efnis. Þá
er og sagan um »Nonna og Manna á fjöllum uppi« (bls. 151—259)
í 8 þáttum, frumsamin á þ/zka tungu. Hún er um mann, sem
lagst ’nafði út, eftir að hann í ölæði hafði orðið mannsbani. Þeir
bræðurnir, Nonni og Manni, hefja fjallgöngu sér til skemtunar,
rata í /msar hættur og æfintyri, og er loks bjargað af útilegu-
manninum, sem hysir þá náttlangt í helli sínum og kemur þeim
síðan heilum á húfi aftur heim til foreldra sinna; síðan yfirgefur
hann helli sinn, kemst fyrir aðstjð vina sinna á ensku skipi til
Bretlands og þaðan til Ameríku. ^aga þessi er skemtileg, með
fögrum náttúrul/singum og einkar vel sögð.
Síðasta sagan í bókinni er »Nonni úti í bylnum« (bls. 259—
293), ferðasaga Nonna litla frá Akureyri að Hálsi (dulnefni) í af-
mælisheimboð til Valda vinar síns. Endar ferð sú með skelfingu.
Þegar N. á skamt eftir til bæjar er hann skollinn á með blindbyl
og geysilegri fannkomu. Hann hrapar með hundi og hesti niður í
gil eitt skamt frá bænum Hálsi og er honum bjargað þaðan, þjök-
uðum og aðfram komnum, af leitarmönnum frá Hálsi. Saga þessi
er ágæt, þótt stutt sé, atvikin svo ljós, frásögnin svo áhrifamikil,
að lesandinn fylgir með athygli þessum unga Heraklesi á þrauta-
braut hans, sem ætti hann hvert bein í honum.
Hin bókin: Nonni og Manni, er samfelds efnis. Þeir bræðurnir,
Nonni og Manni, róa á litlum báti út á Akureyrarhöfn (Pollinn)
til fiskjar. Veiðihugurinn og flautuleikur Nonna, sem hygst að
seiða fiska úr sæ með hljóðpípu sinni, teygir þá lengra út á fjörð-
inn en þeir höfðu leyfi til og lætur þá gleyma tímanum. — Nú
fer að þykna í lofti og veður að kólna og brátt kemur á þá niða-
þoka, svo að þeir missa lands/n og straumurinn ber þá til hafs.
Hvölum sk/tur upp rétt hjá kænu þeirra, svo að nærri liggur að
hvolfi undir þeim, neglan fer úr bátnum, skyrtuermi annars þeirra
er skorin frá bolnum og henni troðið í gatið til bráðabirgða, þar
til báturinn er þurausinn með húfum þeirra að austurtrogi og
neglan loks finst í bátnum. Nóttin skelfir þá, kuldinn nístir þá,
dauðans ótti yfirbugar þá. I hörmum sínum snúa þeir sér í bæn
til drottins og strengja þess heit að vinna að kristniboði meðal