Skírnir - 01.01.1915, Qupperneq 210
210
ísland 1914.
og ferð á stangli. Sala i Englandi hefir verið með bezta móti;
einkum síðustu mánuði ársins. Um tíma lágu margir af botn-
vörpungunum um kyrt hér, en frá því í nóvember voru flestir á
veiðum og flestir þeirra söltuðu aflann, og öfluðu þeir vel, eftir
því sem um er að gera um þann tíma árs. Ef hindranirnar af
stríðinu hefðu eigi hamlað síðari hluta ársins, þá hefði þetta ár
verið eitt bið bezta aflaár vegna þess, að fiskur var í óvanlega háu
verði, bæði saltfiskur og ísfiskur. — Á skúturnar var heldur ryr
vetrafli og vorið slæmt, en sumarið eftir Jónsmessu gott, svo að
fyrir skúturnar er árið meðalár í heild. Bátaafli var í góðu með-
allagi sunnanlands, en r/r vestanlands. Um tíma af sumrinu var
ágætur bátaafli norðanlands.
Verzlun var sæmilega góð, þangað til ófriðurinn hófst og fróttir
bárust um útflutningsbann á /msum vörum í nágrannalöndunum.
Greip menn þá ótti um, að til vandræða mundi horfa, og gerði al-
þingi ýmsar ráðstafanir til þess að firrast þau. Það valdi 5 manna
nefnd úr sínum hópi »til þess að vera landsstjórninni til ráðu-
neytis um ráðstafanir til þess að tryggja landið gegn hættu, sem
því geti stafað af ófriði stórvelda í Norðurálfu«. Nefnd þessi var
alment kölluð »Velferðarnefndin«, og starfaði hún við hlið lands-
stjórnarinnar einnig eftir að þingi sleit. Heimildarlog voru gefin
út fyrir landsstjórnina, 1.) »til þess að kaupa frá útlöndum fyrir
landssjóðs hönd hæfilegar birgðir af nauðsynjavöru, svo sem kornir
kolum, salti, steinolíu, vélaolíu, veiðarfærum, læknislyfjum o.s.frv.
2) að verja til slíkra kaupa handbæru fó landssjóðs, er hann má
missa frá öðrum lögmæltum gjöldum, sbr. þó 4. lið. 3) að taka alt
að 500 þús. kr. lán til slíkra kaupa. 4) að stöðva fjárgreiðslur
þær, sem taldar eru í fjárlögunum fyrir árin 1914 og 1915 i 13.
gr. B. II—XVIII, svo og allar lánveitingar úr viðlagasjóði, sem
lieirpilaðar eru í fyrgreindum fjárlögum, þó svo, að eigi komi í bága
við þegar gerða samninga og ráðstafanir um verk eða loforð um
lánveitingar á þessu ári«. Ennfremur var stjórninni heimilað að
leggja bann við útflutningi bæði aðfluttra nauðsynjavara og íslenzkra
matvæla, og að taka eignarnámi matvæli og eldsneyti hjá kaup-
mönnum eða framleiðendum, gegn fullu gjaldi. Til þess að tryggja
landssjóði gullforða, ef til þess kæmi að nota þyrfti heimildarlögin,
samþykti alþingi önnur lög, er leystu íslandsbanka til bráðabirgða
undan þeirri skyldu, að leysa seðla sína inn með gulli, gegn því
að hann afhenti landsstjórninni allan málmforða sinn, en hún skyldi