Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Page 2

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Page 2
2 miklu leyti. Þá er hann var kominn á 17. ár, var honum komið fyrir hjá presti í nágrenninu til að æfa sig í skrift og læra frum- atriðin í reikningi og byrjun í dönsku. Ekki var það þó nema hálfs- mánaðar tími; meiri tíma þótti ekki í það eyðandi. Þótti Brynjúlfi þetta þó betra en ekki, og bætti sjálfur við smátt og smátt. Sama ár fór Brynjúlfur fyrst til sjóróðra. Keri hann eftir það 13 vetrarvertíðir í Grindavik, og einnig nokkrar vorvertíðir í Reykja- vík. Verferðir þessar höfðu að ýmsu leyti góð áhrif á hann. Víkk- uðu þær sjóndeildarhring hans og komu honum í kynni við marga. I landlegum hans í Reykjavík fékk hann færi á að kynnast þar ýmsum merkum mönnum, því að ekki skorti hann framfærni. Arni Thorsteinsson landfógeti vakti athygli hans á grasafræði, dr. Jón Hjaltalín landlæknir á jarðfræði, Jón Pétursson yfiidómari á ætt fræði, Sigurður Guðmundsson málari á fornfræði og Jón Arnason bókavörður á þjóðsögum. Bæði þessir menn og aðrir léðu eða gáfu honum ýmsar fræðibækur, og nam hann margt af þeim. Þótti hon- um nú vænkast ráð sitt. En þá kom »babb í bátinn«. Brynjúlfur hafði aldrei verið heilsu- hraustur, en þó getað aðstaðið með alla algenga vinnu. En nú misti hann heilsuna snögglega og það svo mjög, að hann beið þess aldrei fullar bætur. Lýsti þessi veiki hans sér einkum í höfuðsvima og magnleysi. Var um kent byltu af hestbaki. Þetta var árið 1876. Fótavist hafði hann oftast, en þoldi ekkert á sig að reyna, og um tíma gat hann hvorki lesið né skrifað, og varla talað nema í hljóði. Leitaði hann ráða hjá ýmsum læknum, en aðalráðið hjá þeim flest- um var það, að hann mætti ekki vinna og jafnvel ekkert á sig reyna. Þessu átti hann erfitt með að fylgja, því að með einhverju þóttist hann þurfa að hafa ofan af fyrir sér, og vildi ógjarna verba öðrum til þyngsla. Var nú helzta úrræðið að leita trausts hjá for- eldrum sínum, sem enn lifðu. Bráðum tók honum þó að skána, svo að hann fór að geta lesið og skrifað, og reri hann jafnvel enn tvær vertiðir. Þessa áreynzlu þoldi hann þó ekki, og versnaði honum nú aftur svo, að hann varla gat staðið uppréttur. Hann klæddist þó oftast, en varð að láta klæða sig og afklæða. Hann hrestist þó aftur svo, að hann fór að geta lesið og skrifað, en þá varð hann að halda bókinni eða skriffærunum beint útundan augunum. Hélt hann því að mestu síðan. Smámsaman fór hann nú að styrkjast betur, einkum við köld böð og reglubundinn lifnaðarhátt, en um líkam- lega áreynslu var ekki framar að tala. Þó að honum eðlilega þætti sárt að missa heilsu sína á bezta aldri, bar hann þetta mótlæti sitt með mesta jafnaðargeði. Síðar

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.