Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Page 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Page 18
Skjaldarmerki íslands. Nokkrar athogasemdir. I ritgerð sinni um merki íslands, í Andvara 1883, benti Pálmi yfirkennari Pálsson á það, að þorskurinn í skjaldarmerkinu var á dönskum myntum jafnan sýndur óflattur frá því 1591 til 1624, en upp frá því, og á nokkrum ártalslausum myntum frá ofanverðum dögum Kristjáns 4., var hann sýndur flattur. Einnig benti hann á, að þorskurinn á innsigli íslands frá 1593 (nr. 4390 í Þjóðmenningar- safninu) virðist vera óflattur.1) Aleit Pálmi af þessu, að skjaldar- merkið hafi í fyrstu, eða frá miðri 16. öld og síðan um þrjá aldar- fjórðunga, verið með mynd af óflöttum þorski, en síðan hafi merkinu verið breytt, þorskurinn sýndur flattur. Pálmi sýnir á 2. mynd í ritgerð sinni skjaldarmerki íslands með flöttum þorski eftir mynd í Landoámu, sem prentuð var í Skálholti 1688. En þessi mynd af skjaldarmerkinu var orðin gömul þá er hún var notuð á Landnámu þessa. Myndarmótið er til enn, nr. 445 í Þjóðmenningarsafninu, og tekur Sigurður málari Guðmundsson það fram í Skýrslu um Forngripasafn Islands II, bls. 50—51, að með því sje prentuð skjaldmerkismyndin í Enchiridion, Hólum 1600 og Anatome Blefkeniana, Hólum 1612. En myndarmótið er enn eldra: Skjaldmerkismyndin aftan á titilblaði sálmabókarinnar, sem Guð- brandur byskup Þorláksson gaf lít 1589, er prentuð með því. Eldra er það heldur ekki, þvi að í það er skorið það ártal: 89. Það hefir verið alveg nýtt er það var notað á sálmabókina og er sennilegast, að mér virðist, skorið af Guðbrandi byskupi sjálfum.2) Mynd þessi á sálmabókartitilblaðinu er mjög skýr að öllu leyti, en nú er mótið, ‘) Sbr. ennfr. ritgerð Pálma í Andvara 1898, bls. 248—49. s) Mynd þessi, bin fyrsta, er gerð var með þessu myndarmóti nýju, mun nú ekki annars staðar til vera en á þvi eina eintaki, sem til er af titilblaði sálmabókar- innar, og hefir nú Þjóðmenjasafnið fengið nákvæma eftirmynd (ljósmynd) af því til þess að setja framan við það eintak, sem safnið á af sálmabók þessari (nr. 1673 i Þjóðmenningarsafninu).

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.