Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Page 19

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Page 19
19 sem er skorið úr tré, orðið mjög óglögt, svo sem sjá má á meðfylg- jandi mynd 1, sem er prentuð með því. Þessi skjaldmerkismynd sýnir þorskinn flattan og er ekki aðeins eldri en frá 1624, heldur meira að segja eldri en innsiglið frá 1593. Eins og sjá má á nefndri Skýrslu um Forngripasafnið, bls. 52, á Þjóðmenningarsafnið annað myndarmót með skjaldmerkismynd ís- lands (nr. 454, sbr. nr. 455). Með því er prentuð skjaldmerkismynd- in aftan á titilblaðinu við bænabók eftir Joh.Lassenius,Hólum 1682. Þetta myndarmót, og umgjörð sú er virðist tilheyra því, mun varla vera mikið yngra en hitt. Með því er prentuð meðfylgjandi mynd 2. Að líkindum er það íslenzkt og kann að vera eftir sama mann og hið fyrnefnda. Þorskmyndin í Stokkhólmsbók (nr. 5 fol., sbr. fsl. fornbrs. III. 152), sem dr. Jón Þorkelsson fann og álítur dregna af þeim er skrif- að hefir bókina um 1360, sýnir flattan þorsk, og er mjög lík þorsk- myndinni á þessum myndamótum. Sú mynd er vitanlega alíslenzk og hafa menn álitið að hún eigi að tákna skjaldarmerki íslands, þótt engin sé dregin skjaldarmyndin né kórónumyndin. Þannig verða þá til 2, eða rnáske 3, myndir íslenzkar af skjaldmerkis-þorskinum eldri en hinar dönsku skjaldmerkismyndir á myntunum og í inn- siglinu, og eru allar þær íslenzku með þorskinum flöttum, en þær dönsku með honum óflöttum, samkvæmt skýrslu Pálma, alt fram til 1624.1) Jón Jónsson sagnfræðingur benti á það í Fánabókinni,2) fylgir. I, bls. 5, að þorskurinn í innsigli íslandsfaranna í Hamborg, sem til ‘) Hér eru ekki neinar af myntunnm sjálfum til þess að geta fullvissað sig um að þetta sé svona á myntunum, en hér er til 4 Landsbókasafninu myntverkið mikla: „Danske Medailler og Mynter i det Kongelige Kabinet11 og „Beskrivelse over danske Mynter og Medailler i den kongelige Samling.11 Kiöbenh. 1791. Virðast myndirnar af myntunum vera mjög nákvæmlega gerðar og i fullri stærð. Meðal myntanna frá 1603 er gylt specía, nr. 20 á XXII. (mynta Kr. 4; nr. 60 a i lýs.) með þorskmerkinu neðst í miðju á innra (eða mið-) skildi, — niðurundan hjartaskildinum, sem er með skjaldarmerki Danmerkur; á þessu þorskmerki virðist þorskurinn flattur (hnakkakúla í miðju), en merkið er áreiðanlega skjaldarmerki íslands (sbr. nr. 2 á II. myndabl.). — Speciurnar frá 1608, nr. 4 á VII. myndabl. og nr. 6—7 á IX. myndabl. (sbr. lýs. 138—40) eru með þorskmerki, sem litur út á myndunum svo sem það sé með flöttum þorski, en myndirnar eru ekki vel glöggar. Sama má segja um nr. 12 á IX. myndabl. (lýs. 184), speciu frá 1609, og aðra frá 1612, nr. 2 á IX. myndbl. (lýs. 233). — Þorskmyndirnar á myntamyndunum frá tíð Friðriks 3. sýna ekki fremur flattan þorsk en þessar. ’) íslenzki fáninn, Rvik 1914 (útg. 17. júni). 3*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.