Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Page 28

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Page 28
28 Ursúla og stallsystur hennar voru ekki mikið dýrkaðar hér á landi og líklega mest kunnar af tímatalinu; er ártíðardagur þeirra nokkrum sinnum nefndur í fornskjölum. Ekki er kunnugt að kirkj- ur hér á landi hafi verið þeim helgaðar aðrar en Melakirkja í Mela- sveit, sem helguð var guði almáttugum, 11 stór-máttugum dýrling- um, en svo þar að auki »sanctarvm undecim m(illium) oc ollvm helgvm*.1) Ekki er kunnugt að til sé nú saga hennar á íslenzku, en til hefir hún verið í bókasafni Möðruvalla-klausturs 1401.2) Er í rauninni merkilegt að til er þessi mynd Ursúlu á þessu horni og ætla jeg að myndir af henni séu ekki algengar á ííorður- löndum. Þykja mér miklar líkur til að sá, er skar mynd þessa, hafi þekt meira en lítið til Úrsúlusögu. Af myndunum að dæma, búningi persónanna, og af öllu útliti hornsins mun mega ætla, að það sé varla yngra en frá 1400. Þá skal getið næsta horns, nr. 4176 í safninu, gefið því af Árna bónda Jónssyni á Stöpum á Vatnsnesi 22. okt. 1895. Það er nú með trébotni kringlóttum, 5,9 cm. að þverm., og gati í gegnum stikilinn. Lengdin er að utan 26,5 cm., en að innan 19,5 cm. Þvermál um stikilinn 1,8 cm., en um barmana 6,1—6,3 cm. Á það eru skornar 3 höfðaleturslínur umhverfis, og rósastrengur í íslenzkum stíl á milli 2. og 3. línu. Útskurðurinn á mjórra helmingi hornsins hefir flagn- að af að mestu, en má þó sjá, að næst 3. línu heflr verið 5—7 cm. langur kafli með bekkjum langsum, og á stiklinum hefir verið snún- ingur, likt og er á 3. horninu, sem hjer verður lýst. — Áletrunin byrjar innan á horninu í 1. línu og er sú lína þannig: gott \ er \ ad | dreckag. | Síðasti stafurinn er mjög mjór vegna þrengsla, en þó fullskýr; nokkuð er þetta g þó frábrugðið öðrum geum i áletr- uninni. Miðlínan er svo: goda \ ol \ gledur | þad. Fyrsti stafurinn lítur nú út fyrir að vera g, en gæti verið breytt o, og hér hafi þá staðið framhald af orðinu, sem byrjaði með litla ge-inu í 1.1., nefnilega gooda. En aftasti stafurinn í þessu orði er einnig mjög mjór og er vafasamt hvort hann á að vera a; hann er með bandi yflr eins og 0 i höfðaletri því sem Brynjúlfur Jónsson setti í Árb. 1900, bls. 41. Síðasta línan er að miklu leyti flögnuð af; þó virðist mega lesa man8(ins) og mætti til geta, að hér hafl svo staðið t. d. hiarta3). Áletrunin er sýnilega helmingur af drykkjuvísu og hefir sennilega verið hid (hið) á undan goda í vísunni: ‘) Sjá D. I. I, bls. 419. s) Sjá D. I. V., bls. 289. 8) Sbr. Dav. sálm. 104,15 (— — — ad Yijned gledie Mannsinns Hiarta —-, stendur i ntleggingu Guöbrands byskups). — Sbr. Sir. 32.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.