Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Side 32

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Side 32
kafli með postulamynd framan á horninu og vængjuðum kynjadýr- um (»drekum«), blöðum og blómum út frá og aftur fyrir. — Postul- inn virðist mér helzt vera Jakob yngri. — Þar næst er höfðaleturs- lína umhverfis: ihesvs | knme \ til, og loks ermjósti kaflinn, stikillinn, og er hann snúinn. Það er bersýnilegt að allar þessar dýrlingamyndir eru skornar fyrir siðaskiftin og er hornið því ekki yngra en frá fyrri hluta 16. aldar. I rauninni virðist það kunna að vera frá því snemma á þeirri öld. Kann Eggert lögmaður að hafa fengið það nær nýtt á unga aldri (f. um 1510—15), eða faðir hans, Hannes hirðstjóri Egg- ertsson (d. 1533). Norðmenn hafa álitið, að horn þetta muni í fyrstu hafa verið gert til að vera og verið kirkjugripur; kom B. E. Bendixen skóla- stjóri fyrstur fram með þá skoðun1) og 10—11 árum síðar lét dr. L. Dietrichson prófessor ótvírætt í ljósi þá skoðun, að hornið hefði verið krismaker. Fám árum síðar (i905) lét Bendixen aftur uppi það álit sitt, að hornið hefði verið kirkjugripur, krismaker eða helgidómaker. Féllust nú fleiri á þetta og talar dr. Harry Fett því um hornið sem krismaker í bók sinni Norges kirker i middelalder- en (Kria 1909, s. 135—36); sömuleiðis talaði Troels-Lund um það í bók sinni Dagligt Liv i Norden, VIII. 94—95, sem krismaker; nefna þeir það »oliekande« og »01jehorn«. Hornið var á þessum árum yflr á Englandi, en fékkst þaðan 1911, dýru verði keypt, og náði þá listiðnaðarsafnið (Kunstindustrimuseet) í Kristjaníu í það. Þá var farið að rannsaka það betur og benti Einar Lexow á það, eins og áður er getið, að hornið sjálft væri upp- runalega islenzkt, en silfurbúið í Kaupmannahöfn. Arið 1912 ritaði Oluf Kolsrud, kirkjusögufræðingur við háskólann i Kristjaníu ágæta grein um hornið2) og sýndi fram á, að það hefði ekki getað verið krismaker. Aftur á móti réði bann það af áletraninni og myndun- um, einkum krossfestingarmyndinni, að það myndi hafa verið kirkju- gripur og helzt helgidómahorn, eins og Bendixen hafði fyrst’ látið í ljósi. En hann sá auðvitað að það hafði aldrei verið kirkjugripur i Noregi, eins og menn þá almennt héldu þar (og í Danmörku), úr því að það var gert á Islandi fyrir siðaskiftin og síðan búið í Kaup- mannahöfn eftir siðaskiftin. — Honum var þá ekki kunnugt um önnur íslenzk drykkjarhorn með krossfestingarmyndum. *) í Bergene Museums aarsber. 1891, nr. 5. s) I Kria. Kunstindnstrimus. aarsber. for 1911; ennfr. viðbót við þá ritgerð í sama ársriti f. 1912.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.