Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Page 81

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1915, Page 81
81 6747. 6748. 674'.). 6750. 6751. 6752. 6753. eru það mannshöfuð 2 skegglaus og með hár ofan á háls; en fyrir neðan hausana eru köntótt typpi með svörtum og rauðum lit. Er mjög líkt verk á báðum þessum myndum og eru þær sýnilega af sama hlut (prédikunarstól?) og eftir sama mann. íslenzkar og líklega frá því um 1700. L. 15,5 sm. '8/ti Ðúkur úr hvítu lérefti með miklum útsaumi innan við jaðrana og upphafsstöfum á miðju dregnum rétt og öf- ugt, torlæsilegum (G I D?). Umhverfis jaðrana eru kniplingar mjóir og smágerðir. Fóðraður með hvítu lérefti. Ferhyrndur, ca. 50 X 51 sm. að stærð. Senni- lega frá 18. öld. Virðist of stór til þess að hafa verið patínudúkur og ekki líklegur til að hafa verið kaleiks- klútur, til þess að þerra með kaleikinn. Liklega hefir hann verið notaður svo sem korpóraldúkur og verið kallaður svo. — Ljósberi úr látúni, kringlóttur, 22 sm. að þverm., um 36,5 sm. að hæð auk fóta (ca. 4 sm.) og kúlu og höldu (hring, þverm. 8,8 sm.) upp úr. I neðri hlutanum eru 16 hornrúður í 2 röðum umhverfis, st. um 8X6,5 sm., en efri hlutinn er úr látúni, hvelfdur og allur gagn- skorinn. Er ágætt verk á þessu, útlent og líklega frá miðri 17. öld. Mjög svipaður látúns-ljósbera þeim, sem sýndur er á 132. mynd í bók Fr B. Wallems, Lys og lysstel, bls. 38. — Þrjár af rúðunum eru úr. — Graduale, ed. XIV, Hólum 1747. í alskinnsbandi með þryktu verki og leifum af látúnsspenslum. — Vantar eiðinn aftan af. — Graduale, ed. XV., Hólum 1749. í alskinnsbandi. Vant- ar eiðinn. — Graduale, brot af Hólaútg. Vantar titilblað og alt fyr- ir aftan bls. 250. í alskinnsbandi. Dominicale, prentað í Skálholti 1686; 1. örkin skrifuð. Bundið í alskinnsband með pressuðu verki og leifum af látúnsspenslum á. Allir þessir gripir eru frá Háls-kirkju í Fnjóskadal, nr. 6743—52. 23/n Kaffikanna úr eiri, sporöskjulöguð, þverm. 14,2—16 sm. um bumbuna, en 11,7—13 sm. um botninn; hæð með loki, sem er dálítið hvelft, 14,8 sm. Stútur fram úr og handarhald aftur úr; typpi hefir verið á lokinu, en er 11

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.