Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 108

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Page 108
112 ARBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Víg Hjörleifs á að hafa verið hið fyrsta á Islandi, og er hér að sjá sem landvættir hafi verið taldar hafa fyrzt við. En ekki er neitt sagt um hvers háttar vættir þetta voru eða hvort þær hafi látið van- þóknun í ljós með einhverju móti. En sé sú tilgáta rétt áð grímr hafi verið meðal vætta í íslenzkri þjóðtrú eins og norskri (þar oftast um að ræða fossegrimen, en kemur einnig fyrir sem vættur á fjalli uppi), mætti ætla að hann hefði verið í hópi vætta á þessum slóðum.1 í Landnámabók er á einum stað sagt frá vætti — ónefndri en með jötnasvip — sem veldur uppkomu jarðelds: „Þá var Þórir gamall og blindur er hann kom út síð um kveld og sá að maður reri utan í Kaldárós á járnnökkva, mikill og illilegur, og gekk þar upp til bæjar þess er í Hripi hét og gróf þar í stöðulshliði. En um nóttina kom þar upp jarðeldur og brann þá Borgarhraun.“2 Á blómaskeiði vættatrúar virðist heitið álfur (alfr) hafa verið mjög víðtækt og jafnvel haft svipaða merkingu og orðið vættur; í Eddu- kvæðum eru álfar oft nefndir í sömu svifum og æsir.3 Hólar og klettaborgir, hamrar og gjár hafa ævinlega verið talin líkleg heim- kynni álfa. Fyrri liður þeirra örnefna sem kennd eru við álfa eru ýmist Álf-, Álfs-, Álfa- eða þá Álfkonu-, en auðvitað ber að gæta þess að Álfs-örnefni gæti líka verið kennt við mann méð því nafni (sbr. bæjarnafnið Álfsnes). Orðið alfmaðr kemur ekki fyrir í fornritum, en varla verður dregið í efa að það hafi verið til eins og alfkona og jafnvel alfkarl,4 og enn fremur hefur alf- verið forliður í ýmsum orðum, — m. a. í nöfnum: Alfheimr, alfröðull, alfkunnigr, Alfgeirr, Alfdís o. fl. Dæmi eru til áð sum þeirra hafi týnt f-inu: Aldís, Algeir o. fl.5 Er það í samræmi 1 Kunnugt hefur verið um a. m. k. tiu Grímsár, sex Grímsnes, fimm Grimsdali, fimm Grímseyjar og marga Grímshóla, fyrir utan Grímsholt, -fjöll, -borgir, -vötn, -helli, -gjá, -gil, hyl, -mið o. fl. — Sjá enn fremur Munnmælasögur 17. aldar, 1955, bls. cxlvii—cxlix. 2 Sturlubók Landnámu, kap. 68, og Hauksbók, kap. 56, án verulegs orðamunar. 3 T. d. í Völuspá 41: Hvat er með ásum / hvat er með alfum. — Sjá nánar um þetta efni bók Ólafs Briems, Heiðinn siður á Islandi, 1945, bls. 71—90, og Bo Almqvists, Norrön niddiktning, 1965, bls. 114 o. áfr. og 148 o. áfr. — Um álfa og landvættir sjá og Turville-Petre, Myth and Religion of the North, 1964, bls. 230 o. áfr. 4 C. Marstrander, Det norske videnskabsakademis skrifter og afhandlinger, 1927, nr. 4, bls. 16—17. — Alfkarl er eigi til í fornritum, en að líkum lætur að það hafi samt tíðkazt, og hélt C. M. það hafa verið tekið upp í írsku í myndinni alkall eða allkall og vera undirrót írska orðsins alcálle, sem merkir „manes, den dodes ánd, demon“. •r> E. H. Lind, Norsk-islándska dopnamn ock fingerade namn frán medeltiden. Upp- sala 1905—1915, 11—17.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.