Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Síða 108
112
ARBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Víg Hjörleifs á að hafa verið hið fyrsta á Islandi, og er hér að
sjá sem landvættir hafi verið taldar hafa fyrzt við. En ekki er neitt
sagt um hvers háttar vættir þetta voru eða hvort þær hafi látið van-
þóknun í ljós með einhverju móti. En sé sú tilgáta rétt áð grímr hafi
verið meðal vætta í íslenzkri þjóðtrú eins og norskri (þar oftast um
að ræða fossegrimen, en kemur einnig fyrir sem vættur á fjalli uppi),
mætti ætla að hann hefði verið í hópi vætta á þessum slóðum.1
í Landnámabók er á einum stað sagt frá vætti — ónefndri en með
jötnasvip — sem veldur uppkomu jarðelds: „Þá var Þórir gamall
og blindur er hann kom út síð um kveld og sá að maður reri utan
í Kaldárós á járnnökkva, mikill og illilegur, og gekk þar upp til bæjar
þess er í Hripi hét og gróf þar í stöðulshliði. En um nóttina kom þar
upp jarðeldur og brann þá Borgarhraun.“2
Á blómaskeiði vættatrúar virðist heitið álfur (alfr) hafa verið mjög
víðtækt og jafnvel haft svipaða merkingu og orðið vættur; í Eddu-
kvæðum eru álfar oft nefndir í sömu svifum og æsir.3 Hólar og
klettaborgir, hamrar og gjár hafa ævinlega verið talin líkleg heim-
kynni álfa. Fyrri liður þeirra örnefna sem kennd eru við álfa eru
ýmist Álf-, Álfs-, Álfa- eða þá Álfkonu-, en auðvitað ber að gæta
þess að Álfs-örnefni gæti líka verið kennt við mann méð því nafni
(sbr. bæjarnafnið Álfsnes).
Orðið alfmaðr kemur ekki fyrir í fornritum, en varla verður dregið
í efa að það hafi verið til eins og alfkona og jafnvel alfkarl,4 og enn
fremur hefur alf- verið forliður í ýmsum orðum, — m. a. í nöfnum:
Alfheimr, alfröðull, alfkunnigr, Alfgeirr, Alfdís o. fl. Dæmi eru til
áð sum þeirra hafi týnt f-inu: Aldís, Algeir o. fl.5 Er það í samræmi
1 Kunnugt hefur verið um a. m. k. tiu Grímsár, sex Grímsnes, fimm Grimsdali,
fimm Grímseyjar og marga Grímshóla, fyrir utan Grímsholt, -fjöll, -borgir, -vötn,
-helli, -gjá, -gil, hyl, -mið o. fl. — Sjá enn fremur Munnmælasögur 17. aldar, 1955,
bls. cxlvii—cxlix.
2 Sturlubók Landnámu, kap. 68, og Hauksbók, kap. 56, án verulegs orðamunar.
3 T. d. í Völuspá 41: Hvat er með ásum / hvat er með alfum. — Sjá nánar um þetta
efni bók Ólafs Briems, Heiðinn siður á Islandi, 1945, bls. 71—90, og Bo Almqvists,
Norrön niddiktning, 1965, bls. 114 o. áfr. og 148 o. áfr. — Um álfa og landvættir sjá
og Turville-Petre, Myth and Religion of the North, 1964, bls. 230 o. áfr.
4 C. Marstrander, Det norske videnskabsakademis skrifter og afhandlinger, 1927,
nr. 4, bls. 16—17. — Alfkarl er eigi til í fornritum, en að líkum lætur að það hafi
samt tíðkazt, og hélt C. M. það hafa verið tekið upp í írsku í myndinni alkall
eða allkall og vera undirrót írska orðsins alcálle, sem merkir „manes, den dodes
ánd, demon“.
•r> E. H. Lind, Norsk-islándska dopnamn ock fingerade namn frán medeltiden. Upp-
sala 1905—1915, 11—17.