Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1967, Side 112
116
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
um.1 Um Almannagjá fyrir norðan bæinn að Heggsstöðum þarf ekki
að fjölyrða, og ekki frekar um gjána austanvert við Lónsheiði.
Hin undarlega frásögn Landnámabókar af breytingunni á nafni
lækjarins, sem hét Tóftalækur áður en hann hljóp, en Almannafljót
á eftir, yrði skiljanleg — enda í góðu samræmi við vættatrú síns
tíma — ef nýja nafnið hefur upphaflega verið Alfmannafljót. Vatns-
fall þetta — nú Hverfisfljót — kemur upp undan Skaftárjökli,
skammt suðaustur af Lakagígum, og fellur síðan um Eldhraun niður
í Fljótshverfi. Þorvaldur Thoroddsen taldi líklegt að hlaup það sem
getið er um í frásögninni af læknum, hefði orðið af völdum eldgoss,
og hið aukna vatnsmagn hefði síðan haldizt sökum þess að kvíslir sem
áður féllu í Skaftá, hefðu breytt um farveg eftir gosið og fallið síð-
an í fljótið (Almanna- eða Hverfisfljót).2 Ekki væri ólíklegt að þau
ósköp, þegar Tóftalækur hljóp, hefðu verið kennd vættum.
SUMMARY
Tlne belief in supernatural beings and some Icelandic place names.
The heathen belief in supernatural beings as elves, giants etc. has left its traces
in many Icelandic place names. This is obvious in many cases and may more or less
safely be assumed in several others. This gives rise to intricate problems as some
old names of supernatural beings may have become forgotten or corrupted or even
mixed up with proper names of men and women. Among the supernatural beings
alfar (sing. alfr, an elf) seem to have had a prominent place as they are often
mentioned in the Eddic poems together with the heathen gods (œsir). In Iceland
many place names have the first component Álf-, Álfs, Álfa-, Álfkonu-. Besides
álflcona the word alfmaör has probably existed in the old language although it
is not found in the preserved written sources. There are several place names with
Almanna- as the first component where the common meaning of almanna- (i. e.
all men’s) does not make sense. The suggestion is that the first component origin-
ally was Alfmanna-, — the loss of an f in such positions being a normal phenomenon.
1 Þorvaldur Thoroddsen, Lýsing Islands, 1908, I 131.
2 Sama rit II 156 og Ferð um Vestur-Skaftafellssýslu sumarið 1893, Andvari XIX,
1894, 127. bls.