Eimreiðin - 01.07.1918, Page 2
130
helgimyndiN
[Eimreiðin
Og vormilt og hressandi heiðloftið bjart
í hringöldum leikur sér smáum
við fjallahringskonunga skínandi skart
að skikkjunum rauðum og bláum.
Á vörðuna uppi á Sjónhól eg sest
og sé yfir dahna mína.
í vestrinu Heljardalsheiðin þar sést,
sem hnjúkar í blámanum skína.
í vestrinu!------þangað, sem leiðin var lögð
í landrými íslenskrar heljar.
Já, þaðan sem grænlenska sagan mun sögð
um sandorpnar norðurhafs skeljar.
En það voru umbrot hins ókomna dags,
sem ei hafði sólina litið. —
Sem skildi ei minjar né muni síns hags
og misti svo ástina og vitið.
En allir, vor móðir, sem unna þér mest,
þótt oftlega hálfir þeir sýnist,
þeir gefa þér alt sem er göfgast og best,
uns gröfinni nafn þeirra týnist.
Og hinna’, er sú einasta sökin í sál:
„hvern sjálfan" að elska sem bróður!
En — var það ei, heimamenn! viðtekið mál
að vera við duggarann góður?----------
Ef gæti eg kveðið með kraftinum þeim,
sem kostaði óskina mína,
þá kvæði eg óðara helminginn heim
af hjörðinni í dalina þína.