Eimreiðin - 01.07.1918, Page 4
132
HELGIMYNDIN
[Eimreiðin
Og engjasund skerast frá ánni uppí fjöll,
sem einstaka þveráin grefur.
En lækir að mestu eiga landamerki öll
— frá landnámstíð staðið það hefur.
En neðan frá bökkum á bugðóttri á
og bláhvítum, vatnsorfnum eyrum,
við hliðarrót bæina og húsin má sjá
á hólum og brekkum og geirum.
Hvert gullofna túnið með gróandans blæ,
er guðspjall, sem þúsund ár skráðu.
— Og áframhald lífs, er að eignast þau fræ,
sem aldirnar hðnu ei náðu.
Hver glitbreiða handmörk síns búanda ber —
hvert býlið mér fljótlega sýnir:
livert tillagið, getan og arfurinn er
og andinn, sem kraftana brýnir.
En fegra en alt það, sem auga mitt sér
í útsýn og góðviðurstómi,
mér kunnugum æfisögn bæjanna ber
og blikar sem æfintýrs ljómi.
f>ar baráttan háð var frá kyni til kyns
og kulda og hungri oft varist,
en eldurinn náði frá vini til vins
og vitið ei enn hefir farist.
.fá, mannvitið íslenska og alúðin sú,
sem undir við samfund hvem hilbr,
er íslendingssagan og íslendingstrú
— sá andi, sem bæina fyllir.