Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1918, Page 37

Eimreiðin - 01.07.1918, Page 37
Eimreiðin] SÝNIR ODDS BISKUPS 165 „Níðingur!" mælti biskup byrstur. „Þér hafiö brotiS stein- bogann af ánni til þess aS gera einum farartálmanum meira heim aö staðnum fyrir vesalingana, sem flækjast vegalausir um hjarnið og eiga hvergi höfði sínu að að halla. Vötn girða um staðinn á þrjá vegu. Þau eru oft ófær hverri skepnu nema fuglinum fljúgandi, og ætíð ófær þeim, sem engan farareyri eiga. Þess vegna hefir guð látið þennan boga standa þar sem áin steypist ofan í gjána, svo að hún væri þó ekki með öllu ófær gangandi mönnum alla leið milli fjalls og óss. Þessa vegabót guðs sjálfs hafið þér brotið, þessu einkennilega minnis- merki um alvisku guðs og almætti, þótt í smáu væri, hafið þér spilt, svo að hvergi sér þess stað framar — alt saman til þess, að þér getið hlakkað yfir því, að einhver volaður vesalingur, sem ætlar að leita sér líknar í Skálholti, standi ráðþrota við ána í vetrarhörkunni og komist ekki yfir um.“ „Biskupinn þekkir fæst af þessum ,voluðu vesalingum', sem hann ber svo mjög fyrir brjósti," mælti brytinn fyrirlitlega. „Margt af þessu fólki er argasta illþýði — letingjar, sem ekki nenna að vinna fyrir sér, en hafa vanist á að lifa á hjálpsemi annara, — þjófar, sem ganga stelandi bygð úr bygð, launa fólki greiðann og gjafirnar með því að stela frá þvi — vesal- menni, sem sjúk eru af öfund og illgirni til þeirra, sem eitthvað hafa og eitthvað geta, — ómerkilegt fólk, sem gerir sér lands- hornaþvætting að atvinnu og nagar mannorð manna. Þegar alt um þrotnar fyrir þessu fólki, hræsnar það guðsótta og trú- rækni og kemur i Skálholt. Þar er hjálpin ætið vís, „kærleiks- faðmur' biskupsins ætíð útbreiddur — —!“ „Þegið þér!“ mælti biskupinn sýnu byrstari en áður. „Sá sem dæmir aðra, verður sjálfur dæmdur. Hvernig sem þetta fólk er, þá er það vist, að það eru vesalingar, sem nú þurfa hjálpar og hjúkrunar, vesalingar, sem faldir eru á hendur biskupinum í Skálholti. Það eru ,minstu bræðurnir', sem Herr- ann talar sjálfur um og telur sig til. Hér á biskupssetrinu eru alls nægtir. En þær nægtir eru ekki o k k a r eign, heldur hans, sem gaf þær. Ef þessir vesalingar launa það illu, sem þeim er gott gert, þá er það þeirra synd. Ef við sýnum þeim harðýðgi, þá er það o k k a r synd.“ „Eg kann þetta utan bókar. — Ausið þér öllu, sem til er, i kjaftana á þessum vörgum, herra biskup, — en fáið yður þá annan bryta. Það er best þér aflið þess sjálfur, sem þér
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.