Eimreiðin - 01.07.1918, Blaðsíða 72
[EimreiÖin
Guð er alstaðar nálægur.
— Æfintýr. —
Á kyrlátum, köldum vetrardegi bar svo til i desember-
dimmunni, er lognmjöllin lá yfir jörðunni, fislétt og fin
eins og brúðarblæja, misfellulaus og mjúk, að undir ofur-
litlu barði í brattri hlíðinni sat ungur rjúpkarri og unn-
ustan hans, hlið við hlið í hvitum skrúða, hrein og sæl,
eins og ungir elskendur eiga að vera. pví, þó hvergi næð-
ist nú í nokkurt laufblað, var nægur forði í sarpinum
þeirra. parna húktu þau í holunni sinni mjúku og voru
því nær óaðgreinanleg frá fannavoðinni, hefðu ekki dökku
nefin tvö og svörtu augun fjögur gert glöggan greinar-
muninn við alla hvítuna.
Alt í einu heyrðist eitthvað, og unnustinn flaksaðist
fram úr holunni, druslaði dálítið vængjunum og lá svo
grafkyrr. En bæði fiðurklæðin hans hvítu og snjórinn
umhverfis urðu blóði flekkuð.
í skelfingar-ofboði hentist hún á flug og æddi beint inn
í fangið á Alföður, sem alstaðar er nálægur, eins og kunn-
ugt er, og alveg er hættur að sitja í hásætinu sínu bak
við skýin. Auðvitað gat hún engu orði upp komið, en
hjartað hennar litla barðist afskaplega. En hinn alvitri,
sem skilur hjartaslög allra sinna barna, engu síður en
töluð orð, ef ekki betur, vissi vel, hvað veshngs barnið
hans þetta átti nú bágt, því málefni hinna minstu lætur
liann hvað mest til sín taka. Og andlitsljómi Alföður eins
og yfirskygðist af misþóknun til mannanna, sem enn þá
voru svona harðbrjósta og hugsana-blindir við elskulegu