Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1918, Qupperneq 93

Eimreiðin - 01.07.1918, Qupperneq 93
Eimret&in] KONUNÖUMNN UNGÍ 221 sem hann réSi yfir, sýndist honum vera heimur fullur fagnaöar handa honum. Og strax er hann var laus við ríkisráösfundi eða áheyrnartíma hljóp hann i spretti niður riðið stóra, þar sem logagyltu ljónin stóðu sitt hvoru megin og hver trappa var úr skinandi eldsteini, og svo gekk hann sal úr sal eins og hann vildi leita í fegurðinni læknisdóms gegn þjáningum og þess er stilti sárar kvalir. Hann kallaði þessar ferðir landkönnunarferðir — og það var réttnefni, þvi að hér lukust upp fyrir honum nýir, dá- samlegir heimar. — Stundum fylgdu honum hirðsveinar, grannir og ljóshærðir í bylgjandi skikkjum og með flögrandi borða, en oftast var hann einn. Eitthvert hugboð sagði hon- um strax, eins og væri það goðsvar, að listimar lærast best í leyndum og fegurðin ann þeim, sem tilbiður hana i einrúmi eigi síður en spekin. Margar og kynlegar voru þær sögur, er gengu um hann á þessum dögum. Það var sagt, að borgmeistari nokkur, sem kom til þess að halda fyrir honum ræðu, með málskrúði miklu og orðagnótt, fyrir hönd borgarbúa, hefði séð hann falla á kné í tilbeiðslu frammi fyrir mynd einni stórri, sem var ný- komin frá Feneyjum. En myndin var af dýrkun nýrra guða. I annað skifti tapaðist hann í marga klukkutíma. Og þegar hann loks fanst eftir langa mæðu, var hann í smáherbergi nokkru í einum af litlu norður-turnunum. Þar stóð hann og starði, eins og hann væri í leiðslu, á grískan kuðung, sem á var skorin Adonis-mynd. Þá kváðust og einhverjir hafa séð hann þrýsta brennheitum kossi á ennið á fornu líkneski, sem fanst í árfarveginum þegar grafið var fyrir brúarstöpli, en á myndina var letrað nafn þrælsins frá Bithyniu, sem Hadrian átti. Og einu sinni var hann heila nótt að virða fyrir sér bjarma tunglsins, sem féll á silfurlíkneski af Endymion. Hann hafði óstöðvandi þrá eftir öllum fáséðum og fögrum gripum, og hafði hann sent kaupmenn marga til þess að útvega þá. Suma hafði hann sent til Norðurlands til þess að kaupa raf af einföldum sjómannalýð, suma sendi hann til Egyptalands til þess að leita uppi grænu, fáséðu tyrkjastein- ana, sem hvergi finnast nema í gröfum fornkonunga og kváðu
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Eimreiðin

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.