Eimreiðin - 01.07.1918, Síða 104
232
KONUNGURINN UNGI
[Eimreiðin
Og þegar biskupinn heyröi þá, hnyklaöi hann brýrnar og
sagöi: „Sonur minn,eg er nú gamall maSur oröinn ogvetur lífs-
ins er yfir mig kominn, og eg veit aö margt ilt er aöhafst í þess-
ari veröld. Ræningjasveitir gjöra herhlaup ofan úr fjöllun-
um, ræna börnum og selja þau svo í ánauö til Máranna. Ljón-
in liggja í felum fyrir lestamönnunum og tæta sundur úlfald-
ana. Villigölturinn rótar um kominu á ökrunum í dalnum og
refirnir naga vínviðina í hlíöunum. Sjóreyfarar gjöra strand-
högg, leggja eld í sjóbúðirnar og ræna veiöarfærunum. Lik-
þráu mennirnir hafast viö í flóunum. Þeir flétta sér skála úr
seigu sefi og enginn má koma nærri þeim. Beiningamenn flækj-
ast í borgunum og hafa mötuneyti meö hundunum. Treystir
þú þér til þess aö breyta öllu þessu? Ætlar þú aö leggja þann
lilcþráa í hvílu þína og láta beiningamanninn eta við borð
þitt? Eiga ljónið og villigölturinn aö fara að lögum? Skyldi
ekki sá, sem eymdina skóp, vera vitrari þér? Því get eg ekki
lofaö þig fyrir þetta flan þitt, heldur býö eg þér aö snúa
aftur til hallar þinnar, taka aftur gleði þína og skrýöast klæö-
um þeim er konungi sama. Kórónu úr skíru gulli vil eg setja
á höfuð þér, og veldissprotann með perlunum fögru vil eg
fá þér í hönd. En um draumarugl þitt skalt þú ekki hugsa
framar. Byröar þessarar veraldar fær ekki bak eins manns
borið, og sorgir heimsins eru þyngri en svo, að þær fái aö
rúmast í einu brjósti."
„Segir þú þetta hér inni i þessu húsi?“ sagði konungur-
inn ungi. Og hann gekk fram hjá biskupinum, sté upp eftir
grádunum að altarinu og stóö nú augliti til auglitis við Krists-
myndina.
Hann stóð frammi fyrir Kristsmyndinni, en á hægri hönd
og á vinstri hönd honum stóðu undurfögur ker úr skiru gulli,
kaleikurinn með skæru víninu og skálin með hinu helgaöa viö-
smjöri. Hann féll á kné fyrir Kristsmyndinni. Ljósin á stóru
kertunum flöktu til og frá fyrir framan gimsteinum prýddan
altarisskápinn, en reykelsiseimurinn lykkjaöist í örmjóum blá-
um sveigum upp um hvelfinguna. Hann laut höföi í bæn og
prestarnir í hvítum og fáguðum kórkápunum hörfuðu frá
altarinu.