Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1918, Side 120

Eimreiðin - 01.07.1918, Side 120
248 RITSJÁ [.Eimreiðin virðist ekki benda á mikla virðingu fyrir lögunum hjá stjórnarvöld- unum. Og alveg sama máli er aS gegna um að hafa í kennarasæti fyrir þjóðkirkjupresta mann, sem snýr eins öfugt við hinum lögbundnu kenningum kirkjunnar eins og prófessor Haraldur Níelsson. Um það, hvorar kenningarnar séu betri eða heillavænlegri til þjóð- þrifa og vakandi trúarlífs í landinu, skal hér ekkert dæmt. Um það verða guðfræðingarnir að berjast. En hitt vildum vér taka fram, að hið núverandi ástand í íslensku kirkjunni hlýtur að leiða til siðspill- ingar og niðurdreps. Því lítilsvirðing á lögunum og tröðkun þeirra, í hverju félagi sem er, hvort heldur þjóðfélagi eða kirkjufélagi, hlýtur ætíð að leiða til siðspillingar. Annað hvort verður því að gera, að þeir, sem hinar nýju kenningar aðhyllast, myndi frikirkju utan þjóðkirkj- unnar, eða þeir vinni að því að umsteypa grundvelli og lögum þjóð- kirkjunnar, svo að ekki ríði í bága við kenningar þeirra. Og þessa má líklega vænta af hinum ötula nýja biskupi landsins. V. G. [Aths. Mér þótti rétt að birta ritdóm þennan, eins og hann kom frá hendi fyrverandi ritstj. Eimreiðarinnar, því að þar er margt vel athugað, en vil þó geta þess, að eg er engan veginn sammála um alt, sem þar er sagt, sérstaklega um það, að ein stefna i guðfræði eigi að hafa einka- rétt til veru innan vébanda þjóðkirkjunnnr. Það rekst bæði á sögulega reynslu og skynsamlegt vit, að mínum dómi.] M. I. AXEL THORSTEINSSON: BÖRN DALANNA. Nokkrir sögu- þættir. Bókav. Ársæls Árnasonar, Rvik 1918. 190 bls. Það er svo að sjá, sem áframhald nokkurt eigi að verða á þessum söguþáttum, og kynni því að vera auðveldara að dæma um þetta, sem komið er, þegar öllu er lokið. En þó er ekki víst, að samband verðí svo náið á milli, að máli skifti. I bók þessari eru í raun og veru tvær sögur, þó fólkið flest sé það sama, er við báðar kemur. Er fyrri sagan miklu styttri og heitir „Þegar Högni litli dó“, en hin siðari og meiri sagan heitir f,Neisti“. Fyrri sagan er perla að fegurð. Hinn mjúki og blíði stílsmáti höf- undarins sýnist eiga sérstaklega vel við slíkt efni, svo að saman rennur efni og búningur. Lesandinn finnur angurblíðan blæinn ieggja móti sér þegar frá byrjun. Högni litli er svo góður og svo elskaður af föð- ur sínum og öllum, að það er næstum eins og hann verði að fá á sig dýrlingsblæjuna með þvi að deyja í æsku. „Neisti" þykir mér ekki eins góður. Neisti er hestur og Neista-nafnið er nokkurs konar keðja milli fortíðarinnar og nútímans, en það er ein- mitt þetta samband milli þess fyrra og síðara, sem er höfuð-efni sög- unnar. Hún er um það, hvernig misgjörða feðranna er vitjað á börn- unum í þriðja og fjórða lið, vægðarlaust. öll gæfa og lífsgleði alsak- lausra elskhuga verður að sviftast i rústir, vegna afbrota foreldranna Þetta er efni fyrir skáld, og margt hefir höfundinum tekist þar vel.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.