Eimreiðin


Eimreiðin - 01.07.1918, Page 121

Eimreiðin - 01.07.1918, Page 121
Eimreiðin] RITSJÁ 249 En aðferðin, sem hann velur sér til þess að sýna þetta er of slitin, og nákvæmlega sama efni hefir áður verið valið (þó að þar væri að vísu fleiru hrúgað saman) í skáldsögu Þorgils gjallanda: „Uppi við fossa“. þetta efni er í raun réttri hálf-óheppilegt, einkum þegar svo er í garðinn búið sem hér, að sannleikurinn sýnist vera á allra vit- orði, nema þeirra, sem á honum fengu að kenna. Hálf-leiðinlegt, þegar rithöfundar úthella anda sinum yfir ófrjóustu blettina, svo að ávext- irnir geta aldrei orðið erfiðinu samboðnir. Mjög óeðlileg er lýsing höfundarins á því, þegar jarðskjálftinn og eldgosið er að byrja. Einhver lítur út í glugga og sér að himininn sýn- ist loga allur, þar sem að fjöllunum veit. En það hefir ekki meiri áhrif eftir orðunum að dacma, en ef hún hefði séð hross í túninu eða annan slikan hversdags viðburð. Kemur hér fram það sama, sem eg gat um í ritdómi mínum um „Nýja tíma“ eftir sama höfund, i siðasta hefti Eimreiðarinnar, að honum er ósýnt um að láta veruleikann blákaldan hlasa við lesandanum. Veruleikinn er alt af í nokkurri fjarlægð i blá- móðu hulunni. Ágæt persóna er -Klemens gamli, þessi skáldmælti karlbjálfi, sem átti í fórum sínum gamalt ástar-æfintýr og kvað sig í trylling, svo að hann ætlaði að drepa hrossin, en skrifaði aldrei neitt og mundi ekkert. Margt er fleira vel sagt í þessari sögu og ósvikinn er hver af því að eiga hana og lesa. Hefði höf. að eins beint þangað skotum sinum, sem meiri var þörfin fyrir, sungið jafn vel, en valið skemtilegra lag! M. J. VIKTOR RYDBERG: SINGÓALLA. Skáldsaga frá 14. öld. Is- lensk þýðing eftir Guðm. Guðmundsson. Ryík 1916—-1917. Hún er hreinn og ósvikinn skáldskapur, þessi saga, en svo háróman- tísk, að talsverðan menningarþroska þarf til að njóta hennar að fullu. Getur því verið vafamál, hversu vel hún er valin handa íslenskri a 1- þ ý ð u, þótt hún hafi í sjálfu sér mikla kosti til að bera, og þýðingin sé snildarlega af hendi leyst. Því ekki leynir sér, að það er sjkáld, sem um hana hefir fjallað og má um hana segja, að „sá kló, sem kunni“. V. G. D. C. MURPHY: BÖRN, FORELDRAR OG KENNARAR. Jón Þórarinsson þýddi. Rvík 1917. Þetta er bók, sem allir kennarar, ekki síst allir barna- og alþýðukenn- arar ættu að kynna sér sem best. En foreldrar barnanna ættu lika að lesa hana. Þvi af henni má afarmikið læra um mismunandi eðli barna og hverjum tökum sé íarsælast að beita við kenslu og uppeldi barn- anna eftir því, sem til háttar í hvert sinn. Og hvert einstakt atriði er þar jafnan skýrt með skemtilegum dæmum úr lífi manna og dýra yfir- leitt, svo að framsetningin verður jafnan bæði fyrirtaks ljós og jafn- framt skemtileg. V. G.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.