Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Side 11
Arminius Vambéry
þýzk-tyrkneska orðabók og fekkst töluvert við sögu
Tyrkja og rannsakaði handrit þar að lútandi.
1 Konstantinópel fekkst Vambéry sjerstaklega við að
lesa og þýða handrit á austur-tyrkneskum mállýzkum,
sem talaðar eru í Mið-Asíu, og hitti oft að máli pílagríma
úr þeim löndum; hugur hans stefndi meir og meir að því
takmarki, að reyna að kanna lönd og þjóðir í Mið-Asíu,
sem Evrópumenn í þá daga þektu mjög lítið, enda var
hin mesta lífshætta að ferðast þar meðal ofstækisþjóða
og ræningja; hafði flestum orðið hált á því og fáir átt
afturkvæmt frá því illþýði. Ferðamenn af ýmsum þjóðum
höfðu verið píndir þar eystra og síðan drepnir. I Stam-
bul virtist alt leika í lyndi fyrir Vambéry; hann lifði þar
góðu lífi og átti þar svo marga vini og verndarmenn, að
hann hefði eflaust getað fengið feitt embætti, annaðhvort
í þjónustu Tyrkjasoldáns eða hjá einhverjum af sendiherr-
um Evrópuþjóða. Mentaðir menn hjá Tyrkjum voru þá
þegar lausir við alla trúbragðaofstæki, og í Tyrklandi
gera menn sjer vanalega engan mannamun eftir þjóðerni
eða ætterni, eins og í mörgum öðrum löndum Evrópu,
enginn atyrti Vambéry fyrir það, að hann væri Gyðing-
ur, en í föðurlandi sínu hafði hann .frá blautu barnsbeini
átt að venjast hnútum og hnýfilyrðum fyrir ætterni sitt.
Aðall er ekki til í Tyrklandi og enginn ættarembingur;
menn komast oft í æðstu embætti, þó þeir sjeu af lægstu
stjettum; alt er komið undir vilja og valdboði soldáns;
ingur, að nafni Edward William Lane (f. 1801, d. 1876), hefur snildar-
lega lýst lifnaðurhætti hinna arabisku íbúa á Egyptalandi. Lane var líka
svo samrýmdur lífi Múhamedsmanna og talaði svo vel tungu þeirra, að
Arabar sjálíir trúðu honum ekki, er hann sagðist vera Englendingur, af
því hann líka hafði undarlega mikinn ætternissvip af arabiskum kynstofni,
sem mikils var metinn þar í landi. E. W. Lane hefir ritað »The man-
ners and customs of the modern Egyptians«. 1. útg. 1836, margar
síðan.