Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Side 69
Um íþróttaskóla
69
svo ættu að miðla almenningi, þegar þegnskylduvinnan
kæmist í fratnkvæmd.
Hins vegar eru menn, og það alveg að þegnskyldu-
málinu sleptu, nokkurn veginn samdóma um það, að
meiri verkleg þekking væri okkur þörf, og þá ekki
síður, að almenn útbreiðsla frjálsra íþrótta sje harðla
æskileg.
Þetta virðist benda í þá átt, að hægt væri að ná
samkomulagi um að stofna til kenslu í verknaði
og íþróttum. Frá sjónarmiði þeirra manna, sem mót-
fallnir eru þegnskylduvinnu, hefði þvílík kensla — jeg
nota orðið íþróttaskóla, þó það sje ekki nægilega
yfirgripsmikið — takmark sitt í sjálfri sjer. Fylgismenn
þegnskyldunnar vildu þar á móti fara lengra og að eins
skoða íþróttaskóla sem eins konar kennaraskóla og und-
irbúning undir framkvæmd þeirra hugsjóna, sem þegn-
skyldu uppástungan styðst við. Með því að stofna til
íþróttaskóla, framkvæmdu menn þá í raun og veru það
eitt, sem alment samkomulag væri um, og biðu annars
átekta, hvort lengra skyldi fara fyrst um sinn.
Stofnun íþróttaskóla virðist ekki sjerlegum vand-
kvæðum eða kostnaði bundin. Ymsum kenslustofnunum
er svo háttað, að þær verða að vera nokkurn veginn
fullkomnar strax, annars getur hæglega svo farið, að
þær sjeu verri en ekki. En íþróttakensla, þó ófullkomin
sje, er þó alltjend betri en ekki, og þar af leiðandi er
hægt að byrja skólann í svo smáum stíl og með svo
litlum íburði sem vera skal. Fyrirkomulagið í einstökum
atriðum yrði vitanlega að vera undir umsjónarmanni
kenslunnar komið og öllum þeim sjerstöku ástæðum,
sem hann yrði að taka tillit til. Hjer skal því að eins
bent á aðaldrættina í hugmyndinni.
Námið fellur nokkurn veginn að sjálfsögðu í þrjár
deildir: verkleg kensla, frjálsar íþróttir, sem ekki eru við