Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Qupperneq 51
Eiturmekkir í ófriði
aðhvort er brennisteinssýra eða saltsýra látnar verka á
klórkalk, þannig:
Ca O Cla 4- 2 H C1 = Ca Cl» + Cl + H2 O
eða saltsýra er látin verka á klórsúrt kalí, þannig:
K C1 Os + 6 H C1 = 3 CIí + 3 Hi O + K Cl.
Áhrif klórsins á slímhúðirnar koma fljótt í Ijós. Pað
svíður mjög í augum, tárin renna, menn fá óstöðvandi
hósta, áköf andköf, brennandi verki í brjóstið og freyð-
andi blóðblandinn uppgang. Ef sjúklingurinn nær sjer
aftur, eru slímhúðir andfæranna lengi mjög viðkvæmar
og þarf lítiö til að hann fái óstöðvandi hósta. En stund-
um verður lungnakvefið ákaft, blóðvökvi safnast í lungun
og leiöir þetta til dauða.
Eitranir af klórgufu hafa oft komið fyrir, þar sem
klór hefur verið haft um hönd. Menn geta lifað lengi í
lofti, sem inniheldur 0,002 °/o0 klórs, menn geta þolað
loft, sem í er 0,003 °/°° klórs, en þegar kemur upp að
0,004 °/00 klórs, er hætta á ferðum. Einn lítri klórs næg-
ir til þess að eitra 200 teningsmetra lofts, svo ban-
vænt sje.
Klór eyðileggur yfirleitt fljótt alla lifandi vefi, sem
það nær til, og er því skiljanlegt, að slímhúðirnar fái á
því að kenna. Pað sækist ákaft eftir vetni (hydrogenium)
og þegar það snertir hina röku slímhúð, dregur það
vetnið að sjer, og myndast þá saltsýra, og í sambandi
við eldið (oxygenium), sem þá losnar úr sambandi sínu
við vetnið, gjöreyðist slímhúðin. Af hinum eyðileggjandi
áhrifum klórsins stafar notkun þess til bleikingar ljerefta,
en ef of mikið er af því brúkað, skemmist ljereftið og
grotnar sundur.
Nú skal greina nánar frá því, hvernig hermönnutn
þeim leið, sem jifandi komust úr mekkinum og náðu á
hjálparstöðvarnar, Yfirleitt báru þeir merki þess, að and-
4’