Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Qupperneq 73
Um íþróttaskóla
73
Þegar ráðsmaður er eini fasti starfsmaður skólans,
verður að leita kenslu í einstökum greinum hjá mönnum,
sem fullhæfir eru hver fyrir sig í einni grein eða fleirum.
Alt eftir atvikum kæmu þá nemendur til þeirra eða þá
kennararnir til skólans. Pað ætti sem sje að vera ein-
kenni við þennan skóla, að hann ætti ekki að hafa sjer
neinn fastan, óbifanlegan samastað. Það er ekki nauð-
synlegt, og væri líklega heldur ekki heppilegt fyrir »and-
ann« í honum. Vitanlega yrði skólinn að hafa bækistöð
sína einhvers staðar, til þess að geyma eigur sínar o. s.
frv., en þau áhöld, sem skólinn ætti frá fyrstu og smám
saman eignaðist, yrðu vitanlega sitt af hverju tæinu og
til afnota sitt á hverjum staðnum. Þetta skal skýrt með
örfáum dæmum.
Kensla í þeim verknaði, er snertir landbúnað, væri
líklega auðfengnust við einhvern búnaðarskólann eða hjá
einhverjum góðum bónda. Tólf nemendum væri hægt að
koma fyrir á sama bæ og næstu bæjum, enda gætu þeir
að sumri til hafst við í tveim tjöldum, rjett eins og t. d.
vegavinnumenn gjöra. Því næst ætti t. d. að kenna þeim
ýms handtök, er að sjómensku lúta, og flytti þá deildin
að sjálfsögðu til sjáfarins, á einhvern útgerðarstaðinn.
Kenslan í þessu efni yrði líklega að lúta í lægra haldinu
fyrst í stað, því skólinn þyrfti helst að hafa aðgang að
skipi, þó ekki væri nema lítið eitt. Af öðrum ástæðum
verður landið bráðlega að eignast skip, og rætist þá úr
fyrir íþróttaskólanum um leið. Það er sem sje meðal
annars óumflýjanleg nauðsyn að halda úti skipi, sem sje
til taks til björgunar úr sjáfarháska, þegar bátar geta
ekki lent fyrir skyndilegu brimi o. þessh. Það er okkur
til minkunar, að slíkt skip er ekki komið enn, vottur um
harðneskju og hugsunarleysi, því að það er siðferðisleg
skylda landsins, að sjá fyrir þeim bjargráðum, sem tök
eru á, og skipið væri búið að borga sig undir eins og