Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Qupperneq 7
Arminius Vambéry
aðalstarf sitt, sem örðugast var, að nema Austurlanda-
málin. Á stuttum tíma var hann búinn vel að komast
niður í tyrknesku, arabisku og persnesku, og telur hann
tyrkneskuna örðugasta allra mála. Svo var eyra hans
xiæmt á hljóðfall málanna og minnið stálslegið, að þegar
hann talaði við menn af ýmsum þjóðum samtímis, þau
mál, er hann kunni bezt, hjelt hver hann vera af sínu
þjóðerni. Síðar lærði Vambéry mörg önnur Austurlanda-
mál, en tyrkneska var þó uppáhald hans, og í henni
varð hann síðar svo fær og lærður sem þeir Tyrkir, er
bezt eru mentaðir í þeirri grein. fessi ungi Gyðingur
var svo hrifinn af fegurð ýmsra skáldrita á hinum fjar-
skyldustu tungum, að hann lærði utanbókar mestu kynst-
ur af kvæðum, og gat hann jafnan brugðið fyrir sig kvæð-
um eftir tyrknesk, persnesk, arabisk og rússnesk skáld,
og þá ekki síður kvæðum eftir ensk, frönsk, ítölsk og
þýzk skáld, og sjerstaklega hafði hann mætur á Friðþjófs
sögu eftir Esajas Tegnér. Alt toldi í minni hans, sem
hann einhverja ánægju hafði af. Eessi sex ár, sem
Vambéry var heimiliskennari, voru að mörgu leyti hag-
stæð fyrir hann; þá grundvallaði hann þekkingu sína í
fjölda málum og fekk menningarsnið af umgengni við
ýmislegt heldra fólk; áður hafði hann sjaldan kynst öðr-
um en ómentuðum alþýðumönnum af fátækustu stjettun-
um, og hafði alið allan aldur sinn innan um fátæka
Gyðinga, sem oftast voru smánaðir og fyrirlitnir af
öðru fólki.
Eegar Vambéry kyntist hinum austrænu bókmentum,
opnaðist fyrir honum nýr töfraheimur, afar-ólíkur öllu því,
sem Evrópumenn eiga að venjast heima fyrir; varð hann
alveg heillaður af hinu einkennilega austræna lífi. og hugs-
unarhætti, og fekk nú óstöðvandi löngun til að komast
austur í lönd Múhamedstrúarmanna til þess að fræðast
sem bezt um tungur þeirra, siði og lifnaðarhætti. Ferðir