Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Page 7

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Page 7
Arminius Vambéry aðalstarf sitt, sem örðugast var, að nema Austurlanda- málin. Á stuttum tíma var hann búinn vel að komast niður í tyrknesku, arabisku og persnesku, og telur hann tyrkneskuna örðugasta allra mála. Svo var eyra hans xiæmt á hljóðfall málanna og minnið stálslegið, að þegar hann talaði við menn af ýmsum þjóðum samtímis, þau mál, er hann kunni bezt, hjelt hver hann vera af sínu þjóðerni. Síðar lærði Vambéry mörg önnur Austurlanda- mál, en tyrkneska var þó uppáhald hans, og í henni varð hann síðar svo fær og lærður sem þeir Tyrkir, er bezt eru mentaðir í þeirri grein. fessi ungi Gyðingur var svo hrifinn af fegurð ýmsra skáldrita á hinum fjar- skyldustu tungum, að hann lærði utanbókar mestu kynst- ur af kvæðum, og gat hann jafnan brugðið fyrir sig kvæð- um eftir tyrknesk, persnesk, arabisk og rússnesk skáld, og þá ekki síður kvæðum eftir ensk, frönsk, ítölsk og þýzk skáld, og sjerstaklega hafði hann mætur á Friðþjófs sögu eftir Esajas Tegnér. Alt toldi í minni hans, sem hann einhverja ánægju hafði af. Eessi sex ár, sem Vambéry var heimiliskennari, voru að mörgu leyti hag- stæð fyrir hann; þá grundvallaði hann þekkingu sína í fjölda málum og fekk menningarsnið af umgengni við ýmislegt heldra fólk; áður hafði hann sjaldan kynst öðr- um en ómentuðum alþýðumönnum af fátækustu stjettun- um, og hafði alið allan aldur sinn innan um fátæka Gyðinga, sem oftast voru smánaðir og fyrirlitnir af öðru fólki. Eegar Vambéry kyntist hinum austrænu bókmentum, opnaðist fyrir honum nýr töfraheimur, afar-ólíkur öllu því, sem Evrópumenn eiga að venjast heima fyrir; varð hann alveg heillaður af hinu einkennilega austræna lífi. og hugs- unarhætti, og fekk nú óstöðvandi löngun til að komast austur í lönd Múhamedstrúarmanna til þess að fræðast sem bezt um tungur þeirra, siði og lifnaðarhætti. Ferðir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn
https://timarit.is/publication/249

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.