Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Qupperneq 71
Um íþróttaskóla
7
eða list, og því væri líklega best að hafa engan fastan
kennara, en njóta heldur kenslu þar sem best gegndi í
hverri einstakri grein. Par á móti þarf skólinn að hafa
ráðsmann, sem að vísu þyrfti ekki að vera sjerlega verk-
fróður eða íþróttamaður, en þó ætti að hafa á hendi þýð-
ingarmestu kenslugreinina, sem jeg hef ekki nefnt í neinni
deild, af því hún á heima í öllum deildum, nefnilega
stjórnsemi og reglusemi.
það er best að fara nokkuð fleiri orðum um þetta
atriði, meðal annars af því, að það er þáttur í deiluefni
því, sem skiftir hugum manna um allan mentaðan heim
á vorum tímum; er vænt að vita, hvar við íslendingar
eigum heima í því efni. Aðaldeiluefnið er það, hvort
rjetthærra sje, einstaklingurinn eða ríkis- og þjóðfjelag.
Hvort sem er, verður bæði stjórn, regla og hlýðni að
eiga sjer stað, en blærinn á þessum hugtökum verður
harðla ólíkur, eftir þeim grundvelli, sem bygt er á.
Frjáls einstaklingur hlýðir af því honum sýnist svo, af
því hann vill. Pjóðfjelagið gjörir hlýðni í vissum efnum
að skyldu, heimtar hana. Pegar vel er, fer þetta sam-
an, og árangurinn er frá hvorutveggja sjónarmiði góð
stjórn og regla. Munurinn — og ágreiningurinn — kem-
ur fram, þegar heimtuð er tneiri hlýðni en einstaklingur-
inn vill veita.
íslendingum hefur oft verið brugðið um stjórnleysi
og óreglu, en það er tæplega með rjettu. Að vísu er
enginn efi á því, að alt þjóðfjelagslíf okkar, að frá skild-
um einstaka aðfluttum vankaþönkum, byggist á einstak-
lingshugmyndinni. Stofnun íslensks þjóðfjelags frá fyrstu
byrjun er öldungis einstakt og frábært dæmi ríkisstofnun-
ar á einstaklings grundvelli. Pessi grundvöllur hefur
varðveitst í djúpri meðvitund þjóðarinnar, eins á einvalds-
tíma sem fyr og síðar, og er fulltraustur enn þá. En
hjer með er engan veginn sagt, að ekki sje hægt að