Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Qupperneq 35
Islensk fornkvæði
35
íslensk fornkvæði.
Árið 1854 kom út 1. hefti af kvæðum nokkurum,
sem útgefendurnir, þeir Svend Grundtvig og Jón Sig-
urðsson, kölluðu »Islenzk fornkvæðU. 2. og 3. hefti
komu út 1858 og 1860, en 4. og síðasta heftið kom
ekki fyr en 25 árum síðar, eða 1885, og gerði Pálmi
Pálsson það úr garði. Orstuttur eftirmáli fylgdi því
hefti, en engin sjerleg grein fyrir kvæðum þessum, eðli
eða uppruna. Frá upphafi stóð til, að svo skyldi þó
vera. Við kvæði þessi hefur lítil rækt verið lögð af ís-
lendíngum. Utlendir fræðimenn, einkum danskir, hafa
aftur á móti tekið mikið tillit til þeirra í rannsóknum sín-
um, einkum þeir próf. Joh. Steenstrup og dr. E. von der
Recke, og lokið miklu lofsorði á mörg af kvæðunum
fyrir fegurð og margs konar ágæti.
Vjer viljum hjer í stuttu máli gera nokkra grein fyr-
ir kvæðum þessum, og má skoða þessa grein svo sem
ágrip af annari ritgjörð eftir mig, sem prentuð er í Ár-
bókum Fornfræðafjelagsins 1914.
Titillinn á þessum kvæðum er líklegast tekinn eftir
elsta handritinu, er þau eða allmikið safn af þeim finst í.
Pað er handritið 147 meðal áttblöðúnga í Árnasafni,
skrifað 1665 af Gissuri Sveinssyni, hálfbróður Brynjólfs
biskups. Hann hefur kallað kvæðin svo, af því að hon-
um hafa fundist þau allgömul frá sínu sjónarmiði. En
vjer mundum nú helst nefna miklu eldri kvæði (eldri t.
d. en 1300) því nafni.
í hinu prentaða safni eru 66 þess konar kvæði, og
af þeim eru 33 í kvæðabók Gissurar. En alls munu til
vera um 80 þess konar kvæða; nokkur fá eru síðar
prentuð (í hinu mikla þjóðkvæðasafni Dana).
3