Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Side 12
12
Porv. Thoroddsen
þar sem svo stendur á, eru örlög embættismanna oft
breytileg og loftköst lukkunnar mikil og skyndileg.
Pó framtíðarhorfur Vambérys væru góðar í Kon-
stantinópel, gat hann ekki ráðið við sína óstöðvandi fróð-
leiksfýsn og æfintýra löngun; enn þá eitt sinn þurfti hann
að kasta sjer út í öfugstreymi veraldarinnar og reyna
gæfuna. Hin ókunnu lönd austur í Turan höfðu laðandi
afl á huga hans, og hugsanir um örðugleika og lífshættu
leiddi hann alveg hjá sjer. Við þetta bættist löngun hans
til að útvega vísindalega vitneskjir um uppruna Ungara
(Magyara), en um hann höfðu verið skiftar skoðanir;
menn vissu, að þeir voru komnir austan úr Asíu á 9.
öld, og sumir hjeldu, að þjóðin væri af tyrkneskum upp-
runa. Petta langaði Vambéry til að rannsaka málfræðis-
lega með samanburði á mállýzkum þjóðanna í Mið-Asíu
við ungörsku.1) Visindafjelagið í Budapest veitti honum
dálítinn styrk, og svo hjelt hann á stað austur í Asíulönd
í marzmánuði 1862 og ljet livorki fortölur manna nje
hrakspár á sig fá, en fæstir vinir hans í Konstantinópel,
sem vissu hver glæfraferð þetta var, bjuggust við að sjá
hann aftur.
Frá Stambul fór Vambéry sjóveg austur um Svarta-
haf til Trapezunt og þaðan landveg austur í Persíu; hann
*) Það er nú almenn skoðun vísindamanna, að Magyarar sjeu upp-
runalega af finsk-ugriskum ættstofni, en þeir hafa á flakki sínu norðan og
austan við Kaspíhaf og Svartahaf blandast tyrkneskum þjóðum og öðrum
þjóðum. Málfræðingar fallast nú ekki á skoðanir Vambérys, að mál Ma-
gyara sje af tyrkneskum rótum runnið. Magyara-tungan, sem töluð er a
71/, miljón manna í Ungarn, hefur reyndar tekið í sig fjölda af tyrknesk-
um orðum, en sjálf bygging málsins og beygingarnar sýna mjög náinn
skyldleika við hin austur-finsku mál, einkum vogúlsku og ostjakisku. Vo-
gúlar og Ostjakar eru smáþjóðir á mjög lágu menningarstigi, sem lifa
veiðimannalífi vestan til í Síberíu. Vogúlar, um 7 þúsund talsins, búa við
Uralfjöll beggja megin, Ostjakar (20 þúsundir) búa austar, við fljótin Ob
og Irtysch.