Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Síða 15
Arminius Vambéry
5
um það fyrirfram, hve örðug slík langferð var fyrir hann
haltan og veikbygðan, því mjög mikið af leiðinni varð
hann að fara fótgangandi, og svo hitt, hve mikil andleg
áreynsla það var, að vera sífelt á verði dag og nótt,
gleyma sjer aldrei og koma ekki upp um sig.
Pílagrímahópur sá, sem Vambéry var samferða, var
frá Kasgar í Austur-Turkestan, er heyrir undir Kínaveldi.
Peir komu frá Mekka og voru nú á heimleið yfir Persíu
og Turan; þeir voru 24 talsins og foringi þeirra Hadschi
Bilal reyndist Vambéry ágætlega. Tyrkneski sendiherrann
í Teheran gaf Vambéry passa með innsigli Tyrkjasoldáns
og kallaði hann þar Hadschi Reshid, þó hann hefði aldrei
komið til Mekka,1) og kom þessi passi honum að góðu
haldi síðar, því Tyrkjasoldán er í upplöndum Asíu hjá
flestum Sunnítum tignaður sem verndari trúarinnar og
rjettur kalífi. Flestir af förunautum Vambérys voru föru-
munkar (dervisjar) eða ljetust vera það og lifðu á ferð-
inni á ölmusum, sem þeir hlutu fyrir kóranþulur, fyrir-
bænir og sálmasöng. Trúbrögðin hafa í Austurlöndum
miklu meiri þýðingu fyrir hið daglega líf en í Evrópu,
Múhamedsmenn eru flestir harðtrúaðir og trúa hverjum
staf í kóraninum og sunna, og haga sjer vandlega eftir
öllum helgisiðum; alt þjóðlífið, stjórnarfar og lög eru
gagnsýrð og grómtekin af hugsunarhætti kóransins. Pó
hafa trúarbrögðin lítil áhrif á hegðun manna og siðferði,
framkvæmd allra trúarsiða er nóg til sáluhjálpar. Ræn-
ingjar og morðingjar í Turkestan gleyma því aldrei, að
láta presta eða munka signa sig og blessa, áður en þeir
*) Pað er lögboðið í kóraninum, að allir Múhamedsmenn skuli
einu sinni á æíi sinni fara pílagrímsferð til Mekka, en eftir að trú þeirra
fekk mikla útbreiðslu um fjarlæg lönd, var mjög örðugt að framkvæma
þetta boðorð, og tiltölulega fáir fara þessa ferð. Þeir, sem ferðast til
Mekka, en það er fyrir flesta afarlöng og hættuleg ferð, fá tignamafnið
Hadschi og bera það alla æfi.