Ársrit Hins íslenska fræðafjelags í Kaupmannahöfn - 01.01.1916, Síða 66
66
Ólafur Gíslason
aris. Þesskonar vaxkerti hef jeg hvergi sjeð á íslandi,
ekki einu sinni á biskupssetrunum, nema ef til vill á
konungsjörðinni Bessastöðum Par að auki voru á altar-
inu 8 tólgarkerti á stórhátíðum, einkum á jólunum. f
stuttu máli, það var ekki til sú kirkja á íslandi, sem bet-
ur var uppljómuð við slík tækifæri. Prjedikunarstólinn
var danskur, dýrðlega útskorinn með myndum; yfir hon-
um var fallegur himinn, sem lögmaður hafði keypt og
gefið kirkjunni. Mesta prýði á honum voru líkneski
Frelsarans og hans fjögurra guðspjallamanna, sem voru
sett niður í stólinn með nokkru bili á milli, á trjefótum,
þannig að mátti draga þau upp og skoða þau.1) Á bit-
anum milli kórs og kirkju stóðu allir postularnir með
píslarvottamerkjum sínum, og í miðju þeirra Frelsarinn,
þau líkneski voru einnig skrýdd ýmsum litum, og mátti
draga þau upp, eins og líkneskin á prjedikunarstólnum.
Flest ornamenta kirkjunnar hafði Gottrúp lögmaður lagt
til, nema gamlan messuhökul úr flaueli; þar var skraut-
legt altarisklæði úr rauðu ekta flossilki, með ekta gyltu
silfurkögri beggja megin, og á því miðju neðan til voru
innsaumuð með ekta gyltum silfurþræði nöfn lögmanns-
og frúar hans. Á altarinu var og dúkur úr fínasta ljer-
efti með kniplingskögri. Rikkilín var þar úr fínasta ljer-
efti, sem var brúkað á hátíðum. Á altarinu var silfur-
kanna, sem Gottrúp lögmaður hafði líka gefið. Ekki
man jeg fyrir víst, hvort hann hafði og gefið kaleikinn
og patínuna. Par var skírnarfontur, smíðaður í Kaup-
mannahöfn, sá fallegasti, sem jeg man eftir að jeg hafi
Danski textinn er hjer dálítið óljós: »vor Frelser og hans fire
Evangelister med en Trefod (saa de kunde drages op og beskues) udi
en vis Distance nedpodede«. í*að er auðvitað, að »trjefæturnir« eru eins
konar tindar, sem líkneskin eru fest á stólinn með, en óljóst, hvort þau
hafa staðið fram úr stólhliðunum eða ofan á stólbrúninni. En ekki er
ósennilegt, að þessi líkneski sjeu enn til.